Heilsíðuauglýsing klámkóngsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. október 2017 07:46 Larry Flynt hefur lengi látið sig stjórnmál varða. Hér er hann á blaðamannafundi á heimili sínu þar sem hann greindi frá framboði hans til ríkisstjóra Kaliforníu. Vísir/Getty Larry Flint, stofnandi klámritsins Hustler, býður 10 milljónir dala, rúmlega milljarð íslenskra króna, fyrir upplýsingar sem gætu leitt til þess að Bandaríkjaforseti verði kærður fyrir embættisbrot og í kjölfarið vikið úr embætti. Þetta fór ekki framhjá neinum sem fletti sig í gegnum sunnudagsútgáfu Washington Post í gær. Þar mátti sjá heilsíðuauglýsingu frá Flynt og Hustler þar sem greint var frá peningagjöfinni. Greint var fyrst frá auglýsingunni á laugardag, þegar upplýsingar um hana láku úr ritstjórninni. Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Engar myndir, bara mikið letur.Washington PostÍ henni segir Flynt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé „ólögmætur“ og að hann hafi einungis náð kjöri vegna „sérviskulegs, úrelts kosningafyrirkomulags.“ Visar Flynt þar til þeirrar staðreyndar að þrátt fyrir að Trump hafi fengið um 3 milljónum færri atkvæði en mótframbjóðandi hans, Hillary Clinton, fékk hann engu að síður fleiri kjörmenn sem tryggðu honum sigurinn. Auglýsingin segir að sama skapi að ef víkja ætti forsetanum úr embætti þyrfti „óvefengjanlegar“ upplýsingar og því væri Hustler og Flynt reiðubúin að láta slíka upphæð af hendi rakna.Ástæðurnar margar og fjölbreyttar Í auglýsingunni, sem er eiginlega ekkert nema texti, rekur Flynt ástæður þess að hann telur að Trump verði að víkja. Nefnir hann meðal annars brottvikningu fyrrverandi forstjóra FBI, James Comey, og yfirlýsingar forsetans um að Bandaríkin hafi dregið sig úr Parísarsamkomulaginu. Þá nefnir hann jafnframt það sem hann segir lélegar yfirlýsingar Trump eftir samkomu nýnasistanna í Charlottesville. Tókst honum ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að fordæma þjóðernissinnana sem urðu einni að konu að bana. Sökin lægi hjá „báðum fylkingunum“ að mati Trump og fór það öfugt ofan í marga. Þá óttast Flynt jafnframt að Donald Trump skuli hafa, með sitt lundarfar, valdið til að hefja kjarnorkustríð. „Að víkja honum úr embætti yrði sóðalegt, umdeilt ferli en í samaburði yrðu þrjú ár í viðbót af óstöðugleika og vanhæfi ennþá verri.“Áður boðið 100 milljónir Flynt hefur áður heitið peningaverðlaunum hverjum þeim sem gæti reitt fram myndband sem sýndi þáverandi forsetaframbjóðandann Trump við „ólöglegt athæfi eða í lítillækkandi kynlífsathöfnum.“ Það gerði hann síðast í október í fyrra, mánuði fyrir kosningarnar vestanhafs, eftir að greint var frá mögulegri tilvist upptöku sem sýna átti Trump með vændiskonum á hóteli í Moskvu. Þetta myndband hefur aldrei litið dagsins ljós og efast margir um tilvist þess. Því var Flynt tilbúinn að greiða milljón dali, rúmlega 100 milljónir króna, fyrir myndbandið - væri það til. Donald Trump Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Larry Flint, stofnandi klámritsins Hustler, býður 10 milljónir dala, rúmlega milljarð íslenskra króna, fyrir upplýsingar sem gætu leitt til þess að Bandaríkjaforseti verði kærður fyrir embættisbrot og í kjölfarið vikið úr embætti. Þetta fór ekki framhjá neinum sem fletti sig í gegnum sunnudagsútgáfu Washington Post í gær. Þar mátti sjá heilsíðuauglýsingu frá Flynt og Hustler þar sem greint var frá peningagjöfinni. Greint var fyrst frá auglýsingunni á laugardag, þegar upplýsingar um hana láku úr ritstjórninni. Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Engar myndir, bara mikið letur.Washington PostÍ henni segir Flynt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé „ólögmætur“ og að hann hafi einungis náð kjöri vegna „sérviskulegs, úrelts kosningafyrirkomulags.“ Visar Flynt þar til þeirrar staðreyndar að þrátt fyrir að Trump hafi fengið um 3 milljónum færri atkvæði en mótframbjóðandi hans, Hillary Clinton, fékk hann engu að síður fleiri kjörmenn sem tryggðu honum sigurinn. Auglýsingin segir að sama skapi að ef víkja ætti forsetanum úr embætti þyrfti „óvefengjanlegar“ upplýsingar og því væri Hustler og Flynt reiðubúin að láta slíka upphæð af hendi rakna.Ástæðurnar margar og fjölbreyttar Í auglýsingunni, sem er eiginlega ekkert nema texti, rekur Flynt ástæður þess að hann telur að Trump verði að víkja. Nefnir hann meðal annars brottvikningu fyrrverandi forstjóra FBI, James Comey, og yfirlýsingar forsetans um að Bandaríkin hafi dregið sig úr Parísarsamkomulaginu. Þá nefnir hann jafnframt það sem hann segir lélegar yfirlýsingar Trump eftir samkomu nýnasistanna í Charlottesville. Tókst honum ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að fordæma þjóðernissinnana sem urðu einni að konu að bana. Sökin lægi hjá „báðum fylkingunum“ að mati Trump og fór það öfugt ofan í marga. Þá óttast Flynt jafnframt að Donald Trump skuli hafa, með sitt lundarfar, valdið til að hefja kjarnorkustríð. „Að víkja honum úr embætti yrði sóðalegt, umdeilt ferli en í samaburði yrðu þrjú ár í viðbót af óstöðugleika og vanhæfi ennþá verri.“Áður boðið 100 milljónir Flynt hefur áður heitið peningaverðlaunum hverjum þeim sem gæti reitt fram myndband sem sýndi þáverandi forsetaframbjóðandann Trump við „ólöglegt athæfi eða í lítillækkandi kynlífsathöfnum.“ Það gerði hann síðast í október í fyrra, mánuði fyrir kosningarnar vestanhafs, eftir að greint var frá mögulegri tilvist upptöku sem sýna átti Trump með vændiskonum á hóteli í Moskvu. Þetta myndband hefur aldrei litið dagsins ljós og efast margir um tilvist þess. Því var Flynt tilbúinn að greiða milljón dali, rúmlega 100 milljónir króna, fyrir myndbandið - væri það til.
Donald Trump Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira