Njarðvík og Grindavík eigast við í stórleik 16-liða úrslita Maltbikars karla. Dregið var í hádeginu í dag.
Lið úr Domino's deildinni mætast í tveimur öðrum leikjum. Þór Ak. tekur á móti Hetti og Tindastóll sækir Val heim.
KR, sem hefur unnið bikarkeppnina undanfarin tvö ár, fær Vestra frá Ísafirði í heimsókn.
Einnig var dregið í 1. umferð Maltbikars kvenna. Aðeins fimm leikir eru í henni en ÍR, Valur og KR sitja hjá.
Bikarmeistarar Keflavíkur mæta 1. deildarliði Grindavíkur í Röstinni. Þá mætast Njarðvík og Stjarnan í Ljónagryfjunni.
Leikirnir fara fram 4.-6. nóvember næstkomandi.
16-liða úrslit karla:
Njarðvík - Grindavík
ÍR - Snæfell
Þór Ak - Höttur
KR - Vestri
Njarðvík b/Skallagrímur - Haukar
Keflavík - Fjölnir
Valur - Tindastóll
KR b - Breiðablik
13-liða úrslit kvenna:
Þór Ak - Snæfell
Fjölnir - Skallagrímur
Breiðablik - Haukar
Grindavík - Keflavík
Njarðvík - Stjarnan
Suðurnesjaslagur í 16-liða úrslitum hjá körlunum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti





Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn
