Vinnubrögðin á Alþingi ekki fólkinu að kenna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2017 16:15 Helgi Hrafn Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis. Vísir/Stefán Þegar aðalatriðið í stjórnmálum snýst um hvort ríkisstjórn standi eða falli er ekki verið að ræða þau málefni sem skipta þjóðina máli. Þetta snýst þó ekki um hvaða fólk situr á Alþingi, þetta er eðli stofnunarinnar að mati Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata. Helgi Hrafn sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis en hann er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Honum hefur verið tíðrætt um vinnubrögðin á Alþingi. Traust á Alþingi er í lágmarki samkvæmt könnunum Gallup og hefur Helgi sagt að á Alþingi líðist hegðun sem myndi aldrei líðast á öðrum vinnustöðum. En hver er ástæðan? „Þetta er ekki fólkið. Þetta er eðli stofnunarinnar, kannski að hluta til eðli fyrirbærisins. Þetta er eðli þess að við erum að takast á um raunverulegan ágreining. Stjórnmálamenn eiga að vinna saman þegar það er flötur fyrir samstarfi en þegar þeir eru ósammála í grundvallaratriðum takast þeir á. Úr þessu verður menning þar sem mjög stutt er í alla óheilbrigða hegðun, alls konar eineltishegðun og leiðindi,“ segir Helgi Hrafn. Helgi Hrafn segir þó að Alþingi verði aldrei venjulegur vinnustaður og mikilvægt sé að hætta að reyna að ímynda sér að með rétta fólkinu lagist vinnubrögðin á Alþingi. Setja þurfi reglur sem hafi þetta eðli Alþingis til hliðsjónar til þess að taka á þessum vanda. „Ég myndi fyrst og fremst vilja laga þetta með því að gera samband ríkisstjórnarinnar og Alþingis heilbrigðara, það væri fyrsta skrefið,“ segir Helgi sem telur að flestir þingmenn myndi sér málefnalega skoðun á þeim málum sem komi til kasta Alþingis en þegar greidd eru atkvæði fylgja þau yfirleitt línum eftir því hver er í ríkisstjórn og hver er í stjórnarandstöðu.„Þegar það er aðalatriðið í stjórnmálum þá erum við ekki að tala um málefnin sem skipta þjóðinni máli. Það er vandamálið.“„Elliíbúðir“ fyrir leigjendur Húsnæðisvandi ungs fólks hefur verið í brennidepli undanfarna mánuði en erfitt getur reynst fyrir ungt fólk að kaupa sér fasteign á sama tíma og húsnæðisverð fer hækkandi. Helgi Hrafn var spurður um stefnu Pírata í húsnæðismálum og segir hann að stefna Pírata sé að gera stórátök í byggingu íbúða sem hugsaðar séu til langtíma leigu, eyrnamerktar leigjendum á sama hátt og íbúðir sem séu sérstaklega ætlaðar fyrir þá sem náð hafa ákveðnum aldri. „Þetta er gert með íbúðir fyrir aldraða, það eru kvaðir á þeim sem segja að það megi bara selja þær öldruðum. Það þýðir að verðið á þessum íbúðum er ónæmt fyrir umframeftispurn á markaði eins og ferðaþjónustu, airbnb og því. Þú myndar ákveðna vernd fyrir þann hóp með því að gera þetta.“ Þetta muni leiða til þess að leigjendum séu tryggðar öruggar íbúðir og að þeir fái skjól fyrir ákveðnum markaðsþáttum sem geri stöðu leigjenda ótrygga í dag.„Það verður meiri samkeppni á leikumarkaði sem þýðir að leigan lækkar. Það ætti þá að gera það að verkum að fólk gæti sparað sér fyrir íbúðum.“Sjá má þáttinn í heild sinni hér fyrir ofan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Þegar aðalatriðið í stjórnmálum snýst um hvort ríkisstjórn standi eða falli er ekki verið að ræða þau málefni sem skipta þjóðina máli. Þetta snýst þó ekki um hvaða fólk situr á Alþingi, þetta er eðli stofnunarinnar að mati Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata. Helgi Hrafn sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis en hann er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Honum hefur verið tíðrætt um vinnubrögðin á Alþingi. Traust á Alþingi er í lágmarki samkvæmt könnunum Gallup og hefur Helgi sagt að á Alþingi líðist hegðun sem myndi aldrei líðast á öðrum vinnustöðum. En hver er ástæðan? „Þetta er ekki fólkið. Þetta er eðli stofnunarinnar, kannski að hluta til eðli fyrirbærisins. Þetta er eðli þess að við erum að takast á um raunverulegan ágreining. Stjórnmálamenn eiga að vinna saman þegar það er flötur fyrir samstarfi en þegar þeir eru ósammála í grundvallaratriðum takast þeir á. Úr þessu verður menning þar sem mjög stutt er í alla óheilbrigða hegðun, alls konar eineltishegðun og leiðindi,“ segir Helgi Hrafn. Helgi Hrafn segir þó að Alþingi verði aldrei venjulegur vinnustaður og mikilvægt sé að hætta að reyna að ímynda sér að með rétta fólkinu lagist vinnubrögðin á Alþingi. Setja þurfi reglur sem hafi þetta eðli Alþingis til hliðsjónar til þess að taka á þessum vanda. „Ég myndi fyrst og fremst vilja laga þetta með því að gera samband ríkisstjórnarinnar og Alþingis heilbrigðara, það væri fyrsta skrefið,“ segir Helgi sem telur að flestir þingmenn myndi sér málefnalega skoðun á þeim málum sem komi til kasta Alþingis en þegar greidd eru atkvæði fylgja þau yfirleitt línum eftir því hver er í ríkisstjórn og hver er í stjórnarandstöðu.„Þegar það er aðalatriðið í stjórnmálum þá erum við ekki að tala um málefnin sem skipta þjóðinni máli. Það er vandamálið.“„Elliíbúðir“ fyrir leigjendur Húsnæðisvandi ungs fólks hefur verið í brennidepli undanfarna mánuði en erfitt getur reynst fyrir ungt fólk að kaupa sér fasteign á sama tíma og húsnæðisverð fer hækkandi. Helgi Hrafn var spurður um stefnu Pírata í húsnæðismálum og segir hann að stefna Pírata sé að gera stórátök í byggingu íbúða sem hugsaðar séu til langtíma leigu, eyrnamerktar leigjendum á sama hátt og íbúðir sem séu sérstaklega ætlaðar fyrir þá sem náð hafa ákveðnum aldri. „Þetta er gert með íbúðir fyrir aldraða, það eru kvaðir á þeim sem segja að það megi bara selja þær öldruðum. Það þýðir að verðið á þessum íbúðum er ónæmt fyrir umframeftispurn á markaði eins og ferðaþjónustu, airbnb og því. Þú myndar ákveðna vernd fyrir þann hóp með því að gera þetta.“ Þetta muni leiða til þess að leigjendum séu tryggðar öruggar íbúðir og að þeir fái skjól fyrir ákveðnum markaðsþáttum sem geri stöðu leigjenda ótrygga í dag.„Það verður meiri samkeppni á leikumarkaði sem þýðir að leigan lækkar. Það ætti þá að gera það að verkum að fólk gæti sparað sér fyrir íbúðum.“Sjá má þáttinn í heild sinni hér fyrir ofan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15