"Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Tómas Þór Þórðarson í Eskisehir skrifar 5. október 2017 19:15 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er allur að koma til eftir meiðslin sem voru að hrjá hann síðustu daga og er líklegur að byrja á móti Tyrklandi á morgun í undankeppni HM 2018. Aron Einar tók virkan þátt í æfingu íslenska liðsins í dag og er bjartsýnn fyrir morgundaginn eftir að útlitið var ekki gott fyrr í vikunni þegar að bakslag kom í meiðslin. „Standið er bara gott. Ég náði aðeins að taka á því í gær og fann ekkert fyrir því. Ég horfi til þess að ná æfingu í dag og svo verður þetta að koma í ljós. Eins og er þá er ég í góðu standi,“ sagði Aron Einar við íþróttadeild fyrir æfingu Íslands í Eskisehir í dag. Íslenska liðið stendur nú á barmi þess að komast mögulega í umspil um sæti á HM öðru sinni en strákarnir okkar hafa sýnt mikinn stöðugleika í gæðum undanfarin misseri en fyrirliðinn er stoltur af því. Strákarnir vilja meira og það verður ekkert slakað á. „Við ætluðum okkur að sýna að þetta var engin heppni að komast á EM, eitthvað sem fólk var stolt af einu sinni og svo bara slappa af. Við vorum svo nálægt því síðast að komast á HM. Það hefði verið rosalegt. Við erum nálægt því núna og við erum ekkert að fara á hælana,“ sagði Aron Einar. „Við erum á tánum en það eru enn þá tveir leikir eftir og mikið undir. Við erum vanir þessum úrslitaleikjum og erum komnir með ákveðna reynslu úr þeim. Vonandi höfum við lært af fyrri undankeppnum og fyrri úrslitaleikjum. Ég er virkilega ánægður og jákvæður fyrir því hvar við stöndum í dag. Þetta er lið sem er stöðugt og sterkt. Þannig lýsi ég liðinu,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld. 5. október 2017 07:30 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Fleiri fréttir Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er allur að koma til eftir meiðslin sem voru að hrjá hann síðustu daga og er líklegur að byrja á móti Tyrklandi á morgun í undankeppni HM 2018. Aron Einar tók virkan þátt í æfingu íslenska liðsins í dag og er bjartsýnn fyrir morgundaginn eftir að útlitið var ekki gott fyrr í vikunni þegar að bakslag kom í meiðslin. „Standið er bara gott. Ég náði aðeins að taka á því í gær og fann ekkert fyrir því. Ég horfi til þess að ná æfingu í dag og svo verður þetta að koma í ljós. Eins og er þá er ég í góðu standi,“ sagði Aron Einar við íþróttadeild fyrir æfingu Íslands í Eskisehir í dag. Íslenska liðið stendur nú á barmi þess að komast mögulega í umspil um sæti á HM öðru sinni en strákarnir okkar hafa sýnt mikinn stöðugleika í gæðum undanfarin misseri en fyrirliðinn er stoltur af því. Strákarnir vilja meira og það verður ekkert slakað á. „Við ætluðum okkur að sýna að þetta var engin heppni að komast á EM, eitthvað sem fólk var stolt af einu sinni og svo bara slappa af. Við vorum svo nálægt því síðast að komast á HM. Það hefði verið rosalegt. Við erum nálægt því núna og við erum ekkert að fara á hælana,“ sagði Aron Einar. „Við erum á tánum en það eru enn þá tveir leikir eftir og mikið undir. Við erum vanir þessum úrslitaleikjum og erum komnir með ákveðna reynslu úr þeim. Vonandi höfum við lært af fyrri undankeppnum og fyrri úrslitaleikjum. Ég er virkilega ánægður og jákvæður fyrir því hvar við stöndum í dag. Þetta er lið sem er stöðugt og sterkt. Þannig lýsi ég liðinu,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld. 5. október 2017 07:30 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Fleiri fréttir Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjá meira
Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30
Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30
Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26
Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55
Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld. 5. október 2017 07:30