Þegar þú svitnar opnast svitaholurnar og þar af leiðandi sest farðinn í þær og getur auðveldlega stíflað þær. Nokkuð algengt er að fólk finni fyrir miklum mun á húðinni eftir að það hefur tileinkað sér að mæta með hreina húð á æfingu. Það er því tilvalið að koma sér upp auðveldri og fljótlegri hreinsirútínu og finna réttu vörurnar sem þú getur haft með þér í ræktartöskunni.
Til eru alla vega húðhreinsar sem eru fljótlegir í notkun. Glamour telur hér upp topp 5 andlitshreinsana til þess að hafa með sér í ræktina.

Biotherm, Gelée micellaire biosource: Gelhreinsir sem að gefur húðinni djúpa hreinsun ásamt því að skrúbba hana á mildan hátt. Hentar öllum húðgerðum, sérstaklega olíuríkri húð. Skolist af með vatni.
Comfort Zone, Micellar andlitshreinsir: Mildur rakagefandi andlitshreinsir sem að hægt er að nota á andlit, augu og varir. Þarf ekki að skola burt með vatni. Mýkir húðina og gefur henni frísklegt yfirbragð. Hentar öllum húðtýpum.
Garnier, Micellar cleansing water: Andlitshreinsir sem að hreinsar, húðina, augnförðunina og varirnar á augabragði. Hreinsinn þarf ekki að nota með vatni. Hentar öllum húðgerðum, sérstaklega viðkvæmri húð.
MAC, Cleanse off oil: Mild hreinsiolía sem að hægt er að nota bæði á húðina og augnsvæðið. Nær öllum snyrtivörum í burtu á svipstundu meðal annars vatnsheldum vörum. Notist með vatni.
The Body Shop, Camomile cleansing butter: Andlitshreinsir í salva form. Hreinsirinn hentar einstaklega vel fyrir þurra húð því að hann er gæddur græðandi eiginleikum og húðin fær mjúkt og heilbrigt yfirbragð. Skolist af með vatni.