Phoebe hefur átt stórkostlegan feril hjá Céline og er það ein heitasta sýning tískuvikunnar. Hún er sögð vera mikill frumkvöðull í tískuheiminum og hefur gert mikið fyrir tískuhúsið undanfarin ár.
LVMH, eigendur Céline, hafa hinsvegar hvorki staðfest né neitað þessum sögusögnum, þannig það er spurning hvað verður. Það verður allavega mikil raun fyrir næsta hönnuð tískuhússins, það vitum við fyrir víst.
Einnig verður spennandi að sjá hvað Pheobe gerir næst, ef ske kynni að hún sé í alvöru á förum. Hér eru nokkrar myndir af góðum augnablikum á tískupallinum hjá Céline undanfarin ár.







