Auðvelt hjá Real Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. október 2017 20:45 vísir/getty Spánarmeistarar Real Madrid fóru létt með Eibar í La Liga deildinni á Spáni í kvöld. Paulo Oliviera varð fyrir því óláni að skora sjalfsmark eftir hornspyrnu á 18. minútu leiksins og Marco Asensio tvöfaldaði svo forystu Real tíu mínútum seinna. Leikmenn Eibar misstu fljótt trúna á verkefninu og réðu stórstjörnur Real lofum og lögum á vellinum og hefði í raun mátt flauta leikinn af í hálfleik, það var engin von fyrir Eibar að komast aftur inn í hann. Eftir tíðindalítinn seinni hálfleik skoraði Marcelo eftir sendingu frá Theo Hernandez og algjörlega innsyglaði sigurinn fyrir Real. Real endurheimti með sigrinum þriðja sæti deildarinnar af grönnum sínum í Atletico, en fimm stig eru upp í Barcelona á toppnum. Spænski boltinn
Spánarmeistarar Real Madrid fóru létt með Eibar í La Liga deildinni á Spáni í kvöld. Paulo Oliviera varð fyrir því óláni að skora sjalfsmark eftir hornspyrnu á 18. minútu leiksins og Marco Asensio tvöfaldaði svo forystu Real tíu mínútum seinna. Leikmenn Eibar misstu fljótt trúna á verkefninu og réðu stórstjörnur Real lofum og lögum á vellinum og hefði í raun mátt flauta leikinn af í hálfleik, það var engin von fyrir Eibar að komast aftur inn í hann. Eftir tíðindalítinn seinni hálfleik skoraði Marcelo eftir sendingu frá Theo Hernandez og algjörlega innsyglaði sigurinn fyrir Real. Real endurheimti með sigrinum þriðja sæti deildarinnar af grönnum sínum í Atletico, en fimm stig eru upp í Barcelona á toppnum.
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn