Þörf fyrir 47 milljarða til aðstoðar Rohingjum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2017 06:00 Ástandið í flóttamannabúðum Rohingja þykir slæmt. vísir/epa Mannúðarsamtök sem aðstoða flóttamenn í Bangladess lýstu því yfir í gær að þörf væri á um 47 milljörðum króna á næstu sex mánuðum til þess að veita 1,2 milljónum manna lífsnauðsynlega hjálp. Stærstur hluti flóttamannanna eru börn. Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar. Alls eru meira en 800.000 Rohingjar komnir til Bangladess, þar af rúm hálf milljón síðan í lok ágúst. Til viðbótar við Rohingjana bætist svo það heimafólk sem aðstoðar flóttamennina og heldur úti flóttamannabúðunum. „Rohingjar nærri Cox Bazar-borg eru í afar viðkvæmri stöðu, flestir hafa þeir orðið fyrir miklum og alvarlegum áföllum, og þeir búa nú við gríðarlega erfiðar aðstæður,“ sagði Robert Watkins, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Bangladess, í yfirlýsingu í gær. Þessi mikli fólksflótti sem hófst í lok ágúst orsakast af ofbeldi í Rakhine-héraði. Í kjölfar árásar skæruliða af þjóðflokki Rohingja á herstöð beitti herinn valdi gegn almennum borgurum af þjóðflokknum. Mannréttindastjóri SÞ hefur greint frá því að herinn taki Rohingja af lífi án dóms og laga og brenni bæi þeirra til grunna. Hann hefur jafnframt gengið svo langt að tala um þjóðernishreinsanir í þessu samhengi. Því hafa yfirvöld í Mjanmar hins vegar neitað og segjast eingöngu vera að berjast við liðsmenn frelsishers Rohingja (ARSA). Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess. 30. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Mannúðarsamtök sem aðstoða flóttamenn í Bangladess lýstu því yfir í gær að þörf væri á um 47 milljörðum króna á næstu sex mánuðum til þess að veita 1,2 milljónum manna lífsnauðsynlega hjálp. Stærstur hluti flóttamannanna eru börn. Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar. Alls eru meira en 800.000 Rohingjar komnir til Bangladess, þar af rúm hálf milljón síðan í lok ágúst. Til viðbótar við Rohingjana bætist svo það heimafólk sem aðstoðar flóttamennina og heldur úti flóttamannabúðunum. „Rohingjar nærri Cox Bazar-borg eru í afar viðkvæmri stöðu, flestir hafa þeir orðið fyrir miklum og alvarlegum áföllum, og þeir búa nú við gríðarlega erfiðar aðstæður,“ sagði Robert Watkins, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Bangladess, í yfirlýsingu í gær. Þessi mikli fólksflótti sem hófst í lok ágúst orsakast af ofbeldi í Rakhine-héraði. Í kjölfar árásar skæruliða af þjóðflokki Rohingja á herstöð beitti herinn valdi gegn almennum borgurum af þjóðflokknum. Mannréttindastjóri SÞ hefur greint frá því að herinn taki Rohingja af lífi án dóms og laga og brenni bæi þeirra til grunna. Hann hefur jafnframt gengið svo langt að tala um þjóðernishreinsanir í þessu samhengi. Því hafa yfirvöld í Mjanmar hins vegar neitað og segjast eingöngu vera að berjast við liðsmenn frelsishers Rohingja (ARSA).
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess. 30. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess. 30. september 2017 06:00
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10