Fjögur þúsund fylgdust með fæðingunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. október 2017 20:00 Um fjögur þúsund manns fylgdust með fæðingu barns sem kom í heiminn í Keflavík á föstudag. Móðirin var með beina útsendingu frá fæðingunni á Snapchat. Sunna Rós Baxter fór í tæknisæðingu fyrir níu mánuðum eftir að hafa leitað til sæðisbanka í Danmörku. Hún fjallaði opinskátt um meðgönguna á Snapchat og leyfði síðan fjögur þúsund manns að fylgjast með barninu koma í heiminn á föstudag. Fæðingin tók tólf klukkustundir og var sýnd í beinni útsendingu frá stofugólfinu á heimili Sunnu. Hún segir ferlið stundum glamúrvætt og telur mikilvægt að sýna raunveruleikann. „Þú ert ekki í skóbúðinni og missir vatnið og ferð þaðan beint upp á spítala. Svo kemur barnið fimm mínútum síðar og þú ert enn með málninguna. Allir bara voða hressir," segir Sunna í léttum tón. „Ég held að það sé alveg nóg verið að sýna glansmyndina í sambandi við fæðingu, óléttu og eftir fæðingu og hvað maður sé nú fljótur að fara í skinny jeans," segir Sunna.Sunna Rós BaxterHún telur konur stundum feimnar við að ræða óþægilegu hlutina sem fylgja meðgöngu og fæðingu. „Það eru margar sem eru að fara í fæðingu og vita í rauninni ekki neitt af því það er enginn að segja þeim neitt. Það vill enginn hræða neinn, eins og maður geti eitthvað hætt við," segir Sunna. Frænka hennar sá að mestu leyti um myndatökuna en Sunna segir það lítið hafa truflað sig. „Þær voru ekkert eitthvað: „Nei lyftu aðeins upp höndinni, horfðu aðeins í myndavélina." Þetta var ekkert þannig og var ekkert þannig truflandi. Þær bara fylgdu mér," segir Sunna. Eftir fæðinguna hefur Sunna fjallað um áhrif barnsburðar á líkamann. Hún segir sársaukann sem fylgir fæðingu hafa komið sér á óvart þegar hún átti fyrra barnið sitt og telur vanta fræðslu og umræðu. „Maður getur ekki setið almennilega, er allur rifinn og það er varla hægt að pissa og allt þetta. Það er enginn að ræða þetta. Það eru allir bara: „Æji þetta er svo æðislegt, þetta er allt þess virði." Jú, jú, þetta er það náttúrulega en þetta er ekkert búið þegar barnið er komið," segir Sunna. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Um fjögur þúsund manns fylgdust með fæðingu barns sem kom í heiminn í Keflavík á föstudag. Móðirin var með beina útsendingu frá fæðingunni á Snapchat. Sunna Rós Baxter fór í tæknisæðingu fyrir níu mánuðum eftir að hafa leitað til sæðisbanka í Danmörku. Hún fjallaði opinskátt um meðgönguna á Snapchat og leyfði síðan fjögur þúsund manns að fylgjast með barninu koma í heiminn á föstudag. Fæðingin tók tólf klukkustundir og var sýnd í beinni útsendingu frá stofugólfinu á heimili Sunnu. Hún segir ferlið stundum glamúrvætt og telur mikilvægt að sýna raunveruleikann. „Þú ert ekki í skóbúðinni og missir vatnið og ferð þaðan beint upp á spítala. Svo kemur barnið fimm mínútum síðar og þú ert enn með málninguna. Allir bara voða hressir," segir Sunna í léttum tón. „Ég held að það sé alveg nóg verið að sýna glansmyndina í sambandi við fæðingu, óléttu og eftir fæðingu og hvað maður sé nú fljótur að fara í skinny jeans," segir Sunna.Sunna Rós BaxterHún telur konur stundum feimnar við að ræða óþægilegu hlutina sem fylgja meðgöngu og fæðingu. „Það eru margar sem eru að fara í fæðingu og vita í rauninni ekki neitt af því það er enginn að segja þeim neitt. Það vill enginn hræða neinn, eins og maður geti eitthvað hætt við," segir Sunna. Frænka hennar sá að mestu leyti um myndatökuna en Sunna segir það lítið hafa truflað sig. „Þær voru ekkert eitthvað: „Nei lyftu aðeins upp höndinni, horfðu aðeins í myndavélina." Þetta var ekkert þannig og var ekkert þannig truflandi. Þær bara fylgdu mér," segir Sunna. Eftir fæðinguna hefur Sunna fjallað um áhrif barnsburðar á líkamann. Hún segir sársaukann sem fylgir fæðingu hafa komið sér á óvart þegar hún átti fyrra barnið sitt og telur vanta fræðslu og umræðu. „Maður getur ekki setið almennilega, er allur rifinn og það er varla hægt að pissa og allt þetta. Það er enginn að ræða þetta. Það eru allir bara: „Æji þetta er svo æðislegt, þetta er allt þess virði." Jú, jú, þetta er það náttúrulega en þetta er ekkert búið þegar barnið er komið," segir Sunna.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira