Geir svarar Heimi: Fór aldrei á bak við hann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. október 2017 09:29 Geir tók við formennsku KSÍ árið 2007 en lét af störfum fyrr á árinu. Mynd/KSÍ Geir Þorsteinsson segist ekki hafa farið á bak við Heimi Hallgrímsson þegar hann ræddi við Lars Lagerbäck um áframhaldandi störf fyrir KSÍ, eins og fram kom í viðtali við Heimi sem birtist í DV á föstudaginn. Þetta segir Geir í tilkynningu sem hann sendi mbl.is. Þar segir Geir, fyrrverandi formaður KSÍ og núverandi heiðursformaður, að hann hafi alltaf komið fram af heiðarleika. Ekkert hafi staðið í samningum Heimis um það að sambandið mætti ekki ræða við Lars Lagerbäck um áframhaldandi störf, og að viðræður sambandsins við Lars hafi verið á obinberum vettvangi.Sjá einnig: KSÍ fór á bak við Heimi sem hefði íhugað að hætta hefði Lars verið áframHeimir sagði hins vegar að í samningi sínum hafi staðið að hann myndi taka við stjórn landsliðsins eftir Evrópumótið í Frakklandi, og því hefði KSÍ brotið samninginn þegar sambandið ræddi við Lars um áhuga hans á því að halda áfram með liðið.Pistill Geirs hljóðaði svona:„Ísland er komið á HM. Til hamingju leikmenn, þjálfarar og allir sem lögðu hönd á plóg sem eru ófáir. Sannarlega glæsilegt afrek hjá ykkur í heimi knattspyrnunnar. Ég lít stoltur til baka og minnist þess þegar ég hafði samband við Heimi Hallgrímsson knattspyrnuþjálfara og bauð honum að koma til starfa fyrir KSÍ. Þá hafði enginn – ég ítreka enginn – stungið upp á Heimi til þeirra starfa fyrir KSÍ. Ég sá að þar fór sómamaður, efnilegur og metnaðarfullur þjálfari. Í viðtali í DV segir Heimir að ég hafi farið á bakvið sig í störfum mínum fyrir KSÍ. Þetta er rangt. Í störfum mínum innan knattspyrnuhreyfingarinnar kom ég ávallt fram af heiðarleika. Hið rétta er að KSÍ samdi við Heimi um að taka við landsliðinu að lokinni úrslitakeppni EM 2016. Ekkert í þeim samningi kom í veg fyrir að ég ræddi við Lars Lagerbäck um hvort hann hefði áhuga á að halda áfram eftir úrslitakeppni EM 2016. KSÍ bar ekki að leita samþykkis Heimis en ég gerði mér fyllilega grein fyrir því hver vilji hans var enda skjalfast. Áhugi KSÍ að hafa Lars áfram í starfi kom fram á opinberum vettvangi og var öllum ljós. Aldrei kom til samningsviðræðna við Lars því hann ákvað að láta staðar numið. Ræða má ef og hefði. Ef Lars hefði viljað halda áfram, hefði KSÍ orðið að óska eftir breytingum á samningi sínum við Heimi ella greiða umsamdar bætur. Til þess kom hins vegar aldrei og KSÍ hefur í einu og öllu staðið við sinn samning við Heimi. Rétt er að Heimir var ósáttur við þessa atburðarás og tjáði mér það. Hins vegar er það svo að stjórnun KSÍ er í höndum stjórnar og ársþings. Oft er reynt að verða við óskum þjálfara landsliða en það er engu að síður stjórn KSÍ sem gætir heildarhagsmuna sambandsins. Það að Heimir hafi verið ósáttur við mín vinnubrögð í þessu máli skil ég – en ég fór að vilja KSÍ í málinu og á bakvið Heimi fór ég aldrei. Mitt ráð til hans og þeirra sem njóta nú þess mikla afreks að Ísland er komið á HM, er að koma fram af auðmýkt og þakklæti. Við stöndum nú öll á öxlum risa sem eru störf og afrek þeirra sem á undan okkur gengu í knattspyrnuhreyfingunni.“ Með vinsemd og virðingu, Geir Þorsteinsson, heiðursformaður KSÍ. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira
Geir Þorsteinsson segist ekki hafa farið á bak við Heimi Hallgrímsson þegar hann ræddi við Lars Lagerbäck um áframhaldandi störf fyrir KSÍ, eins og fram kom í viðtali við Heimi sem birtist í DV á föstudaginn. Þetta segir Geir í tilkynningu sem hann sendi mbl.is. Þar segir Geir, fyrrverandi formaður KSÍ og núverandi heiðursformaður, að hann hafi alltaf komið fram af heiðarleika. Ekkert hafi staðið í samningum Heimis um það að sambandið mætti ekki ræða við Lars Lagerbäck um áframhaldandi störf, og að viðræður sambandsins við Lars hafi verið á obinberum vettvangi.Sjá einnig: KSÍ fór á bak við Heimi sem hefði íhugað að hætta hefði Lars verið áframHeimir sagði hins vegar að í samningi sínum hafi staðið að hann myndi taka við stjórn landsliðsins eftir Evrópumótið í Frakklandi, og því hefði KSÍ brotið samninginn þegar sambandið ræddi við Lars um áhuga hans á því að halda áfram með liðið.Pistill Geirs hljóðaði svona:„Ísland er komið á HM. Til hamingju leikmenn, þjálfarar og allir sem lögðu hönd á plóg sem eru ófáir. Sannarlega glæsilegt afrek hjá ykkur í heimi knattspyrnunnar. Ég lít stoltur til baka og minnist þess þegar ég hafði samband við Heimi Hallgrímsson knattspyrnuþjálfara og bauð honum að koma til starfa fyrir KSÍ. Þá hafði enginn – ég ítreka enginn – stungið upp á Heimi til þeirra starfa fyrir KSÍ. Ég sá að þar fór sómamaður, efnilegur og metnaðarfullur þjálfari. Í viðtali í DV segir Heimir að ég hafi farið á bakvið sig í störfum mínum fyrir KSÍ. Þetta er rangt. Í störfum mínum innan knattspyrnuhreyfingarinnar kom ég ávallt fram af heiðarleika. Hið rétta er að KSÍ samdi við Heimi um að taka við landsliðinu að lokinni úrslitakeppni EM 2016. Ekkert í þeim samningi kom í veg fyrir að ég ræddi við Lars Lagerbäck um hvort hann hefði áhuga á að halda áfram eftir úrslitakeppni EM 2016. KSÍ bar ekki að leita samþykkis Heimis en ég gerði mér fyllilega grein fyrir því hver vilji hans var enda skjalfast. Áhugi KSÍ að hafa Lars áfram í starfi kom fram á opinberum vettvangi og var öllum ljós. Aldrei kom til samningsviðræðna við Lars því hann ákvað að láta staðar numið. Ræða má ef og hefði. Ef Lars hefði viljað halda áfram, hefði KSÍ orðið að óska eftir breytingum á samningi sínum við Heimi ella greiða umsamdar bætur. Til þess kom hins vegar aldrei og KSÍ hefur í einu og öllu staðið við sinn samning við Heimi. Rétt er að Heimir var ósáttur við þessa atburðarás og tjáði mér það. Hins vegar er það svo að stjórnun KSÍ er í höndum stjórnar og ársþings. Oft er reynt að verða við óskum þjálfara landsliða en það er engu að síður stjórn KSÍ sem gætir heildarhagsmuna sambandsins. Það að Heimir hafi verið ósáttur við mín vinnubrögð í þessu máli skil ég – en ég fór að vilja KSÍ í málinu og á bakvið Heimi fór ég aldrei. Mitt ráð til hans og þeirra sem njóta nú þess mikla afreks að Ísland er komið á HM, er að koma fram af auðmýkt og þakklæti. Við stöndum nú öll á öxlum risa sem eru störf og afrek þeirra sem á undan okkur gengu í knattspyrnuhreyfingunni.“ Með vinsemd og virðingu, Geir Þorsteinsson, heiðursformaður KSÍ.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira