Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. október 2017 15:48 Jóna Sólveig Elínardóttir var gestur Kosningaspjalls Vísis í dag. Vísir/Stefán Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis fyrr í dag. Þar var Jóna Sólveig meðal annars spurð út í ummæli Páls Magnússonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra hefði hlotið afgreiðslu í þeim þingmönnum sem undir forystu sjálfstæðismanna höfðu með þær að gera. „Þetta er nú kannski bara dálítið í anda þess sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að starfa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið óstöðugur í samstarfi,“ segir Jóna Sólveig. „Við sjáum það ekki bara í þessu heldur líka í hvernig Sjálfstæðismenn hlupu út undan sér og afneituðu fjárlagafrumvarpinu sem þeir voru búnir að samþykkja bæði út úr ríkisstjórn og úr þingflokki inn í umræðu í þinginu. Þannig að þetta er svo sem bara í stíl við annað sem hefur verið hjá Sjálfstæðisflokknum.“Tregða Sjálfstæðisflokksins tafði mikilvæga uppbyggingu Jóna Sólveig segir jafnframt að tregða Sjálfstæðisflokksins til að eiga samskipti við Dag B. Eggertsson borgarstjóra hafi verið ástæða þess að ekki var ráðist í nauðsynlega uppbyggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega kynntar aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum megi rekja til þess að Viðreisn hafi komið að borðinu. „Við erum ekki í neinum pólitískum hártogunum með það eins og hefur verið. Staðreyndin er auðvitað sú að síðustu áratugi hefur það verið þannig að Sjálfstæðismenn hafa ekki í rauninni, ef við segjum hlutina bara eins og þeir eru, Sjálfstæðismenn hafa bara ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. þess vegna hefur ekki verið ráðist í nauðsynlega uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur ekki verið hægt að úthluta þessum lóðum til borgarinnar.“Stefni í íhaldssömustu stjórn Íslandssögunnar Jóna segist jafnframt hafa áhyggjur af stöðu frjálslyndis í landinu í ljósi nýrra skoðanakannana. „Ef þið horfið á stöðu umbótasinnaðra frjálslyndra flokka þá eru þeir ekki að koma almennt vel út úr þessari könnun. Samfylkingin er aftur að dala, píratar hafa misst fylgi, Björt framtíð, Viðreisn. Þetta er allt umbótaflokkar sem hafa verið frjálslyndir og þeir eru að koma illa út,“ segir Jóna Sólveig. Hún segir allt stefna í íhaldssömustu ríkisstjórn Íslandssögunnar. „Ég hef áhyggjur af þessu. Sér í lagi vegna þess að þetta horfir þannig við mér að svo virðist sem að við séum að fara að stefna á sennilega íhaldssömustu stjórn sögunnar með Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk.“ Aðspurð hvers vegna fólk leiti ekki meira til miðjuflokkanna segir Jóna Sólveig að það sé að hluta til skiljanlegt. „Ég hugsa að fólk sé þreytt á óstöðugleika. Ég held að fólk vilji ná fram meiri stöðugleika í samfélaginu og leitar þá kannski til stærri flokkanna. En ég segi þá að ef við viljum sjá breytingu á Íslandi, ef við viljum sjá stjórnmálin breytast, þá verðum við auðvitað að kjósa breytingar.“Aukinn fyrirsjáanleiki í fjármálum Hún segir Viðreisn vera eina stjórnmálaflokkinn sem tali fyrir raunhæfri lausn í því að ná niður vaxtastigi og nefnir þar hugmynd flokksins að festa íslensku krónuna við annan gjaldmiðil. „Það þýðir ekki bara lægra vaxtastig, sem skilar sér í auknum ráðstöfunartekjum fyrir heimilin og betri rekstrargrundvelli fyrir fyrirtækin í landinu. Það skilar sér líka fyrir ríkissjóð, sem hefur þá úr meiru að spila inn í samneysluna. Þetta þýðir líka meiri fyrirsjáanleiki fyrir heimilin og fyrir fyrirtækin í landinu,“ segir Jóna Sólveig. „Það er gríðarlega mikilvægt í dag, sér í lagi þegar við erum að horfa á og erum bara að upplifa fjórðu iðnbyltinguna og þurfum að vera að undirbúa okkur fyrir hana. Fyrirsjáanleiki fyrir íslensk fyrirtæki sem þurfa að vera í stakk búin fyrir fjórðu iðnbyltinguna.“ Kosningar 2017 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis fyrr í dag. Þar var Jóna Sólveig meðal annars spurð út í ummæli Páls Magnússonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra hefði hlotið afgreiðslu í þeim þingmönnum sem undir forystu sjálfstæðismanna höfðu með þær að gera. „Þetta er nú kannski bara dálítið í anda þess sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að starfa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið óstöðugur í samstarfi,“ segir Jóna Sólveig. „Við sjáum það ekki bara í þessu heldur líka í hvernig Sjálfstæðismenn hlupu út undan sér og afneituðu fjárlagafrumvarpinu sem þeir voru búnir að samþykkja bæði út úr ríkisstjórn og úr þingflokki inn í umræðu í þinginu. Þannig að þetta er svo sem bara í stíl við annað sem hefur verið hjá Sjálfstæðisflokknum.“Tregða Sjálfstæðisflokksins tafði mikilvæga uppbyggingu Jóna Sólveig segir jafnframt að tregða Sjálfstæðisflokksins til að eiga samskipti við Dag B. Eggertsson borgarstjóra hafi verið ástæða þess að ekki var ráðist í nauðsynlega uppbyggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega kynntar aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum megi rekja til þess að Viðreisn hafi komið að borðinu. „Við erum ekki í neinum pólitískum hártogunum með það eins og hefur verið. Staðreyndin er auðvitað sú að síðustu áratugi hefur það verið þannig að Sjálfstæðismenn hafa ekki í rauninni, ef við segjum hlutina bara eins og þeir eru, Sjálfstæðismenn hafa bara ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. þess vegna hefur ekki verið ráðist í nauðsynlega uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur ekki verið hægt að úthluta þessum lóðum til borgarinnar.“Stefni í íhaldssömustu stjórn Íslandssögunnar Jóna segist jafnframt hafa áhyggjur af stöðu frjálslyndis í landinu í ljósi nýrra skoðanakannana. „Ef þið horfið á stöðu umbótasinnaðra frjálslyndra flokka þá eru þeir ekki að koma almennt vel út úr þessari könnun. Samfylkingin er aftur að dala, píratar hafa misst fylgi, Björt framtíð, Viðreisn. Þetta er allt umbótaflokkar sem hafa verið frjálslyndir og þeir eru að koma illa út,“ segir Jóna Sólveig. Hún segir allt stefna í íhaldssömustu ríkisstjórn Íslandssögunnar. „Ég hef áhyggjur af þessu. Sér í lagi vegna þess að þetta horfir þannig við mér að svo virðist sem að við séum að fara að stefna á sennilega íhaldssömustu stjórn sögunnar með Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk.“ Aðspurð hvers vegna fólk leiti ekki meira til miðjuflokkanna segir Jóna Sólveig að það sé að hluta til skiljanlegt. „Ég hugsa að fólk sé þreytt á óstöðugleika. Ég held að fólk vilji ná fram meiri stöðugleika í samfélaginu og leitar þá kannski til stærri flokkanna. En ég segi þá að ef við viljum sjá breytingu á Íslandi, ef við viljum sjá stjórnmálin breytast, þá verðum við auðvitað að kjósa breytingar.“Aukinn fyrirsjáanleiki í fjármálum Hún segir Viðreisn vera eina stjórnmálaflokkinn sem tali fyrir raunhæfri lausn í því að ná niður vaxtastigi og nefnir þar hugmynd flokksins að festa íslensku krónuna við annan gjaldmiðil. „Það þýðir ekki bara lægra vaxtastig, sem skilar sér í auknum ráðstöfunartekjum fyrir heimilin og betri rekstrargrundvelli fyrir fyrirtækin í landinu. Það skilar sér líka fyrir ríkissjóð, sem hefur þá úr meiru að spila inn í samneysluna. Þetta þýðir líka meiri fyrirsjáanleiki fyrir heimilin og fyrir fyrirtækin í landinu,“ segir Jóna Sólveig. „Það er gríðarlega mikilvægt í dag, sér í lagi þegar við erum að horfa á og erum bara að upplifa fjórðu iðnbyltinguna og þurfum að vera að undirbúa okkur fyrir hana. Fyrirsjáanleiki fyrir íslensk fyrirtæki sem þurfa að vera í stakk búin fyrir fjórðu iðnbyltinguna.“
Kosningar 2017 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira