Píratar opna fyrir fjárlagatillögur sínar og kynna áherslumál Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2017 19:30 Píratar leggja meðal annars áherslu á hækkun persónuafsláttar um 312 þúsund krónur á næsta kjörtímabili, að draga úr skerðingum á lífeyri, samþykkja nýja stjórnarskrá og setja fiskveiðiheimildir á uppboð. Flokkurinn nýtur fylgis tíu prósenta kjósenda samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis. Píratar kynntu í dag kosningaáherslur sínar fyrir kosningarnar 28. október næst komandi. Helgi Hrafn Gunnarsson sem skipar 1. Sæti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður segir helstu málin vera heilbrigðismál og húsnæðismál. „En það er ýmislegt fleira í þessum bæklingi. Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að gefa út okkar breytingar á frumvarpi til fjárlaga. Þannig að aðrir flokkar, almenningur og fjölmiðlar geti kafað í tölurnar sem við erum að vinna með. Gagnrýnt þær eftir atvikum og komið með tillögur um hvað mætti betur fara. Þetta er leið okkar til þess í rauninni til að gera kosningabaráttuna sjálfa opnari og gegnsærri,“ segir Helgi Hrafn. Píratar segja að tillögur þeirra varðandi hækkun persónufrádráttar muni leiða til 3,1 prósenta hækkunar lágmarkslauna strax í janúar og 11,9 prósenta hækkunar á næsta kjörtímabili. Þá verði örorkulífeyrir hækkaður og eldri borgurum gert kleift að vinna lengur án þess að bætur þeirra skerðist. Stjórnsýslan verði gagnsærri, ráðist í endurskoðun stjórnarskrárinnar og fiskveiðiheimildir verði boðnar upp í skrefum svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt er í Fréttablaðinu í dag eru Vinstri græn enn leiðandi með 27 prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur með 22,2 prósent. Viðreisn nær í fyrsta skipti inn mönnum í könnunum að undanförnu, en Samfylking, Miðflokkur og Píratar njóta allir um 10 prósenta fylgis, Framsóknarflokkurinn er með 7,5 prósent en Flokkur fólksins næði ekki inn manni og Björt framtíð er við að þurrkast út. „Það er bara ómögulegt að segja fyrr en atkvæðin eru komin upp úr kjörkössunum. Því miður. Þetta er voðalega klént svar en það bara er þannig. Það er þannig sem stjórnir eru myndaðar á Íslandi,“ segir Helgi Hrafn. Kosningar 2017 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Píratar leggja meðal annars áherslu á hækkun persónuafsláttar um 312 þúsund krónur á næsta kjörtímabili, að draga úr skerðingum á lífeyri, samþykkja nýja stjórnarskrá og setja fiskveiðiheimildir á uppboð. Flokkurinn nýtur fylgis tíu prósenta kjósenda samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis. Píratar kynntu í dag kosningaáherslur sínar fyrir kosningarnar 28. október næst komandi. Helgi Hrafn Gunnarsson sem skipar 1. Sæti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður segir helstu málin vera heilbrigðismál og húsnæðismál. „En það er ýmislegt fleira í þessum bæklingi. Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að gefa út okkar breytingar á frumvarpi til fjárlaga. Þannig að aðrir flokkar, almenningur og fjölmiðlar geti kafað í tölurnar sem við erum að vinna með. Gagnrýnt þær eftir atvikum og komið með tillögur um hvað mætti betur fara. Þetta er leið okkar til þess í rauninni til að gera kosningabaráttuna sjálfa opnari og gegnsærri,“ segir Helgi Hrafn. Píratar segja að tillögur þeirra varðandi hækkun persónufrádráttar muni leiða til 3,1 prósenta hækkunar lágmarkslauna strax í janúar og 11,9 prósenta hækkunar á næsta kjörtímabili. Þá verði örorkulífeyrir hækkaður og eldri borgurum gert kleift að vinna lengur án þess að bætur þeirra skerðist. Stjórnsýslan verði gagnsærri, ráðist í endurskoðun stjórnarskrárinnar og fiskveiðiheimildir verði boðnar upp í skrefum svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt er í Fréttablaðinu í dag eru Vinstri græn enn leiðandi með 27 prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur með 22,2 prósent. Viðreisn nær í fyrsta skipti inn mönnum í könnunum að undanförnu, en Samfylking, Miðflokkur og Píratar njóta allir um 10 prósenta fylgis, Framsóknarflokkurinn er með 7,5 prósent en Flokkur fólksins næði ekki inn manni og Björt framtíð er við að þurrkast út. „Það er bara ómögulegt að segja fyrr en atkvæðin eru komin upp úr kjörkössunum. Því miður. Þetta er voðalega klént svar en það bara er þannig. Það er þannig sem stjórnir eru myndaðar á Íslandi,“ segir Helgi Hrafn.
Kosningar 2017 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira