Pyry Soiri, leikmanni finnska landsliðsins, langar að heimsækja Ísland.
Soiri var hálfgerð þjóðhetja á Íslandi eftir að hann skoraði jöfnunarmark Finnlands gegn Króatíu í næstsíðustu umferð undankeppni HM 2018 á föstudaginn, í sínum fyrsta landsleik. Á sama tíma vann Ísland Tyrkland og komst á topp I-riðils.
Íslendingar voru hæstánægðir með þetta framlag Soiris og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þakkaði honum m.a. fyrir. Þá var stofnaður Facebook-hópur Soiri til heiðurs en 7500 manns eru í honum.
Í samtali við Yle Sporten segist Soiri hafa áhuga á að koma til Íslands.
„Mér finnst gaman að ferðast og hef aldrei heimsótt Ísland, svo af hverju ekki? Ég gæti líka farið til Rússlands og horft á leik hjá íslenska liðinu á HM,“ sagði Soiri sem leikur með Shakhtyor Soligorsk í Hvíta-Rússlandi.
Ljóst er að Soiri fengi höfðinglegar móttökur á Íslandi, enda átti hann sinn þátt í að íslenska liðið komst á HM í fyrsta sinn.
Þjóðhetjan Pyry Soiri vill koma til Íslands

Tengdar fréttir

Pyry Soiri kominn í guðatölu á Íslandi
Finnski miðjumaðurinn er nýjasta þjóðhetja Íslendinga.

Undankeppni HM: Finnar gerðu Íslendingum mikinn greiða
Níu leikir voru í kvöld í undankeppni HM 2018 sem fer fram í Rússlandi. Wales og Írland unnu bæði mikilvæga sigra og Spánn átti í engum vandræðum með Albaníu.

Finnska hetjan með skilaboð: „Nú er komið að ykkur“
Nýjasta þjóðhetja Íslendinga, Pyry Soiri, óskar Íslendingum alls hins besta í leiknum gegn Kósóvó á morgun í nýju myndbandi á Twitter í dag.

Nýjasta þjóðhetjan Pyry í viðtali: „Takk, herra forseti!“
Segist glaður að hafa hjálpað strákunum okkar.