Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 16. október 2017 13:04 Frá Druslugöngunni í sumar. Vísir/Laufey Elíasdóttir Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Talskona Druslugöngunnar segir að kynferðisofbeldi sé umfangsmikið og rótgróið samfélagsvandamál, og að nú sé tækifæri fyrir ráðamenn til að bregðast við. Það má segja að umfjöllun um kynferðisbrot kvikymndaframleiðandans Harvey Weinstein hafi komið af stað bylgju, en með myllumerkinu ég vísað í að þolendur Weinstein séu ekki einir, fjömargir hafi svipaðar sögur að segja og að kynferðisofbeldi sé algengara en flestir geri sér grein fyrir. Bandaríska leikkonan Rose McGowan starfaði með Weinstein en hún steig fram í vikunni og sagði hann hafa nauðgað sér. Í kjölfarið skrifaði leikkonan Alyssa Milano, sem lék á móti McGowan í sjónvarpsþáttunum Charmed, pistil á Twitter þar sem hún hvatti alla þá sem hafa orðið fyrir kynferðisáreiti til að tjá sig undir myllumerkinu #ég líka. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa nú gert það.Lilja Kristjánsdóttir er talskona Druslugöngunnar.Rótgróið og umfangsmikið vandamál Þá opnaði tónlistarkonan Björk sig um málið á Facebook um helgina þar sem hún sagði vandamálið hafa verið viðloðandi kvikmyndagerð um árabil og sagði danska leikstjórann Lars Von Trier hafa áreitt sig kynferðislega við tökur á myndinni Dancer in the Dark. Íslenskar konur hafa látið sig málefnið varða en sjónvarpskonan Telma Tómasson skrifar pistil í Fréttablaðið í dag þar sem hún tjáir sig áreitni þriggja manna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður pírata, og Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi eru á meðal þeirra sem hafa tjáð sig svipaða reynslu í dag. Lilja Kristjánsdóttir, talskona Druslugöngunnar, segir vandamálið rótgróið og umfangsmikið. „Hollywood er í rauninni að ganga í gegnum svipaða byltingu og Beauty Tips-byltingin var hér 2015 og það virðist vera að við Íslendingar ætlum að taka við þessari bylgju og halda áfram. Fólk hefur fengið nóg af þessari kynferðislegu áreitni og ofbeldi sem hefur viðgengist og verið afsakað svo lengi. Með þessari bylgju af konum og mönnum að segja frá reynslu sinni sannast enn og aftur hversu stórt samfélagsvandamál kynferðisofbeldi er,“ segir Lilja. Lilja segir mikilvægast að fólk átti sig á vandanum og að stjórnvöld og ráðamenn grípi til aðgerða. „Þetta er náttúrlega ekki í fyrsta sinn sem fólk fær nóg en vonandi er þetta skiptið þar sem nóg er nóg og við tökum á þessum samfélagsvanda. Það er eitthvað að gerast og vonandi munu stjórnvöld og við í þessu samfélagi taka þessu alvarlega og klára þetta og gera eitthvað í þessu í þetta skiptið.“Ég held ég geti fullyrt að ALLAR konur sem ég þekki (og ég líka) hafa orðið fyrir ofbeldi eða áreitni. #MeToo— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) October 16, 2017 Þekki enga konu sem ekki hefur verið áreitt. Já, þetta er svona. Og þarf að breytast. #MeToo— Birna Anna (@birnaanna) October 16, 2017 #metooNúna seinast á laugardaginn þegar kríp áreitti mig þegar ég var ein með barnið mitt í lest. ÖMURLEGT— Anna Margrét (@adhdkisan) October 16, 2017 MeToo Tengdar fréttir Telma segir frá áreitni þriggja manna "Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga "ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið.“ 16. október 2017 06:00 Þórhildur Sunna segir frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi: „Ég táraðist af sársauka“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hvetur karlmenn til þess að tala við aðra karlmenn um samþykki og mörk. 16. október 2017 08:45 Birna Rún opnar sig: „Þetta er meira og alvarlegra en fólk gerir sér almennt grein fyrir“ Leikkonan og Edduverðlaunahafinn Birna Rún Eiríksdóttir deilir sinni reynslu af andlegu ofbeldi. 16. október 2017 11:52 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Talskona Druslugöngunnar segir að kynferðisofbeldi sé umfangsmikið og rótgróið samfélagsvandamál, og að nú sé tækifæri fyrir ráðamenn til að bregðast við. Það má segja að umfjöllun um kynferðisbrot kvikymndaframleiðandans Harvey Weinstein hafi komið af stað bylgju, en með myllumerkinu ég vísað í að þolendur Weinstein séu ekki einir, fjömargir hafi svipaðar sögur að segja og að kynferðisofbeldi sé algengara en flestir geri sér grein fyrir. Bandaríska leikkonan Rose McGowan starfaði með Weinstein en hún steig fram í vikunni og sagði hann hafa nauðgað sér. Í kjölfarið skrifaði leikkonan Alyssa Milano, sem lék á móti McGowan í sjónvarpsþáttunum Charmed, pistil á Twitter þar sem hún hvatti alla þá sem hafa orðið fyrir kynferðisáreiti til að tjá sig undir myllumerkinu #ég líka. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa nú gert það.Lilja Kristjánsdóttir er talskona Druslugöngunnar.Rótgróið og umfangsmikið vandamál Þá opnaði tónlistarkonan Björk sig um málið á Facebook um helgina þar sem hún sagði vandamálið hafa verið viðloðandi kvikmyndagerð um árabil og sagði danska leikstjórann Lars Von Trier hafa áreitt sig kynferðislega við tökur á myndinni Dancer in the Dark. Íslenskar konur hafa látið sig málefnið varða en sjónvarpskonan Telma Tómasson skrifar pistil í Fréttablaðið í dag þar sem hún tjáir sig áreitni þriggja manna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður pírata, og Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi eru á meðal þeirra sem hafa tjáð sig svipaða reynslu í dag. Lilja Kristjánsdóttir, talskona Druslugöngunnar, segir vandamálið rótgróið og umfangsmikið. „Hollywood er í rauninni að ganga í gegnum svipaða byltingu og Beauty Tips-byltingin var hér 2015 og það virðist vera að við Íslendingar ætlum að taka við þessari bylgju og halda áfram. Fólk hefur fengið nóg af þessari kynferðislegu áreitni og ofbeldi sem hefur viðgengist og verið afsakað svo lengi. Með þessari bylgju af konum og mönnum að segja frá reynslu sinni sannast enn og aftur hversu stórt samfélagsvandamál kynferðisofbeldi er,“ segir Lilja. Lilja segir mikilvægast að fólk átti sig á vandanum og að stjórnvöld og ráðamenn grípi til aðgerða. „Þetta er náttúrlega ekki í fyrsta sinn sem fólk fær nóg en vonandi er þetta skiptið þar sem nóg er nóg og við tökum á þessum samfélagsvanda. Það er eitthvað að gerast og vonandi munu stjórnvöld og við í þessu samfélagi taka þessu alvarlega og klára þetta og gera eitthvað í þessu í þetta skiptið.“Ég held ég geti fullyrt að ALLAR konur sem ég þekki (og ég líka) hafa orðið fyrir ofbeldi eða áreitni. #MeToo— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) October 16, 2017 Þekki enga konu sem ekki hefur verið áreitt. Já, þetta er svona. Og þarf að breytast. #MeToo— Birna Anna (@birnaanna) October 16, 2017 #metooNúna seinast á laugardaginn þegar kríp áreitti mig þegar ég var ein með barnið mitt í lest. ÖMURLEGT— Anna Margrét (@adhdkisan) October 16, 2017
MeToo Tengdar fréttir Telma segir frá áreitni þriggja manna "Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga "ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið.“ 16. október 2017 06:00 Þórhildur Sunna segir frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi: „Ég táraðist af sársauka“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hvetur karlmenn til þess að tala við aðra karlmenn um samþykki og mörk. 16. október 2017 08:45 Birna Rún opnar sig: „Þetta er meira og alvarlegra en fólk gerir sér almennt grein fyrir“ Leikkonan og Edduverðlaunahafinn Birna Rún Eiríksdóttir deilir sinni reynslu af andlegu ofbeldi. 16. október 2017 11:52 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Telma segir frá áreitni þriggja manna "Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga "ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið.“ 16. október 2017 06:00
Þórhildur Sunna segir frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi: „Ég táraðist af sársauka“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hvetur karlmenn til þess að tala við aðra karlmenn um samþykki og mörk. 16. október 2017 08:45
Birna Rún opnar sig: „Þetta er meira og alvarlegra en fólk gerir sér almennt grein fyrir“ Leikkonan og Edduverðlaunahafinn Birna Rún Eiríksdóttir deilir sinni reynslu af andlegu ofbeldi. 16. október 2017 11:52