Dodge Charger fær undirvagn Maserati Ghibli Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2017 09:00 Dodge Charger. Það er þekkt að bílafyrirtæki sem tilheyra sömu bílafjölskyldu noti sömu íhluti, svo sem undirvagna. Bæði Dodge og Maserati tilheyra Fiat Chrysler bílafjölskyldunni og þar á bæ hefur verið ákveðið að Dodge Charger muni fá sama undirvagn og er nú undir Maserati Ghibli bílnum. Til stóð reyndar að margir af bílum Fiat Chrysler Automobiles myndu fá undirvagninn frá Alfa Romeo Giorgio, en það verður ekki í tilfelli Doge Charger. Bæði Dodge Charger og Challenger munu fá andlitslyftingu á núverandi kynslóð árið 2019 og ný kynslóð þeirra beggja verður kynnt árið 2021. Það verður þá sem Dodge Charger mun fá sama undirvagn og Maserati Ghibli bíllinn. Dodge Journey bíllinn mun fá sama undirvagn og Alfa Romeo Giorgio og mun hann koma á markað árið 2019 og verða framleiddur á Ítalíu og sá bíll mun fá sömu vélar og finnast núna í Alfa Romeo Stelvio sportjeppanum. Bílgerðum Dodge verður fækkað á næstunni og mun bílar eins og Dart og Viper hverfa af sjónarsviðinu. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent
Það er þekkt að bílafyrirtæki sem tilheyra sömu bílafjölskyldu noti sömu íhluti, svo sem undirvagna. Bæði Dodge og Maserati tilheyra Fiat Chrysler bílafjölskyldunni og þar á bæ hefur verið ákveðið að Dodge Charger muni fá sama undirvagn og er nú undir Maserati Ghibli bílnum. Til stóð reyndar að margir af bílum Fiat Chrysler Automobiles myndu fá undirvagninn frá Alfa Romeo Giorgio, en það verður ekki í tilfelli Doge Charger. Bæði Dodge Charger og Challenger munu fá andlitslyftingu á núverandi kynslóð árið 2019 og ný kynslóð þeirra beggja verður kynnt árið 2021. Það verður þá sem Dodge Charger mun fá sama undirvagn og Maserati Ghibli bíllinn. Dodge Journey bíllinn mun fá sama undirvagn og Alfa Romeo Giorgio og mun hann koma á markað árið 2019 og verða framleiddur á Ítalíu og sá bíll mun fá sömu vélar og finnast núna í Alfa Romeo Stelvio sportjeppanum. Bílgerðum Dodge verður fækkað á næstunni og mun bílar eins og Dart og Viper hverfa af sjónarsviðinu.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent