Húsvíkingar sjá fleiri not fyrir nýju höfnina Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2017 21:51 Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri hjá Norðurþingi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi og veita hvalaskoðunarbátum meira rými. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóra hjá Norðurþingi. Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá starfsmenn frá Trésmiðjunni Rein á Húsavík steypa þekjuna á nýrri bryggju en steypan kemur frá steypustöðinni Steinsteypi á Húsavík. Hér munu leggja að flutningaskipin sem koma til með að þjóna iðnaðarsvæðinu á Bakka en hafnargerðin er á lokametrunum, rétt eins og aðrir þættir sem snúa að uppbyggingunni.Þekjan steypt á nýju bryggjunni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áætlað er að hafnargerðin kosti um einn milljarð króna en stærsta hlutann vann LNS Saga sem nú heitir Munck, Íslandi. Svokallaður Bökugarður var lengdur um eitthundrað metra og gert nýtt gáma- og geymslusvæði. Nýju mannvirkin nýtast þó fleirum en bara kísilveri PCC. „Já, við sjáum þegar töluverðan mun á því. Hingað eru að koma skip, sem voru ekki áður, bæði regluleg umferð hérna hjá skipafélögunum og líka tilfallandi skipakomur. Menn hafa náð að nýta þessar ferðir töluvert, bæði til þess að fá varning hér inn og til þess að senda hann út. Þannig að þetta hefur haft mjög jákvæð áhrif á aðra starfsemi hér á svæðinu,” segir Snæbjörn.Séð yfir Húsavík og höfnina. Bökubakki er lengst til hægri,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og Húsvíkingar sjá fram á að ferðaþjónustan njóti góðs af stærri höfn. „Skemmtiferðaskip að auki hafa getað lagt að Bökubakkanum. Það býður upp á ýmsa möguleika til framtíðar að taka á móti mjög stórum skemmtiferðaskipum hérna þegar fram líða stundir.” Hvalaskoðunarbátar Húsvíkinga hafa svæðið innst í gömlu höfninni en nýja höfnin léttir á henni og veitir þannig hvalaskoðunarfyrirtækjunum meira svigrúm.Hvalaskoðunarbátarnir verða áfram innst í gömlu höfninni.„Það er bara frábært að hafa þessa fjölbreytni í kringum höfnina hérna; að hafa iðnaðarstarfsemina, að hafa ferðaþjónustuna, að hafa fiskinn. Þannig að þegar þetta kemur allt saman á svona á einu svæði, eins og höfnin er, þá er það bara frábært fyrir samfélög eins og hér,” segir verkefnastjóri Norðurþings. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Norðurþing Samgöngur Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi og veita hvalaskoðunarbátum meira rými. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóra hjá Norðurþingi. Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá starfsmenn frá Trésmiðjunni Rein á Húsavík steypa þekjuna á nýrri bryggju en steypan kemur frá steypustöðinni Steinsteypi á Húsavík. Hér munu leggja að flutningaskipin sem koma til með að þjóna iðnaðarsvæðinu á Bakka en hafnargerðin er á lokametrunum, rétt eins og aðrir þættir sem snúa að uppbyggingunni.Þekjan steypt á nýju bryggjunni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áætlað er að hafnargerðin kosti um einn milljarð króna en stærsta hlutann vann LNS Saga sem nú heitir Munck, Íslandi. Svokallaður Bökugarður var lengdur um eitthundrað metra og gert nýtt gáma- og geymslusvæði. Nýju mannvirkin nýtast þó fleirum en bara kísilveri PCC. „Já, við sjáum þegar töluverðan mun á því. Hingað eru að koma skip, sem voru ekki áður, bæði regluleg umferð hérna hjá skipafélögunum og líka tilfallandi skipakomur. Menn hafa náð að nýta þessar ferðir töluvert, bæði til þess að fá varning hér inn og til þess að senda hann út. Þannig að þetta hefur haft mjög jákvæð áhrif á aðra starfsemi hér á svæðinu,” segir Snæbjörn.Séð yfir Húsavík og höfnina. Bökubakki er lengst til hægri,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og Húsvíkingar sjá fram á að ferðaþjónustan njóti góðs af stærri höfn. „Skemmtiferðaskip að auki hafa getað lagt að Bökubakkanum. Það býður upp á ýmsa möguleika til framtíðar að taka á móti mjög stórum skemmtiferðaskipum hérna þegar fram líða stundir.” Hvalaskoðunarbátar Húsvíkinga hafa svæðið innst í gömlu höfninni en nýja höfnin léttir á henni og veitir þannig hvalaskoðunarfyrirtækjunum meira svigrúm.Hvalaskoðunarbátarnir verða áfram innst í gömlu höfninni.„Það er bara frábært að hafa þessa fjölbreytni í kringum höfnina hérna; að hafa iðnaðarstarfsemina, að hafa ferðaþjónustuna, að hafa fiskinn. Þannig að þegar þetta kemur allt saman á svona á einu svæði, eins og höfnin er, þá er það bara frábært fyrir samfélög eins og hér,” segir verkefnastjóri Norðurþings. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Norðurþing Samgöngur Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21
Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14
Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12
Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20