Telma segir frá áreitni þriggja manna Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2017 06:00 Fjölmiðlakonan Telma Tómasson. Vísir/Eyþór Árnason Fjölmiðlakonan Telma Tómasson segir frá þremur mönnum, sem áreittu hana kynferðislega þegar hún var ung stúlka, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Hún segir virtan kennara og vin hafa ítrekað leitað á hana þegar hún var 17 eða 18 ára gömul, bónda hafa skriðið upp í rúm hjá henni í skjóli nætur þegar hún var 15 ára gömul og ókunnugan mann á miðjum aldri hafa króað hana af í boði. Tilefni greinar Telmu er sá fjöldi leikkvenna sem hefur að undanförnu stigið fram og sakað kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Telma segir ávirðingar leikkvennanna í Hollywood enga nýlundu og að yfirlýsingar af svipuðu toga séu æ algengari á síðum fjöl- og samfélagsmiðla.Vildi eiga „ævintýri“ sem ekki þoldi dagsljósið „Það eru Weinsteinar allt í kringum okkar. „Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga „ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið. Reyndar segir málshátturinn úr hinum forna kveðskap Hávamálum: þjóð veit þá þrír eru, en nútímaformið á orðatiltækinu lýsir betur leyndarhjúpnum sem kennarakarlinn vildi sveipa utan um athæfið,“ skrifar Telma. Hún segir bóndann sem skreið upp í hjá henni í skjóli nætur þegar hún var fimmtán ára gömul einnig hafa viljað ævintýri. „En ókunnugi maðurinn í boðinu gekk bara hreint til verks, króaði skankalanga stelpuna af úti í horni og virtist slétt sama þótt gestir hans, sem skemmtu sér í næsta herbergi, yrðu hugsanlega vitni að kynferðislegri áreitni miðaldra karls,“ skrifar Telma.Ísköld hótun um kynferðislega nauðung Hún segir að henni verði oft hugsað til þess hvað hefði gefið þessum þremur mönnum leyfi til að ganga svona á óþroskaða, unga sál. „Menn sem sjálfir áttu dætur. Menn sem sjálfir áttu eiginkonur. Ábyrgð og mannelska fokin út í veður og vind ef þeir aðeins fengju að eiga sitt ,,ævintýri“ – ísköld hótun um kynferðislega nauðung, sem stal traustinu og kom sér tryggilega fyrir í hjartafylgsnum stúlkunnar. Til allrar hamingju hafði hún bein í nefinu og nægan kraft til að gefa þeim langt nef og koma þannig í veg fyrir frekari sálarskaða. Kuldinn sat samt eftir og karlarnir áttu þögnina vísa. Þar til nú,“ ritar Telma.Aðeins sumir fordæma upphátt Langflestir fordæmi hegðun kynlífsrándýra, en aðeins sumir orða það upphátt að sögn Telmu. „Þessir sumir eru yfirleitt konur og þótt undantekningin sanni regluna, þá kjósa langflestir karlar að líta undan. Þögnin er á köflum ærandi og þá er spurt: af hverju? Er þetta einbeittur brotavilji, þögul samantekin ráð? Varla. Skammast þeir sín fyrir kynbræður sína, en þora ekki að nefna það af ótta við að vera stimplaðir og útskúfaðir úr karlaklúbbnum? Kannski. Eða er hugsanlegt að það sé ómeðvitað innprentað í undirmeðvitund samfélags okkar og menningu að karlmenn megi athugasemdalaust leita á stúlkur og konur á óviðeigandi hátt, kúga og valdbeita? Leynilegur kóði meitlaður í spjöld sögunnar.“ Telma segir að slíkri hugsanavillu þurfi að breyta, sé það reyndin. Gott sé að vita til þess að Weinsteinar þessa heims séu í minnihluta og traustir strákar í miklum meirihluta. „Strákarnir sem við elskum að elska. Því hef ég fulla trú á sonum, bræðrum, feðrum, frændum og öfum þessa lands að stökkva á vagninn. Standið með dætrum ykkar, systrum, mæðrum, vinkonum, frænkum og eiginkonum. Standið með réttlæti. Mótmælið þöggun og ofbeldi. Strákar, hafið hátt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þjóð veit þá þrír vita Oft verður mér hugsað til þess hvað gaf þessum þremur mönnum leyfi til að ganga svona á óþroskaða, unga sál. 16. október 2017 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fjölmiðlakonan Telma Tómasson segir frá þremur mönnum, sem áreittu hana kynferðislega þegar hún var ung stúlka, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Hún segir virtan kennara og vin hafa ítrekað leitað á hana þegar hún var 17 eða 18 ára gömul, bónda hafa skriðið upp í rúm hjá henni í skjóli nætur þegar hún var 15 ára gömul og ókunnugan mann á miðjum aldri hafa króað hana af í boði. Tilefni greinar Telmu er sá fjöldi leikkvenna sem hefur að undanförnu stigið fram og sakað kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Telma segir ávirðingar leikkvennanna í Hollywood enga nýlundu og að yfirlýsingar af svipuðu toga séu æ algengari á síðum fjöl- og samfélagsmiðla.Vildi eiga „ævintýri“ sem ekki þoldi dagsljósið „Það eru Weinsteinar allt í kringum okkar. „Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga „ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið. Reyndar segir málshátturinn úr hinum forna kveðskap Hávamálum: þjóð veit þá þrír eru, en nútímaformið á orðatiltækinu lýsir betur leyndarhjúpnum sem kennarakarlinn vildi sveipa utan um athæfið,“ skrifar Telma. Hún segir bóndann sem skreið upp í hjá henni í skjóli nætur þegar hún var fimmtán ára gömul einnig hafa viljað ævintýri. „En ókunnugi maðurinn í boðinu gekk bara hreint til verks, króaði skankalanga stelpuna af úti í horni og virtist slétt sama þótt gestir hans, sem skemmtu sér í næsta herbergi, yrðu hugsanlega vitni að kynferðislegri áreitni miðaldra karls,“ skrifar Telma.Ísköld hótun um kynferðislega nauðung Hún segir að henni verði oft hugsað til þess hvað hefði gefið þessum þremur mönnum leyfi til að ganga svona á óþroskaða, unga sál. „Menn sem sjálfir áttu dætur. Menn sem sjálfir áttu eiginkonur. Ábyrgð og mannelska fokin út í veður og vind ef þeir aðeins fengju að eiga sitt ,,ævintýri“ – ísköld hótun um kynferðislega nauðung, sem stal traustinu og kom sér tryggilega fyrir í hjartafylgsnum stúlkunnar. Til allrar hamingju hafði hún bein í nefinu og nægan kraft til að gefa þeim langt nef og koma þannig í veg fyrir frekari sálarskaða. Kuldinn sat samt eftir og karlarnir áttu þögnina vísa. Þar til nú,“ ritar Telma.Aðeins sumir fordæma upphátt Langflestir fordæmi hegðun kynlífsrándýra, en aðeins sumir orða það upphátt að sögn Telmu. „Þessir sumir eru yfirleitt konur og þótt undantekningin sanni regluna, þá kjósa langflestir karlar að líta undan. Þögnin er á köflum ærandi og þá er spurt: af hverju? Er þetta einbeittur brotavilji, þögul samantekin ráð? Varla. Skammast þeir sín fyrir kynbræður sína, en þora ekki að nefna það af ótta við að vera stimplaðir og útskúfaðir úr karlaklúbbnum? Kannski. Eða er hugsanlegt að það sé ómeðvitað innprentað í undirmeðvitund samfélags okkar og menningu að karlmenn megi athugasemdalaust leita á stúlkur og konur á óviðeigandi hátt, kúga og valdbeita? Leynilegur kóði meitlaður í spjöld sögunnar.“ Telma segir að slíkri hugsanavillu þurfi að breyta, sé það reyndin. Gott sé að vita til þess að Weinsteinar þessa heims séu í minnihluta og traustir strákar í miklum meirihluta. „Strákarnir sem við elskum að elska. Því hef ég fulla trú á sonum, bræðrum, feðrum, frændum og öfum þessa lands að stökkva á vagninn. Standið með dætrum ykkar, systrum, mæðrum, vinkonum, frænkum og eiginkonum. Standið með réttlæti. Mótmælið þöggun og ofbeldi. Strákar, hafið hátt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þjóð veit þá þrír vita Oft verður mér hugsað til þess hvað gaf þessum þremur mönnum leyfi til að ganga svona á óþroskaða, unga sál. 16. október 2017 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þjóð veit þá þrír vita Oft verður mér hugsað til þess hvað gaf þessum þremur mönnum leyfi til að ganga svona á óþroskaða, unga sál. 16. október 2017 06:00