Trump hættir stuðningi embættisins við kjarnorkusamninginn Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. október 2017 06:44 Vísir/Getty Fastlega er búist við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dragi til baka stuðning forsetaembættisins við kjarnorkusamninginn sem gerður var við Íran og leggi til aðrar og harðari leiðir í samskiptum við ríkið. Ákvörðun forsetans mun þó ekki draga Bandaríkin út úr samningunum sem gerðir voru í tíð Obama forseta heldur hefur Bandaríkjaþing sextíu daga til að ákveða hvort farið verði út úr samningunum og nýjar refsiaðgerðir settar á Íran. Þó að spekingar vestanhafs efist um að þingið muni fara fram á nýjar samningaviðræður, því Íranir eru taldir líklegri til að rifta samningum ef svo bæri undir, er útspil Trump engu að síður talið grafa undan lögmæti samningsins.Sjá einnig: Trump sagður ætla að rifta kjarnorkusamningunum við ÍranTalsmenn Bandaríkjastjórnar segja að Rex Tillerson utanríkisráðherra hafi þegar rætt málið við kollega sína í Evrópu og í Kína en samkvæmt samningunum við Íran var ákveðið að aflétta viðskiptabanni á Íran að hluta gegn því að ríkið hætti kjarnorkuþróun sinni. Trump hefur lengi gagnrýnt samningana en þeim hefur hinsvegar verið vel tekið annarsstaðar í stjórnkerfinu. „Mér finnst þetta vera einhvert ókláraðasta samkomulag sem ég hef séð,“ sagði forsetinn til að mynda í samtali við Fox á miðvikudag. Hann hafði til 15. október til að gefa þinginu skýrslu um hvort að Íranir séu að fara eftir skilmálum samkomulagsins og hvort hann telji það hjálpa þjóðarhagsmunum Bandaríkjanna. Varnarmálaráðherrann James Mattis er ósammála forsetanum og sagði til að mynda á fundi þingnefndar á dögunum að það væri ekki í þjóðarhag að rifta samningunum. Donald Trump Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Fastlega er búist við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dragi til baka stuðning forsetaembættisins við kjarnorkusamninginn sem gerður var við Íran og leggi til aðrar og harðari leiðir í samskiptum við ríkið. Ákvörðun forsetans mun þó ekki draga Bandaríkin út úr samningunum sem gerðir voru í tíð Obama forseta heldur hefur Bandaríkjaþing sextíu daga til að ákveða hvort farið verði út úr samningunum og nýjar refsiaðgerðir settar á Íran. Þó að spekingar vestanhafs efist um að þingið muni fara fram á nýjar samningaviðræður, því Íranir eru taldir líklegri til að rifta samningum ef svo bæri undir, er útspil Trump engu að síður talið grafa undan lögmæti samningsins.Sjá einnig: Trump sagður ætla að rifta kjarnorkusamningunum við ÍranTalsmenn Bandaríkjastjórnar segja að Rex Tillerson utanríkisráðherra hafi þegar rætt málið við kollega sína í Evrópu og í Kína en samkvæmt samningunum við Íran var ákveðið að aflétta viðskiptabanni á Íran að hluta gegn því að ríkið hætti kjarnorkuþróun sinni. Trump hefur lengi gagnrýnt samningana en þeim hefur hinsvegar verið vel tekið annarsstaðar í stjórnkerfinu. „Mér finnst þetta vera einhvert ókláraðasta samkomulag sem ég hef séð,“ sagði forsetinn til að mynda í samtali við Fox á miðvikudag. Hann hafði til 15. október til að gefa þinginu skýrslu um hvort að Íranir séu að fara eftir skilmálum samkomulagsins og hvort hann telji það hjálpa þjóðarhagsmunum Bandaríkjanna. Varnarmálaráðherrann James Mattis er ósammála forsetanum og sagði til að mynda á fundi þingnefndar á dögunum að það væri ekki í þjóðarhag að rifta samningunum.
Donald Trump Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira