Grunur um falsaðar undirskriftir hjá fleiri flokkum Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. október 2017 19:30 Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. Formenn yfirkjörstjórna bæði í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður staðfestu í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að grunur léki á um að framboðslistar fleiri flokka innihéldu slíkar undirskriftir, en vildu ekki gefa upp um hvaða flokka væri að ræða. Þeir flokkar hafi hins vegar náð tilskyldum lágmarksfjölda undirskrifta utan þessara tilvika og listarnir því gildir. Líkt og fram hefur komið dró Íslenska þjóðfylkingin framboðslista sína til baka í öllum kjördæmum í dag. Fréttastofa náði engu sambandi við forsvarsmenn eða frambjóðendur flokksins í dag og á kosningaskrifstofunni við Dalshraun í Hafnarfirði var allt lokað og læst. Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti, segir að ef nöfn á framboðslistum séu fölsuð sé þar um skýrt skjalafalsbrot að ræða, en slík brot geta samkvæmt lögum varðað allt að átta ára fangelsi. Jón Þór segir ekki skipta máli í þessu samhengi þó listarnir hafi verið dregnir til baka. Hann segir hins vegar að sönnunarbyrði í slíkum málum sé oft erfið, enda sé það ekki svo að forsvarsmaður viðkomandi stjórnmálaflokks beri sjálfkrafa ábyrgð á brotinu, heldur einfaldlega sá sem framkvæmdi fölsunina með eigin hendi. Kosningar 2017 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Sjá meira
Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. Formenn yfirkjörstjórna bæði í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður staðfestu í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að grunur léki á um að framboðslistar fleiri flokka innihéldu slíkar undirskriftir, en vildu ekki gefa upp um hvaða flokka væri að ræða. Þeir flokkar hafi hins vegar náð tilskyldum lágmarksfjölda undirskrifta utan þessara tilvika og listarnir því gildir. Líkt og fram hefur komið dró Íslenska þjóðfylkingin framboðslista sína til baka í öllum kjördæmum í dag. Fréttastofa náði engu sambandi við forsvarsmenn eða frambjóðendur flokksins í dag og á kosningaskrifstofunni við Dalshraun í Hafnarfirði var allt lokað og læst. Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti, segir að ef nöfn á framboðslistum séu fölsuð sé þar um skýrt skjalafalsbrot að ræða, en slík brot geta samkvæmt lögum varðað allt að átta ára fangelsi. Jón Þór segir ekki skipta máli í þessu samhengi þó listarnir hafi verið dregnir til baka. Hann segir hins vegar að sönnunarbyrði í slíkum málum sé oft erfið, enda sé það ekki svo að forsvarsmaður viðkomandi stjórnmálaflokks beri sjálfkrafa ábyrgð á brotinu, heldur einfaldlega sá sem framkvæmdi fölsunina með eigin hendi.
Kosningar 2017 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Sjá meira