Vinnan á bak við stóru sigrana kostaði sitt en peningarnir komu margfalt til baka Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2017 11:30 Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta unnu stóra sigra á árinu í undankeppni HM 2018 sem á endanum skilaði þeim farseðlinum til Rússlands á næsta ári þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram. Íslenska liðið vann öll liðin þrjú sem voru á EM á síðasta ári; Króatíu, Úkraínu og Tyrkland, í þessari röð og án þess að fá á sig mark. Króatar voru lagðir í Dalnum, 1-0, í júní og svo Úkraína í septepber, 2-0. Tyrkir fengu svo rassskell á sínum heimavelli, 3-0. Þessir sigrar voru engin tilviljun því Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, setti af stað gríðarlega vinnu í leikgreiningu á þessum þremur liðum sérstaklega fyrir Evrópumótið í Frakklandi. „Þetta hefur líka svolítinn aðdraganda því Freyr Alexandersson [landsliðsþjálfari kvenna og njósnari karlalandsliðsins] var að leikgreina fyrir okkur Úkraínu. Ég vil hrósa KSÍ fyrir að leyfa okkur að hafa hann úti í Frakklandi þar sem hann átti bara að einbeita sér að Króatíu, Úkraínu og Tyrklandi af því að við vissum að við yrðum með þeim í riðli,“ segir Heimir Hallgrímsson í þættinum 1á1 með Gumma Ben sem verður sýndur í heild sinni á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.10 í kvöld. „Það skipti sköpum að hann var búinn að fylgjast með þesumm þremur liðum í tvö ár þegar kom að þessum leikjum. Hann var búinn að horfa á liðin tíu til tólf sinnum á vellinum og enn fleiri leiki á myndbandi.“ Úkraínumenn áttu ekki séns í strákana okkar sem lokuðu á allar sóknaraðgerðir þeirra. Þetta kom íslenska hópnum ekkert sérstaklega á óvart. „Munurinn á Tyrkjum og Úkraínu er sá að Úkraína er kerfisbundið sóknarlið. Það leitar mikið út á vængina og svo framvegis þannig það að þeir voru mjög auðlesnir,“ segir Heimir. „Þeir voru greinilega ekki með plan B því að við gátum lokað á þeirra styrkleika. Ég vil hrósa bæði Frey og einnig KSÍ fyrir að taka svona fagmannlega á málum. Þetta hefur kostað einhverja peninga en skilaði sér margfalt til baka,“ segir Heimir Hallgrímsson. Heimir hittir naglann á höfuðið þar því KSÍ fær rúman milljarð fyrir þátttöku sína á HM fyrir utan aðra tekjumöguleika í aðdraganda heimsmeistaramótsins. Brot úr viðtalinu var sýnt í Ísland í dag í gær en það má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir sagði Gumma Ben frá ráðunum sem hann fékk frá þjálfara heimsmeistara Ítalíu Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. 19. október 2017 09:15 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta unnu stóra sigra á árinu í undankeppni HM 2018 sem á endanum skilaði þeim farseðlinum til Rússlands á næsta ári þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram. Íslenska liðið vann öll liðin þrjú sem voru á EM á síðasta ári; Króatíu, Úkraínu og Tyrkland, í þessari röð og án þess að fá á sig mark. Króatar voru lagðir í Dalnum, 1-0, í júní og svo Úkraína í septepber, 2-0. Tyrkir fengu svo rassskell á sínum heimavelli, 3-0. Þessir sigrar voru engin tilviljun því Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, setti af stað gríðarlega vinnu í leikgreiningu á þessum þremur liðum sérstaklega fyrir Evrópumótið í Frakklandi. „Þetta hefur líka svolítinn aðdraganda því Freyr Alexandersson [landsliðsþjálfari kvenna og njósnari karlalandsliðsins] var að leikgreina fyrir okkur Úkraínu. Ég vil hrósa KSÍ fyrir að leyfa okkur að hafa hann úti í Frakklandi þar sem hann átti bara að einbeita sér að Króatíu, Úkraínu og Tyrklandi af því að við vissum að við yrðum með þeim í riðli,“ segir Heimir Hallgrímsson í þættinum 1á1 með Gumma Ben sem verður sýndur í heild sinni á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.10 í kvöld. „Það skipti sköpum að hann var búinn að fylgjast með þesumm þremur liðum í tvö ár þegar kom að þessum leikjum. Hann var búinn að horfa á liðin tíu til tólf sinnum á vellinum og enn fleiri leiki á myndbandi.“ Úkraínumenn áttu ekki séns í strákana okkar sem lokuðu á allar sóknaraðgerðir þeirra. Þetta kom íslenska hópnum ekkert sérstaklega á óvart. „Munurinn á Tyrkjum og Úkraínu er sá að Úkraína er kerfisbundið sóknarlið. Það leitar mikið út á vængina og svo framvegis þannig það að þeir voru mjög auðlesnir,“ segir Heimir. „Þeir voru greinilega ekki með plan B því að við gátum lokað á þeirra styrkleika. Ég vil hrósa bæði Frey og einnig KSÍ fyrir að taka svona fagmannlega á málum. Þetta hefur kostað einhverja peninga en skilaði sér margfalt til baka,“ segir Heimir Hallgrímsson. Heimir hittir naglann á höfuðið þar því KSÍ fær rúman milljarð fyrir þátttöku sína á HM fyrir utan aðra tekjumöguleika í aðdraganda heimsmeistaramótsins. Brot úr viðtalinu var sýnt í Ísland í dag í gær en það má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir sagði Gumma Ben frá ráðunum sem hann fékk frá þjálfara heimsmeistara Ítalíu Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. 19. október 2017 09:15 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Heimir sagði Gumma Ben frá ráðunum sem hann fékk frá þjálfara heimsmeistara Ítalíu Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. 19. október 2017 09:15