Segir Miðflokkinn geta sýnt fram á það fyrir kosningar hvernig efna eigi kosningaloforðin Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. október 2017 19:00 Miðflokkurinn kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi alþingiskosningar nú síðdegis í dag. Formaður flokksins vill ráðast í víðtækar kerfisbreytingar komist flokkurinn til valda og segist geta sýnt fram á það, fyrir kosningar hvernig efna eigi kosningaloforðin. Helstu stefnumál Miðflokksins fyrir komandi alþingiskosningar eru heildar endurskipulagning fjármálakerfisins, málefni atvinnulífsins og nýsköpunar, menntunar og vísinda. Endurskipulagning heilbrigðiskerfisins og réttindi eldri borgara. Að því við bættu ætlar flokkurinn að beita sér í byggðamálum og gera landið að einni heild á mörgum sviðum í stjórnkerfinu. Getur flokkurinn sýnt fram á það fyrir kosningar hvernig koma á þessum verkefnum í framkvæmd?„Já, þessi verkefni sem ég kynnti í dag, var ekki tæmandi, en verkefnin sem ég kynnti í dag eiga það öll sammerkt að snúast um kerfisbreytingar. Til dæmis heilbrigðismálin, þetta snýst ekki bara um hversu miklir peningar fara inn í þau, þessa snýst um að kerfið virki sem best og að við fáum sem mest fyrir fjármagnið og varðandi endurskipulagningu fjármálakerfisins, að þá er alveg einstakt tækifæri til þess núna. Það tækifæri kemur ekki aftur. Og þá er kannski það besta við það að ríkisstjórnin skildi fara frá og að við fengum kosningar á þessum tíma þá gafst tækifæri til þess að fylgja því eftir,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur áréttar á Miðflokkurinn sé róttækur umbótaflokkur sem sé tilbúinn til þess að fara nýjar leiðir... „Markmiðin okkar eru ófrávíkjanleg en leiðirnar, við getum skoðað þær ef aðrir eru með betri hugmyndir,“ segir Sigmundur.Getur þú mátað þig við annan flokk til samstarfs?„Ég ætla ekki að útiloka neinn fyrirfram. Ég er aðeins búinn að skoða hvað hinir flokkarnir hafa upp á að bjóða og margt af því er svona hæfilega óskýrt hjá þeim til þess að maður geti vonast til þess að lagi sig bara að okkur,“ segir Sigmundur. Í nýjustu skoðanakönnun Félagsvísingastofnunnar mælist flokkurinn með 6,4% fylgi og lækkar um 3% frá því fyrir viku. „Nokkurn veginn á sama tíma vorum við með frá 9,5 og upp í 10,7% hjá þremur fyrirtækjum. Félagsvísindastofnun skar sig aðeins úr en það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist hjá þeim,“ segir Sigmundur.Á flokkurinn eftir að bæta frekar í á næstu tveimur vikum?„Ég vona það. Við þurfum að hafa sæmilega sterkt umboð ef við ætlum að ná að koma þessum málum áleiðis í hugsanlegri stjórnarmyndun,“ segir Sigmundur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir stefnumál flokkanna að mörgu leyti keimlík Miðflokkurinn, stjórnmálaafl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, mun kynna stefnumál sín fyrir komandi alþingiskosningar klukkan þrjú í dag. 15. október 2017 13:36 Í beinni: Miðflokkurinn kynnir kosningastefnu sína Kosningastefna Miðflokksins kynnt á fundi í Rúgbrauðsgerðinni. 15. október 2017 15:02 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira
Miðflokkurinn kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi alþingiskosningar nú síðdegis í dag. Formaður flokksins vill ráðast í víðtækar kerfisbreytingar komist flokkurinn til valda og segist geta sýnt fram á það, fyrir kosningar hvernig efna eigi kosningaloforðin. Helstu stefnumál Miðflokksins fyrir komandi alþingiskosningar eru heildar endurskipulagning fjármálakerfisins, málefni atvinnulífsins og nýsköpunar, menntunar og vísinda. Endurskipulagning heilbrigðiskerfisins og réttindi eldri borgara. Að því við bættu ætlar flokkurinn að beita sér í byggðamálum og gera landið að einni heild á mörgum sviðum í stjórnkerfinu. Getur flokkurinn sýnt fram á það fyrir kosningar hvernig koma á þessum verkefnum í framkvæmd?„Já, þessi verkefni sem ég kynnti í dag, var ekki tæmandi, en verkefnin sem ég kynnti í dag eiga það öll sammerkt að snúast um kerfisbreytingar. Til dæmis heilbrigðismálin, þetta snýst ekki bara um hversu miklir peningar fara inn í þau, þessa snýst um að kerfið virki sem best og að við fáum sem mest fyrir fjármagnið og varðandi endurskipulagningu fjármálakerfisins, að þá er alveg einstakt tækifæri til þess núna. Það tækifæri kemur ekki aftur. Og þá er kannski það besta við það að ríkisstjórnin skildi fara frá og að við fengum kosningar á þessum tíma þá gafst tækifæri til þess að fylgja því eftir,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur áréttar á Miðflokkurinn sé róttækur umbótaflokkur sem sé tilbúinn til þess að fara nýjar leiðir... „Markmiðin okkar eru ófrávíkjanleg en leiðirnar, við getum skoðað þær ef aðrir eru með betri hugmyndir,“ segir Sigmundur.Getur þú mátað þig við annan flokk til samstarfs?„Ég ætla ekki að útiloka neinn fyrirfram. Ég er aðeins búinn að skoða hvað hinir flokkarnir hafa upp á að bjóða og margt af því er svona hæfilega óskýrt hjá þeim til þess að maður geti vonast til þess að lagi sig bara að okkur,“ segir Sigmundur. Í nýjustu skoðanakönnun Félagsvísingastofnunnar mælist flokkurinn með 6,4% fylgi og lækkar um 3% frá því fyrir viku. „Nokkurn veginn á sama tíma vorum við með frá 9,5 og upp í 10,7% hjá þremur fyrirtækjum. Félagsvísindastofnun skar sig aðeins úr en það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist hjá þeim,“ segir Sigmundur.Á flokkurinn eftir að bæta frekar í á næstu tveimur vikum?„Ég vona það. Við þurfum að hafa sæmilega sterkt umboð ef við ætlum að ná að koma þessum málum áleiðis í hugsanlegri stjórnarmyndun,“ segir Sigmundur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir stefnumál flokkanna að mörgu leyti keimlík Miðflokkurinn, stjórnmálaafl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, mun kynna stefnumál sín fyrir komandi alþingiskosningar klukkan þrjú í dag. 15. október 2017 13:36 Í beinni: Miðflokkurinn kynnir kosningastefnu sína Kosningastefna Miðflokksins kynnt á fundi í Rúgbrauðsgerðinni. 15. október 2017 15:02 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira
Sigmundur Davíð segir stefnumál flokkanna að mörgu leyti keimlík Miðflokkurinn, stjórnmálaafl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, mun kynna stefnumál sín fyrir komandi alþingiskosningar klukkan þrjú í dag. 15. október 2017 13:36
Í beinni: Miðflokkurinn kynnir kosningastefnu sína Kosningastefna Miðflokksins kynnt á fundi í Rúgbrauðsgerðinni. 15. október 2017 15:02