Tesla rekur hundruði starfsmanna Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2017 12:48 Heilmikil vandræði virðast innanhúss hjá Tesla nú um stundir. Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla í Bandaríkjunum rak um 400 starfsmenn sína í síðustu viku, þar á meðal fjölmarga yfirmenn og hópstjóra. Svo virðist sem heilmikil vandræði séu nú í herbúðum Tesla þar sem fyrirtækinu tekst illa upp við að auka framleiðslu sína þó svo yfir 450.000 pantanir liggi fyrir af nýjasta bíl Tesla, Model 3. Tesla er langt á eftir fyrri áætlunum um framleiðsluhraða og svo virðist sem geta fyrirtækisins til að auka við hann sé takmörkuð og það fer illa í yfirstjórn Tesla og því gætu þessar brottvikningar endurspeglað þann pirring. Tesla lét ekki vita af þessum brottvikningum, en fréttir þess efnis bárust í fyrstu frá fyrrum starfsmanni Tesla. Í fyrri áætlunum Tesla hefði nú átt að vera farin af stað heilmikil fjöldaframleiðsla á Tesla Model 3 bílnum, en engan veginn tekst að hraða framleiðslunni að neinu marki og á þriðja ársfjórðungi ársisns, frá júlí til september tókst aðeins að framleiða 260 Model 3 bíla. Á meðan bíða óþreyjufullir kaupendur, sem fyrir löngu hafa pantað sinn Model 3 bíl og horfa bara á að afgreiðslutíminn mun áfram lengjast og það umtalsvert ef Tesla fer ekki að takast að auka hraðann í framleiðslunni. Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla í Bandaríkjunum rak um 400 starfsmenn sína í síðustu viku, þar á meðal fjölmarga yfirmenn og hópstjóra. Svo virðist sem heilmikil vandræði séu nú í herbúðum Tesla þar sem fyrirtækinu tekst illa upp við að auka framleiðslu sína þó svo yfir 450.000 pantanir liggi fyrir af nýjasta bíl Tesla, Model 3. Tesla er langt á eftir fyrri áætlunum um framleiðsluhraða og svo virðist sem geta fyrirtækisins til að auka við hann sé takmörkuð og það fer illa í yfirstjórn Tesla og því gætu þessar brottvikningar endurspeglað þann pirring. Tesla lét ekki vita af þessum brottvikningum, en fréttir þess efnis bárust í fyrstu frá fyrrum starfsmanni Tesla. Í fyrri áætlunum Tesla hefði nú átt að vera farin af stað heilmikil fjöldaframleiðsla á Tesla Model 3 bílnum, en engan veginn tekst að hraða framleiðslunni að neinu marki og á þriðja ársfjórðungi ársisns, frá júlí til september tókst aðeins að framleiða 260 Model 3 bíla. Á meðan bíða óþreyjufullir kaupendur, sem fyrir löngu hafa pantað sinn Model 3 bíl og horfa bara á að afgreiðslutíminn mun áfram lengjast og það umtalsvert ef Tesla fer ekki að takast að auka hraðann í framleiðslunni.
Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent