Íslands og bikarmeistararnir í Keflavík eru meistari meistaranna árið 2017 en liðið vann mjög auðveldan sigur á Skallagrími, 93-73, í Meistarakeppni KKÍ sem fram fór í Keflavík í dag.
Keflavík var með fín tök á leiknum alveg frá fyrstu mínútu og var staðan í hálfleik 48-34 fyrir Keflavík í hálfleik.
Heimamenn héldu bara áfram að auka við forskot sitt í þeim síðari og sáu Skallarnir aldrei til sólar í leiknum.
Keflavík verður greinilega til alls líklegt í Dominos-deild kvenna í vetur. Carmen Tyson-Thomas var atkvæðamest í liði Skallagríms með 25 stig og 18 fráköst.
Stigaskorið dreifðist vel hjá Keflavík en Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 18 stig, Brittanny Dinkins var með 16 og Thelma Dís Ágústsdóttir gerði 12 stig fyrir heimamenn.
Keflavík valtaði yfir Skallagrím í Meistarakeppni KKÍ
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn

Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti



Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn
