Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 4. október 2017 10:30 „Ef við klárum okkar leiki erum við komnir á HM. Svo einfalt er það. Þetta er samt gríðarlega mikilvægur leikur og verður mjög erfiður. Við vitum alveg hvað við þurfum að gera og hversu miklu við þurfum að fórna fyrir þetta.“ Þetta segir Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni HM 2018 gegn Tyrklandi í Eskisehir á föstudagskvöldið. Strákarnir okkar mættu Tyrkjum fyrir tveimur árum og töpuðu þá 1-0 í þýðingarlausum leik fyrir íslenska liðið þar sem það var komið á EM í Frakklandi. Þeir búa samt að þeirri reynslu. „Hér eru brjálaðir stuðningsmenn og það verða þvílík læti. Ég man bara eftir atviki síðast þegar að Raggi stóð tvo metra frá mér og ég var að öskra á hann en hann leit ekki á mig. Það verður ekki auðvelt að tjá sig inni á vellinum en ef við höldum varnarlínunni og höldum núllinu þá munu stuðningsmennirnir snúa sér að Tyrkjunum,“ segir Ari Freyr. Bakvörðurinn var með læsta stöðu í vinstri bakverðinum hjá íslenska liðinu þar til kom að leiknum gegn Króatíu í júní á þessu ári. Þá allt í einu fékk Hörður Björgvin Magnússon tækifærið og hann hefur byrjað síðustu mótsleiki eftir að skora sigurmarkið í þeim leik og standa sig vel. Hefur það áhrif á Ara? „Maður mætir alltaf til móts mvið landsliðið haldandi að maður sé að fara að spila. Ég er að spila með mínu félagsliði og hef ekki misst af mörgum leikjum þar. Heimir veit alveg að ég er í leikformi. Hann veit að ég er klár og veit að ég stend við bakið á þeim sem að spila. Það ætti ekki að vera neitt vesen. Ég mun styðja hvern þann sem að spilar mína stöðu. Við erum saman í þessu. Við ætlum á HM og sama hvort ég er að byrja eða á bekknum þá erum við saman í þessu,“ segir Ari Freyr en var áfall að missa stöðuna sína eftir að vera fastamaður svona lengi? „Auðvitað fer maður að pæla í hvað maður hefur gert þegar að maður dettur úr liðinu. Við vorum að spila á móti Króatíu þegar að ég dett út og kannski fannst Heimi að Hörður Björgvin myndi virka betur þar. Svo skorar hann sigurmarkið þannig það gat ekki verið betra hjá honum. Ég reyni samt bara að halda mínu striki. Ég var búinn að spila 40 mótsleiki í röð fram að þessu þannig að maður heldur bara áfram og svo fær maður tækifæri aftur,“ segir Ari Freyr Súlason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. 4. október 2017 07:00 Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 4. október 2017 06:00 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Sjá meira
„Ef við klárum okkar leiki erum við komnir á HM. Svo einfalt er það. Þetta er samt gríðarlega mikilvægur leikur og verður mjög erfiður. Við vitum alveg hvað við þurfum að gera og hversu miklu við þurfum að fórna fyrir þetta.“ Þetta segir Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni HM 2018 gegn Tyrklandi í Eskisehir á föstudagskvöldið. Strákarnir okkar mættu Tyrkjum fyrir tveimur árum og töpuðu þá 1-0 í þýðingarlausum leik fyrir íslenska liðið þar sem það var komið á EM í Frakklandi. Þeir búa samt að þeirri reynslu. „Hér eru brjálaðir stuðningsmenn og það verða þvílík læti. Ég man bara eftir atviki síðast þegar að Raggi stóð tvo metra frá mér og ég var að öskra á hann en hann leit ekki á mig. Það verður ekki auðvelt að tjá sig inni á vellinum en ef við höldum varnarlínunni og höldum núllinu þá munu stuðningsmennirnir snúa sér að Tyrkjunum,“ segir Ari Freyr. Bakvörðurinn var með læsta stöðu í vinstri bakverðinum hjá íslenska liðinu þar til kom að leiknum gegn Króatíu í júní á þessu ári. Þá allt í einu fékk Hörður Björgvin Magnússon tækifærið og hann hefur byrjað síðustu mótsleiki eftir að skora sigurmarkið í þeim leik og standa sig vel. Hefur það áhrif á Ara? „Maður mætir alltaf til móts mvið landsliðið haldandi að maður sé að fara að spila. Ég er að spila með mínu félagsliði og hef ekki misst af mörgum leikjum þar. Heimir veit alveg að ég er í leikformi. Hann veit að ég er klár og veit að ég stend við bakið á þeim sem að spila. Það ætti ekki að vera neitt vesen. Ég mun styðja hvern þann sem að spilar mína stöðu. Við erum saman í þessu. Við ætlum á HM og sama hvort ég er að byrja eða á bekknum þá erum við saman í þessu,“ segir Ari Freyr en var áfall að missa stöðuna sína eftir að vera fastamaður svona lengi? „Auðvitað fer maður að pæla í hvað maður hefur gert þegar að maður dettur úr liðinu. Við vorum að spila á móti Króatíu þegar að ég dett út og kannski fannst Heimi að Hörður Björgvin myndi virka betur þar. Svo skorar hann sigurmarkið þannig það gat ekki verið betra hjá honum. Ég reyni samt bara að halda mínu striki. Ég var búinn að spila 40 mótsleiki í röð fram að þessu þannig að maður heldur bara áfram og svo fær maður tækifæri aftur,“ segir Ari Freyr Súlason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. 4. október 2017 07:00 Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 4. október 2017 06:00 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Sjá meira
Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30
Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. 4. október 2017 07:00
Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 4. október 2017 06:00