Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fer upp um þrjú sæti á heimslistanum í golfi kvenna.
Nýr listi var gefinn út í gær og þar er Ólafía í 181. sæti.
Ólafía hefur tekið risastökk á heimslistanum á þessu ári. Hún hefur farið upp um heil 523 sæti; úr 704. sæti í 181. sæti.
Valdís Þóra Jónsdóttir er áfram í 613. sæti á heimslistanum. Hún var í 742. sæti fyrir ári síðan.
Kylfingar frá Suður-Kóreu skipa þrjú af fjórum efstu sætum heimslistans. So Yeon Ryu er í 1. sæti, Sung Hyun Park í 2. sæti og In Gee Chun í því fjórða. Lexi Thompson frá Bandaríkjunum er svo í 3. sætinu.
Heimslistann í heild sinni má sjá með því að smella hér.
