Trump bauð syrgjandi föður fé Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2017 11:27 Trump benti fingri ranglega að fyrri forsetum þegar hann var gagnrýndur fyrir þögn sína um dauða bandarískra hermanna í Níger. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð föður fallins hermanns 25.000 dollara í símtali nokkrum vikum eftir dauða sonar hans. Forsetinn sendi hins vegar ekki féð fyrr en fjölmiðlar gengu á eftir því í vikunni. Auk fjárins sagðist Trump ætla að láta starfslið sitt koma á fót netsöfnun fyrir fjölskyldu hermannsins en ekkert varð heldur af því að sögn Chris Baldrige, föður Dillon Baldridge, liðþjálfa, sem féll í Afganistan í júní. Þegar Washington Post bar frásögn Baldrige undir talsmenn Hvíta hússins í gær neituðu þeir að svara en sendu þess í stað frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu fjölmiðla. „Ávísunin hefur verið send. Það er ógeðfellt að fjölmiðlar séu að taka eitthvað sem ætti að vera viðurkennt sem örlát og einlægt góðverk sem forsetinn bauð fram í trúnaði og noti það til að styðja hlutdræga stefnu fjölmiðlanna,“ sagði í yfirlýsingu Hvíta hússins. Washington Post tekur fram að það hafi tekið Barack Obama, fyrrverandi forseta eitt og hálft ár að standa við sambærilegt loforð sem hann gaf fjölskyldu hermanns sem féll árið 2015 um að gefa til góðgerðamála í hans nafni. Obama lét féð af hendi rakna eftir að fjölmiðlar fjölluðu um það og sagði að um yfirsjón hefði verið að ræða.Engar „sannanir“ til um símtal Trump við ekkjuna Trump kynti undir mikilli umræðu um samskipti Bandaríkjaforseta við fjölskyldur fallinna hermanna eftir að hann laug því upp á Obama og aðra fyrrverandi forseta að þeir hafi ekki haft samband við fjölskyldur til að votta þeim samúð. Því laug forsetinn þegar hann svaraði gagnrýni á að hann hefði þagað þunnu hljóði um fjóra bandaríska hermenn sem féllu í fyrirsáti í Níger í byrjun október. Politico segir að starfsmenn Hvíta hússins hafi verið búnir að gera drög að yfirlýsingu fyrir hönd Trump sem hafi hins vegar aldrei verið gefin út opinberlega, þrátt fyrir að forsetanum hafi verið sagt frá dauða hermannanna. Til að bæta gráu ofan á svart greindi þingkona demókrata frá því í gær að Trump hefði sagt ekkju eins hermannanna að „hann hafi vitað hvað hann skráði sig í“ í símtali á dögunum. Móðir hermannsins staðfesti frásögn þingkonunnar og sakar Trump um að hafa vanvirt son sinn. Það stöðvaði Trump þó ekki í að saka þingkonuna um að hafa „búið til“ frásögnina af símtalinu frá rótum. Fullyrti hann jafnframt að hann hefði „sannanir“ fyrir því. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi viðurkenndi Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi þess, aftur á móti að engar upptökur væru til af símtalinu að henni vitandi. Donald Trump Níger Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð föður fallins hermanns 25.000 dollara í símtali nokkrum vikum eftir dauða sonar hans. Forsetinn sendi hins vegar ekki féð fyrr en fjölmiðlar gengu á eftir því í vikunni. Auk fjárins sagðist Trump ætla að láta starfslið sitt koma á fót netsöfnun fyrir fjölskyldu hermannsins en ekkert varð heldur af því að sögn Chris Baldrige, föður Dillon Baldridge, liðþjálfa, sem féll í Afganistan í júní. Þegar Washington Post bar frásögn Baldrige undir talsmenn Hvíta hússins í gær neituðu þeir að svara en sendu þess í stað frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu fjölmiðla. „Ávísunin hefur verið send. Það er ógeðfellt að fjölmiðlar séu að taka eitthvað sem ætti að vera viðurkennt sem örlát og einlægt góðverk sem forsetinn bauð fram í trúnaði og noti það til að styðja hlutdræga stefnu fjölmiðlanna,“ sagði í yfirlýsingu Hvíta hússins. Washington Post tekur fram að það hafi tekið Barack Obama, fyrrverandi forseta eitt og hálft ár að standa við sambærilegt loforð sem hann gaf fjölskyldu hermanns sem féll árið 2015 um að gefa til góðgerðamála í hans nafni. Obama lét féð af hendi rakna eftir að fjölmiðlar fjölluðu um það og sagði að um yfirsjón hefði verið að ræða.Engar „sannanir“ til um símtal Trump við ekkjuna Trump kynti undir mikilli umræðu um samskipti Bandaríkjaforseta við fjölskyldur fallinna hermanna eftir að hann laug því upp á Obama og aðra fyrrverandi forseta að þeir hafi ekki haft samband við fjölskyldur til að votta þeim samúð. Því laug forsetinn þegar hann svaraði gagnrýni á að hann hefði þagað þunnu hljóði um fjóra bandaríska hermenn sem féllu í fyrirsáti í Níger í byrjun október. Politico segir að starfsmenn Hvíta hússins hafi verið búnir að gera drög að yfirlýsingu fyrir hönd Trump sem hafi hins vegar aldrei verið gefin út opinberlega, þrátt fyrir að forsetanum hafi verið sagt frá dauða hermannanna. Til að bæta gráu ofan á svart greindi þingkona demókrata frá því í gær að Trump hefði sagt ekkju eins hermannanna að „hann hafi vitað hvað hann skráði sig í“ í símtali á dögunum. Móðir hermannsins staðfesti frásögn þingkonunnar og sakar Trump um að hafa vanvirt son sinn. Það stöðvaði Trump þó ekki í að saka þingkonuna um að hafa „búið til“ frásögnina af símtalinu frá rótum. Fullyrti hann jafnframt að hann hefði „sannanir“ fyrir því. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi viðurkenndi Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi þess, aftur á móti að engar upptökur væru til af símtalinu að henni vitandi.
Donald Trump Níger Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00
Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25