McIlroy mun aldrei gleyma leiðindunum í Keane Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. október 2017 09:00 Rory kemur fram við aðdáendur sína af virðingu. vísir/getty Kylfingurinn Rory McIlroy segir að hann muni aldrei gleyma deginum er knattspyrnumaðurinn Roy Keane neitaði að gefa honum eiginhandaráritun. Þessir stælar í Keane er ástæðan fyrir því að McIlroy passar sig á því að valda aldrei aðdáendum sínum vonbrigðum er þeir vilja mynd eða áritun frá honum. Norður-Írinn gladdi ungan dreng á Opna breska mótinu í síðustu viku er hann gaf honum golfboltann sinn. Þessu mun drengurinn líklega aldrei gleyma líkt og McIlroy gleymir aldrei svekkelsinu sínu með Keane. „Ég hitti Keane á hóteli, labbaði til hans og bað um eiginhandaráritun. Hann sagði nei. Ég efast ekkert um að Keane sé ágætis náungi en þetta er samt reynsla sem ég gleymi aldrei,“ sagði McIlroy. „Ég hef upplifað að fá þessa höfnun sem krakki og hætta að halda upp á viðkomandi í kjölfarið. Ef einhver krakki biður mig um áritun hef ég alltaf reynt að svara kallinu.“ McIlroy segist nota sex til níu bolta á hverjum hring og þegar hann þarf að skipta þá leitar hann að krakka í áhorfendaskaranum til þess að gefa boltann sem hann er hættur að nota. „Ég var frekar hissa á því hvað var mikið gert úr þessu í síðustu viku. Það sýnir samt hvað svona lítill hlutur getur haft jákvæð áhrif á barn og viðkomandi barn vill svo kannski fara að æfa golf,“ sagði McIlroy en myndi hann gefa Keane sína áritun ef hann bæði um hana? „Bara ef ég fengi hans á móti.“ Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Kylfingurinn Rory McIlroy segir að hann muni aldrei gleyma deginum er knattspyrnumaðurinn Roy Keane neitaði að gefa honum eiginhandaráritun. Þessir stælar í Keane er ástæðan fyrir því að McIlroy passar sig á því að valda aldrei aðdáendum sínum vonbrigðum er þeir vilja mynd eða áritun frá honum. Norður-Írinn gladdi ungan dreng á Opna breska mótinu í síðustu viku er hann gaf honum golfboltann sinn. Þessu mun drengurinn líklega aldrei gleyma líkt og McIlroy gleymir aldrei svekkelsinu sínu með Keane. „Ég hitti Keane á hóteli, labbaði til hans og bað um eiginhandaráritun. Hann sagði nei. Ég efast ekkert um að Keane sé ágætis náungi en þetta er samt reynsla sem ég gleymi aldrei,“ sagði McIlroy. „Ég hef upplifað að fá þessa höfnun sem krakki og hætta að halda upp á viðkomandi í kjölfarið. Ef einhver krakki biður mig um áritun hef ég alltaf reynt að svara kallinu.“ McIlroy segist nota sex til níu bolta á hverjum hring og þegar hann þarf að skipta þá leitar hann að krakka í áhorfendaskaranum til þess að gefa boltann sem hann er hættur að nota. „Ég var frekar hissa á því hvað var mikið gert úr þessu í síðustu viku. Það sýnir samt hvað svona lítill hlutur getur haft jákvæð áhrif á barn og viðkomandi barn vill svo kannski fara að æfa golf,“ sagði McIlroy en myndi hann gefa Keane sína áritun ef hann bæði um hana? „Bara ef ég fengi hans á móti.“
Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira