Stefnir í miklar breytingar á Alþingi Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. október 2017 06:00 Fylgi og skipting þingsæta samkvæmt nýrri könnun. „Mér finnst stærstu tíðindin vera að það staðfestist hér áfram að tveir frjálslyndir alþjóðasinnaðir flokkar á miðjunni eru á kveðja. En í staðinn koma tveir flokkar sem teljast frekar svona á hinum íhaldssama, þjóðernissinnaða væng. Það er Flokkur fólksins og Miðflokkurinn,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor i stjórnmálafræði, um niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Eiríkur Bergmann bendir á að ef niðurstaðan gengur eftir þá verði feikileg breyting á flokkakerfinu í landinu og þeirri flóru flokka sem er á Alþingi. Samkvæmt niðurstöðunum myndi þingmönnum VG fjölga úr 10 í 21, eða um 11. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins myndi fækka um fimm, þingmönnum Pírata myndi fækka um fjóra. Þá myndi þingmönnum Framsóknarflokksins fækka um þrjá og þingmönnum Samfylkingarinnar myndi fjölga um tvo.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Eyþór„Ég myndi segja að stjórnarmyndun væri feikiflókin í kjölfarið á þessu. Ekki síður en í fyrra,“ segir Eiríkur Bergmann. Augljósast væri að VG myndu reyna fyrst og myndu þá reyna stjórn með Samfylkingunni og Pírötum og hugsanlega Framsóknarflokki. „Þó ég myndi nú halda að miðað við þessa miklu flóru flokka inni á Alþingi, gangi þessi könnun eftir, að þá hljóti menn að fara að skoða kosti minnihlutastjórna,“ segir Eiríkur. „Hinum megin hryggjar yrði myndun stjórnar, held ég, svolítið flóknari þó að hún sé alls ekkert útilokuð heldur. Þrautalendingin gæti svo orðið samstjórn stóru flokkanna tveggja, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks,“ segir Eiríkur. Slík stjórn hlyti þó að verða algjört neyðarúrræði. „Það yrði ekki stjórn um miklar breytingar heldur bara um að halda í horfinu og rænir menn valkostinum um að geta skipt um stjórnarstefnu þegar hið leiðandi afl hvorum megin hryggjar starfar saman í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. AðferðafræðinHringt var í 1.322 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki 10. október. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 66 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Tveir turnar í nýrri skoðanakönnun MMRMMR kannaði líka fylgi flokka dagana 6. til 11. október og birti niðurstöðurnar í gær. Samkvæmt þeim niðurstöðum er VG með 24,8 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 23,5 prósent, Samfylkingin með 13 prósent og Miðflokkurinn með 10,7 prósent. Þá mælast Píratar með 10,5 prósent, Flokkur fólksins með 7,4 prósent og Framsóknarflokkurinn með 5,9 prósent. Björt framtíð mælist með 4,2 prósenta fylgi og Viðreisn með 3,6 prósent. Könnun MMR er framkvæmd á netinu og í úrtaki eru einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. 966 svöruðu spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
„Mér finnst stærstu tíðindin vera að það staðfestist hér áfram að tveir frjálslyndir alþjóðasinnaðir flokkar á miðjunni eru á kveðja. En í staðinn koma tveir flokkar sem teljast frekar svona á hinum íhaldssama, þjóðernissinnaða væng. Það er Flokkur fólksins og Miðflokkurinn,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor i stjórnmálafræði, um niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Eiríkur Bergmann bendir á að ef niðurstaðan gengur eftir þá verði feikileg breyting á flokkakerfinu í landinu og þeirri flóru flokka sem er á Alþingi. Samkvæmt niðurstöðunum myndi þingmönnum VG fjölga úr 10 í 21, eða um 11. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins myndi fækka um fimm, þingmönnum Pírata myndi fækka um fjóra. Þá myndi þingmönnum Framsóknarflokksins fækka um þrjá og þingmönnum Samfylkingarinnar myndi fjölga um tvo.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Eyþór„Ég myndi segja að stjórnarmyndun væri feikiflókin í kjölfarið á þessu. Ekki síður en í fyrra,“ segir Eiríkur Bergmann. Augljósast væri að VG myndu reyna fyrst og myndu þá reyna stjórn með Samfylkingunni og Pírötum og hugsanlega Framsóknarflokki. „Þó ég myndi nú halda að miðað við þessa miklu flóru flokka inni á Alþingi, gangi þessi könnun eftir, að þá hljóti menn að fara að skoða kosti minnihlutastjórna,“ segir Eiríkur. „Hinum megin hryggjar yrði myndun stjórnar, held ég, svolítið flóknari þó að hún sé alls ekkert útilokuð heldur. Þrautalendingin gæti svo orðið samstjórn stóru flokkanna tveggja, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks,“ segir Eiríkur. Slík stjórn hlyti þó að verða algjört neyðarúrræði. „Það yrði ekki stjórn um miklar breytingar heldur bara um að halda í horfinu og rænir menn valkostinum um að geta skipt um stjórnarstefnu þegar hið leiðandi afl hvorum megin hryggjar starfar saman í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. AðferðafræðinHringt var í 1.322 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki 10. október. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 66 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Tveir turnar í nýrri skoðanakönnun MMRMMR kannaði líka fylgi flokka dagana 6. til 11. október og birti niðurstöðurnar í gær. Samkvæmt þeim niðurstöðum er VG með 24,8 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 23,5 prósent, Samfylkingin með 13 prósent og Miðflokkurinn með 10,7 prósent. Þá mælast Píratar með 10,5 prósent, Flokkur fólksins með 7,4 prósent og Framsóknarflokkurinn með 5,9 prósent. Björt framtíð mælist með 4,2 prósenta fylgi og Viðreisn með 3,6 prósent. Könnun MMR er framkvæmd á netinu og í úrtaki eru einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. 966 svöruðu spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira