Dodge Charger fær undirvagn Maserati Ghibli Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2017 09:00 Dodge Charger. Það er þekkt að bílafyrirtæki sem tilheyra sömu bílafjölskyldu noti sömu íhluti, svo sem undirvagna. Bæði Dodge og Maserati tilheyra Fiat Chrysler bílafjölskyldunni og þar á bæ hefur verið ákveðið að Dodge Charger muni fá sama undirvagn og er nú undir Maserati Ghibli bílnum. Til stóð reyndar að margir af bílum Fiat Chrysler Automobiles myndu fá undirvagninn frá Alfa Romeo Giorgio, en það verður ekki í tilfelli Doge Charger. Bæði Dodge Charger og Challenger munu fá andlitslyftingu á núverandi kynslóð árið 2019 og ný kynslóð þeirra beggja verður kynnt árið 2021. Það verður þá sem Dodge Charger mun fá sama undirvagn og Maserati Ghibli bíllinn. Dodge Journey bíllinn mun fá sama undirvagn og Alfa Romeo Giorgio og mun hann koma á markað árið 2019 og verða framleiddur á Ítalíu og sá bíll mun fá sömu vélar og finnast núna í Alfa Romeo Stelvio sportjeppanum. Bílgerðum Dodge verður fækkað á næstunni og mun bílar eins og Dart og Viper hverfa af sjónarsviðinu. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent
Það er þekkt að bílafyrirtæki sem tilheyra sömu bílafjölskyldu noti sömu íhluti, svo sem undirvagna. Bæði Dodge og Maserati tilheyra Fiat Chrysler bílafjölskyldunni og þar á bæ hefur verið ákveðið að Dodge Charger muni fá sama undirvagn og er nú undir Maserati Ghibli bílnum. Til stóð reyndar að margir af bílum Fiat Chrysler Automobiles myndu fá undirvagninn frá Alfa Romeo Giorgio, en það verður ekki í tilfelli Doge Charger. Bæði Dodge Charger og Challenger munu fá andlitslyftingu á núverandi kynslóð árið 2019 og ný kynslóð þeirra beggja verður kynnt árið 2021. Það verður þá sem Dodge Charger mun fá sama undirvagn og Maserati Ghibli bíllinn. Dodge Journey bíllinn mun fá sama undirvagn og Alfa Romeo Giorgio og mun hann koma á markað árið 2019 og verða framleiddur á Ítalíu og sá bíll mun fá sömu vélar og finnast núna í Alfa Romeo Stelvio sportjeppanum. Bílgerðum Dodge verður fækkað á næstunni og mun bílar eins og Dart og Viper hverfa af sjónarsviðinu.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent