Viðurkenndi að hafa svindlað á móti Íslandi á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2017 09:45 Amandine Henry og Dagný Brynjarsdóttir í baráttu í leiknum á EM síðasta sumar. Vísir/Getty Dagný Brynjarsdóttir og hin franska Amandine Henry urðu á dögunum bandarískir meistarar með liði Portland Thorns en það var ekki eins gott á milli þeirra á EM í Hollandi síðasta sumar. Dagný var ekki alltof sátt með Amandine Henry þegar sú franska var örlagavaldur íslenska landsliðsins enda kom það á daginn að hún hafi verið að svindla á íslensku stelpunum. Amandine Henry fiskaði víti þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í leik Íslands og Frakklands á EM í Hollandi en þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á mótinu. Henry féll auðveldlega í teignum eftir samskipti við Elínu Mettu Jensen og úr vítinu skoraði Eugenie Le Sommer sigurmark Frakka. Dagný sagðist í viðtali við Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV hafa gengið á Amandine Henry þegar þær hittust aftur eftir EM og spurt hana út í meintan leikaraskap. „Það fyrsta sem ég spurði hana af var hvort hún hafi verið að dýfa sér í teignum og hún viðurkenndi það. Þá var ég ánægð því þá var ég ekki að bulla í viðtölum eftir leikinn. Ég vissi það alveg annars hefði ég ekki sagt þetta. Hún viðurkenndi þetta sem ég var ánægð með,“ sagði Dagný í viðtalsbrotinu sem sjá má hér fyrir neðan.Upp komast svik um síðir! Amandine Henry hin franska viðurkennir að hafa dýft sér gegn Íslandi á EM í sumar. https://t.co/oeEMgnH6pHpic.twitter.com/hlL92GaOdK — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 18, 2017 „Við ræddum leikinn þegar við hittumst aftur og föðmuðumst þá og þökkuðum hvorri annarri fyrir leikinn. Þetta sat í manni á meðan á EM stóð en svo kom ég út og hitti hana og þá er þetta bara búið. Svona er fótboltaleikurinn,“ sagði Dagný í viðtalinu við Þorkel Gunnar sem má sjá allt hér. Íslenska kvennalandsliðið er nú statt út í Þýskalandi þar sem liðið mætir Þýskalandi í undankeppni HM á morgun. EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með Iphone snúru upp í nefinu Sport Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir og hin franska Amandine Henry urðu á dögunum bandarískir meistarar með liði Portland Thorns en það var ekki eins gott á milli þeirra á EM í Hollandi síðasta sumar. Dagný var ekki alltof sátt með Amandine Henry þegar sú franska var örlagavaldur íslenska landsliðsins enda kom það á daginn að hún hafi verið að svindla á íslensku stelpunum. Amandine Henry fiskaði víti þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í leik Íslands og Frakklands á EM í Hollandi en þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á mótinu. Henry féll auðveldlega í teignum eftir samskipti við Elínu Mettu Jensen og úr vítinu skoraði Eugenie Le Sommer sigurmark Frakka. Dagný sagðist í viðtali við Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV hafa gengið á Amandine Henry þegar þær hittust aftur eftir EM og spurt hana út í meintan leikaraskap. „Það fyrsta sem ég spurði hana af var hvort hún hafi verið að dýfa sér í teignum og hún viðurkenndi það. Þá var ég ánægð því þá var ég ekki að bulla í viðtölum eftir leikinn. Ég vissi það alveg annars hefði ég ekki sagt þetta. Hún viðurkenndi þetta sem ég var ánægð með,“ sagði Dagný í viðtalsbrotinu sem sjá má hér fyrir neðan.Upp komast svik um síðir! Amandine Henry hin franska viðurkennir að hafa dýft sér gegn Íslandi á EM í sumar. https://t.co/oeEMgnH6pHpic.twitter.com/hlL92GaOdK — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 18, 2017 „Við ræddum leikinn þegar við hittumst aftur og föðmuðumst þá og þökkuðum hvorri annarri fyrir leikinn. Þetta sat í manni á meðan á EM stóð en svo kom ég út og hitti hana og þá er þetta bara búið. Svona er fótboltaleikurinn,“ sagði Dagný í viðtalinu við Þorkel Gunnar sem má sjá allt hér. Íslenska kvennalandsliðið er nú statt út í Þýskalandi þar sem liðið mætir Þýskalandi í undankeppni HM á morgun.
EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með Iphone snúru upp í nefinu Sport Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira