Sigmundur vekur Ingu frá þingmennskudraumum Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2017 11:30 Ekki verður betur séð en Sigmundur Davíð sé að taka allt fylgið frá Ingu Sæland. Skoðanakönnun sem 365 birti í gær hlýtur að valda Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, verulegum áhyggjum. Flokkurinn er kominn í sömu stöðu og í kosningum fyrir ári, mælist með 3,7 prósenta stuðning sem þýðir að hvorki Inga né aðrir frambjóðendur þar á bæ er að fara á þing. Flokkur fólksins hefur hins vegar fram til þessa, í skoðanakönnunum, verið að mælast með ágætt fylgi. Fyrir mánuði var mældist stuðningurinn um tæp 11 prósent sem hefði þýtt að Inga væri að fara á þing og með 7 manna þingflokk. Þetta eru nokkrar sviftingar.Daðrið við útlendingaandúðina Stærsta breytan frá þeirri könnun og svo þessari nýjustu er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn. Hann mælist nú með sama fylgi og best lét þegar Flokkur fólksins var að mælast með tæp 11 prósent. Svo virðist sem Sigmundur Davíð sé að slökkva í vonum Ingu um þingmennsku. Eiríkur Bergmann, prófessor og stjórnmálafræðingur, segir svarið við því hvers vegna fylgið fór tiltölulega einfalt.„Flokkur fólksins fékk stóran hluta af sínu fylgi út á daður við útlendingaandúð. Formaðurinn hefur síðan tekið til við að vinda ofan af þeirri ásýnd flokksins. Og í raun þvertekið fyrir þann þjóðernispopúlisma. Þar með brast grundvöllurinn fyrir stuðningi margra þeirra sem áður héldu að flokkurinn væri vettvangur sinna sjónarmiða.“Miðflokkurinn hrifsar til sín fylgi Ingu Eiríkur segir blasa við að Miðflokkurinn hafi tekið drjúgan skerf þess fylgis. „Sigmundur Davíð hefur áður veitt þjóðernissinnuðum skoðunum farveg þótt hann hafi ekki gert út á þann akur enn sem komið er að þessu sinni.“ Eiríkur bendir einnig á að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi stigið inní þetta mengi og hugsanlega hafi einhverjir þeir sem aðhyllast þessi sjónarmið hallað sér að Sjálfstæðisflokknum. Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi. Hins vegar sé Íslenska þjóðfylkingin, sem hefur lent í talsverðum hremmingum í þessum kosningum, og mælist vart í könnunum, alltof gróf, að sögn Eiríks, til að fólk vilji leggja lag sitt við hana.Eiríkur telur augljóst að Sigmundur sé að taka fylgi frá Ingu.Vísir/EyþórÁtök við erlend öfl En, hvað er það við Sigmund sem er þeim sem eru opnir fyrir slíkum sjónarmiðum svo þekkilegt? „Það er held ég arfleifð hans úr formannstíð sinni í Framsóknarflokknum, þar sem endrum og sinnum var daðrað við þjóðernispopúlísk sjónarmið. En ég vil taka skýrt fram að hann hefur ekki gert það núna. Þetta er miklu fremur spurning um væntingar annarra til hans.“ Sigmundur og Miðflokkurinn leggja áherslu á það sem þjóðlegt er, til að mynda í slagorði sínu, Íslandi allt. Í yfirfærðri merkingu er auðvelt að túlka það sem einhvers konar einangrunarsjónarmið. Eða hvað? „Hann er sá forystumaður í meginstraumi íslenskra stjórnmála sem hefur hvað mest sett þjóðernislegar áherslur í forgrunn og átt það til að stilla málum fram sem átökum á milli Íslands og erlendra afla.“Eftir nokkru að slægjast Erfitt er að segja til um það nákvæmlega hversu margir láti slík sjónarmið ráða afstöðu sinni í kjörklefanum. „Það er auðvitað ekki hægt að mæla það fullkomlega enda breytilegt eftir bæði jarðvegi og kúltívation. En flokkar sem fara í þennan leiðangur hafa náð upp í 12 prósenta aukningu út á daður við útlendingaandúð.“Þannig að segja má, með nokkrum einföldunum, að Sigmundur Davíð sé að slökkva í vonum Ingu Sæland um þingmennsku? „Hann á allavega drjúgan hluta í því, já.“ Kosningar 2017 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Skoðanakönnun sem 365 birti í gær hlýtur að valda Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, verulegum áhyggjum. Flokkurinn er kominn í sömu stöðu og í kosningum fyrir ári, mælist með 3,7 prósenta stuðning sem þýðir að hvorki Inga né aðrir frambjóðendur þar á bæ er að fara á þing. Flokkur fólksins hefur hins vegar fram til þessa, í skoðanakönnunum, verið að mælast með ágætt fylgi. Fyrir mánuði var mældist stuðningurinn um tæp 11 prósent sem hefði þýtt að Inga væri að fara á þing og með 7 manna þingflokk. Þetta eru nokkrar sviftingar.Daðrið við útlendingaandúðina Stærsta breytan frá þeirri könnun og svo þessari nýjustu er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn. Hann mælist nú með sama fylgi og best lét þegar Flokkur fólksins var að mælast með tæp 11 prósent. Svo virðist sem Sigmundur Davíð sé að slökkva í vonum Ingu um þingmennsku. Eiríkur Bergmann, prófessor og stjórnmálafræðingur, segir svarið við því hvers vegna fylgið fór tiltölulega einfalt.„Flokkur fólksins fékk stóran hluta af sínu fylgi út á daður við útlendingaandúð. Formaðurinn hefur síðan tekið til við að vinda ofan af þeirri ásýnd flokksins. Og í raun þvertekið fyrir þann þjóðernispopúlisma. Þar með brast grundvöllurinn fyrir stuðningi margra þeirra sem áður héldu að flokkurinn væri vettvangur sinna sjónarmiða.“Miðflokkurinn hrifsar til sín fylgi Ingu Eiríkur segir blasa við að Miðflokkurinn hafi tekið drjúgan skerf þess fylgis. „Sigmundur Davíð hefur áður veitt þjóðernissinnuðum skoðunum farveg þótt hann hafi ekki gert út á þann akur enn sem komið er að þessu sinni.“ Eiríkur bendir einnig á að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi stigið inní þetta mengi og hugsanlega hafi einhverjir þeir sem aðhyllast þessi sjónarmið hallað sér að Sjálfstæðisflokknum. Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi. Hins vegar sé Íslenska þjóðfylkingin, sem hefur lent í talsverðum hremmingum í þessum kosningum, og mælist vart í könnunum, alltof gróf, að sögn Eiríks, til að fólk vilji leggja lag sitt við hana.Eiríkur telur augljóst að Sigmundur sé að taka fylgi frá Ingu.Vísir/EyþórÁtök við erlend öfl En, hvað er það við Sigmund sem er þeim sem eru opnir fyrir slíkum sjónarmiðum svo þekkilegt? „Það er held ég arfleifð hans úr formannstíð sinni í Framsóknarflokknum, þar sem endrum og sinnum var daðrað við þjóðernispopúlísk sjónarmið. En ég vil taka skýrt fram að hann hefur ekki gert það núna. Þetta er miklu fremur spurning um væntingar annarra til hans.“ Sigmundur og Miðflokkurinn leggja áherslu á það sem þjóðlegt er, til að mynda í slagorði sínu, Íslandi allt. Í yfirfærðri merkingu er auðvelt að túlka það sem einhvers konar einangrunarsjónarmið. Eða hvað? „Hann er sá forystumaður í meginstraumi íslenskra stjórnmála sem hefur hvað mest sett þjóðernislegar áherslur í forgrunn og átt það til að stilla málum fram sem átökum á milli Íslands og erlendra afla.“Eftir nokkru að slægjast Erfitt er að segja til um það nákvæmlega hversu margir láti slík sjónarmið ráða afstöðu sinni í kjörklefanum. „Það er auðvitað ekki hægt að mæla það fullkomlega enda breytilegt eftir bæði jarðvegi og kúltívation. En flokkar sem fara í þennan leiðangur hafa náð upp í 12 prósenta aukningu út á daður við útlendingaandúð.“Þannig að segja má, með nokkrum einföldunum, að Sigmundur Davíð sé að slökkva í vonum Ingu Sæland um þingmennsku? „Hann á allavega drjúgan hluta í því, já.“
Kosningar 2017 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira