Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og landsliðsframherjinn Björg Bergmann Sigurðarson gátu ekki æft með íslenska liðinu í Antalya í morgun.
Báðir tveir voru skildir eftir uppi á hóteli þar sem þeir fóru á sérstaka æfingu og voru síðan í meðhöndlun og að slaka á.
Hannes yfirgaf æfingu Íslands snema í gær eftir að fá smá tak en fastlega er búist við því að hann standi vaktina í markinu á föstudaginn.
Björn Bergmann stífnaði aðeins upp í gær og voru ekki teknar neinar áhættur með hann. Liðið er nú þegar að glíma við meiðsli Arons Einars Gunnarssonar og leikbann Emils Hallfreðssonar þannig það má illa við fleiri skakkaföllum.
