Píratar opna fyrir fjárlagatillögur sínar og kynna áherslumál Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2017 19:30 Píratar leggja meðal annars áherslu á hækkun persónuafsláttar um 312 þúsund krónur á næsta kjörtímabili, að draga úr skerðingum á lífeyri, samþykkja nýja stjórnarskrá og setja fiskveiðiheimildir á uppboð. Flokkurinn nýtur fylgis tíu prósenta kjósenda samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis. Píratar kynntu í dag kosningaáherslur sínar fyrir kosningarnar 28. október næst komandi. Helgi Hrafn Gunnarsson sem skipar 1. Sæti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður segir helstu málin vera heilbrigðismál og húsnæðismál. „En það er ýmislegt fleira í þessum bæklingi. Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að gefa út okkar breytingar á frumvarpi til fjárlaga. Þannig að aðrir flokkar, almenningur og fjölmiðlar geti kafað í tölurnar sem við erum að vinna með. Gagnrýnt þær eftir atvikum og komið með tillögur um hvað mætti betur fara. Þetta er leið okkar til þess í rauninni til að gera kosningabaráttuna sjálfa opnari og gegnsærri,“ segir Helgi Hrafn. Píratar segja að tillögur þeirra varðandi hækkun persónufrádráttar muni leiða til 3,1 prósenta hækkunar lágmarkslauna strax í janúar og 11,9 prósenta hækkunar á næsta kjörtímabili. Þá verði örorkulífeyrir hækkaður og eldri borgurum gert kleift að vinna lengur án þess að bætur þeirra skerðist. Stjórnsýslan verði gagnsærri, ráðist í endurskoðun stjórnarskrárinnar og fiskveiðiheimildir verði boðnar upp í skrefum svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt er í Fréttablaðinu í dag eru Vinstri græn enn leiðandi með 27 prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur með 22,2 prósent. Viðreisn nær í fyrsta skipti inn mönnum í könnunum að undanförnu, en Samfylking, Miðflokkur og Píratar njóta allir um 10 prósenta fylgis, Framsóknarflokkurinn er með 7,5 prósent en Flokkur fólksins næði ekki inn manni og Björt framtíð er við að þurrkast út. „Það er bara ómögulegt að segja fyrr en atkvæðin eru komin upp úr kjörkössunum. Því miður. Þetta er voðalega klént svar en það bara er þannig. Það er þannig sem stjórnir eru myndaðar á Íslandi,“ segir Helgi Hrafn. Kosningar 2017 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Sjá meira
Píratar leggja meðal annars áherslu á hækkun persónuafsláttar um 312 þúsund krónur á næsta kjörtímabili, að draga úr skerðingum á lífeyri, samþykkja nýja stjórnarskrá og setja fiskveiðiheimildir á uppboð. Flokkurinn nýtur fylgis tíu prósenta kjósenda samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis. Píratar kynntu í dag kosningaáherslur sínar fyrir kosningarnar 28. október næst komandi. Helgi Hrafn Gunnarsson sem skipar 1. Sæti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður segir helstu málin vera heilbrigðismál og húsnæðismál. „En það er ýmislegt fleira í þessum bæklingi. Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að gefa út okkar breytingar á frumvarpi til fjárlaga. Þannig að aðrir flokkar, almenningur og fjölmiðlar geti kafað í tölurnar sem við erum að vinna með. Gagnrýnt þær eftir atvikum og komið með tillögur um hvað mætti betur fara. Þetta er leið okkar til þess í rauninni til að gera kosningabaráttuna sjálfa opnari og gegnsærri,“ segir Helgi Hrafn. Píratar segja að tillögur þeirra varðandi hækkun persónufrádráttar muni leiða til 3,1 prósenta hækkunar lágmarkslauna strax í janúar og 11,9 prósenta hækkunar á næsta kjörtímabili. Þá verði örorkulífeyrir hækkaður og eldri borgurum gert kleift að vinna lengur án þess að bætur þeirra skerðist. Stjórnsýslan verði gagnsærri, ráðist í endurskoðun stjórnarskrárinnar og fiskveiðiheimildir verði boðnar upp í skrefum svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt er í Fréttablaðinu í dag eru Vinstri græn enn leiðandi með 27 prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur með 22,2 prósent. Viðreisn nær í fyrsta skipti inn mönnum í könnunum að undanförnu, en Samfylking, Miðflokkur og Píratar njóta allir um 10 prósenta fylgis, Framsóknarflokkurinn er með 7,5 prósent en Flokkur fólksins næði ekki inn manni og Björt framtíð er við að þurrkast út. „Það er bara ómögulegt að segja fyrr en atkvæðin eru komin upp úr kjörkössunum. Því miður. Þetta er voðalega klént svar en það bara er þannig. Það er þannig sem stjórnir eru myndaðar á Íslandi,“ segir Helgi Hrafn.
Kosningar 2017 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Sjá meira