Ítalir mæta Svíum í umspili um sæti á HM í Rússlandi á næsta ári. Dregið var í Zürich í Sviss í dag.
Ítalía hefur verið með á öllum heimsmeistaramótum síðan 1962 á meðan Svíþjóð hefur ekki verið með á HM síðan 2006.
Hin Norðurlandaþjóðin í pottinum, Danmörk, mætir Írlandi í áhugaverðri viðureign.
Þá mætir Króatía Grikklandi og Sviss og N-Írland eigast við. N-Írar hafa ekki verið með á HM síðan í Mexíkó 1986.
Fyrri leikirnir fara fram 9.-11. nóvember og þeir seinni 12.-14. nóvember.
Þessi lið mætast í umspili um sæti á HM 2018:
Sviss - N-Írland
Króatía - Grikkland
Danmörk - Írland
Ítalía - Svíþjóð
Ítalir mæta Svíum í umspilinu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið







Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti


Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið
Enski boltinn

Fleiri fréttir
