Verzlingar sóttu hart að Bjarna á framboðsfundi Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2017 15:55 Ljóst er að spennustigið í hinni snörpu kosningabaráttu er farið að segja til sín. Bjarni brást harkalega við fyrirspurn nemanda við Verzlunarskóla Íslands í dag. visir/Anton Brink Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, brást fremur harkalega við fyrirspurn úr hópi nemenda á framboðsfundi í Verzlunarskólanum í dag. Svo hastur var hann í máli að Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra, sem jafnframt var í pallborðsumræðunum ásamt öðrum frambjóðendum, taldi það ekki verjanlegt að veitast að nemandanum með slíkri framgöngu.Brást illa við efni fyrirspurnarinnar en ekki nemandanum Bjarni sagði síðar á fundinum að hann hefði ekki verið að veitast að nemandanum heldur væri hann verið að bregðast við efni fyrirspurnarinnar sem slíkrar. Hún snerist um það að Bjarna væri tíðrætt um mikilvægi baklands stjórnmálaflokka, að það þurfi að kjósa flokk með sterkt bakland. En, er það ekki bakland flokksins sem hefur komið honum í sífelld vandræði, svo sem Borgunarmálið og Landsréttarmálið? Góðar undirtektir voru við þeirri fyrirspurn, hlátur og klapp í salnum en Bjarna var ekki skemmt. „Að taka Borgunarmálið sem dæmi um það að það sé eitthvað að í baklandi Sjálfstæðisflokksins er alveg ótrúlega ómerkilegt, fyrirgefðu. Það hefur hvergi nokkur staðar komið fram ein einasta vísbending um að Sjálfstæðisflokkurinn, ég sem fjármálaráðherra, eða einhver sem var inni í stjórnkerfinu, hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu í því máli,“ sagði Bjarni.Ótrúlega ómerkilegur áróður Og færðist þá enn í aukana: „Þess vegna er þetta ótrúlega ómerkilegur áróður sem þú ert að flytja hér inn í salinn um það mál. Þetta er ekkert nema áróður, þetta Borgunarmál. Það er engin innistæða fyrir öllum stóru orðunum. Ég verð að fá að verja mig hér fyrst að menn ætla að taka það hér upp og nota það gegn mér. Þetta er ómerkilegt. Landsréttarmálið er svo allt annað mál.“ Björt tók við míkrófóninum og taldi, sem áður sagði, það ekki boðlegt að veitast með þessum hætti að ungum kjósendum. Ef marka má viðtökur í salnum, þá féll það upplegg í kramið. Sjá má myndbandið hér neðar en ljóst er að mikill hiti er að færast í kosningabaráttuna. Kosningar 2017 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, brást fremur harkalega við fyrirspurn úr hópi nemenda á framboðsfundi í Verzlunarskólanum í dag. Svo hastur var hann í máli að Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra, sem jafnframt var í pallborðsumræðunum ásamt öðrum frambjóðendum, taldi það ekki verjanlegt að veitast að nemandanum með slíkri framgöngu.Brást illa við efni fyrirspurnarinnar en ekki nemandanum Bjarni sagði síðar á fundinum að hann hefði ekki verið að veitast að nemandanum heldur væri hann verið að bregðast við efni fyrirspurnarinnar sem slíkrar. Hún snerist um það að Bjarna væri tíðrætt um mikilvægi baklands stjórnmálaflokka, að það þurfi að kjósa flokk með sterkt bakland. En, er það ekki bakland flokksins sem hefur komið honum í sífelld vandræði, svo sem Borgunarmálið og Landsréttarmálið? Góðar undirtektir voru við þeirri fyrirspurn, hlátur og klapp í salnum en Bjarna var ekki skemmt. „Að taka Borgunarmálið sem dæmi um það að það sé eitthvað að í baklandi Sjálfstæðisflokksins er alveg ótrúlega ómerkilegt, fyrirgefðu. Það hefur hvergi nokkur staðar komið fram ein einasta vísbending um að Sjálfstæðisflokkurinn, ég sem fjármálaráðherra, eða einhver sem var inni í stjórnkerfinu, hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu í því máli,“ sagði Bjarni.Ótrúlega ómerkilegur áróður Og færðist þá enn í aukana: „Þess vegna er þetta ótrúlega ómerkilegur áróður sem þú ert að flytja hér inn í salinn um það mál. Þetta er ekkert nema áróður, þetta Borgunarmál. Það er engin innistæða fyrir öllum stóru orðunum. Ég verð að fá að verja mig hér fyrst að menn ætla að taka það hér upp og nota það gegn mér. Þetta er ómerkilegt. Landsréttarmálið er svo allt annað mál.“ Björt tók við míkrófóninum og taldi, sem áður sagði, það ekki boðlegt að veitast með þessum hætti að ungum kjósendum. Ef marka má viðtökur í salnum, þá féll það upplegg í kramið. Sjá má myndbandið hér neðar en ljóst er að mikill hiti er að færast í kosningabaráttuna.
Kosningar 2017 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira