Heimsmeistararnir komnir til Rússlands | Öll úrslit dagsins í undankeppni HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2017 20:30 Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Heimsmeistarar Þýskalands tryggðu sér farseðilinn til Rússlands með 0-3 sigri á N-Írlandi í Belfast í C-riðli. Sebastian Rudy, Sandro Wagner og Joshua Kimmich skoruðu mörk Þjóðverja sem hafa unnið alla níu leiki sína í undankeppninni með markatölunni 38-3. Strákarnir hans Lars Lagerbäck í norska landsliðinu rústuðu San Marinó, 0-8, á útivelli. Mohamed Elyounoussi skoraði þrennu fyrir Norðmenn sem eru í 4. sæti C-riðils. Í þriðja og síðasta leik C-riðils bar Tékkland sigurorð af Aserbaídsjan, 1-2.Christian Eriksen tryggði Dönum gríðarlega mikilvægan sigur á Svartfellingum í E-riðli. Tottenham-maðurinn skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu. Eriksen hefur nú skorað í fimm landsleikjum í röð. Danir eru núna með þriggja stiga forystu á Svartfellinga í 2. sæti riðilsins. Danmörk er auk þess með betri markatölu en Svartfjallaland. Í sama riðli rúllaði Pólland yfir Armeníu, 1-6, og Rúmenía vann Kasakstan, 3-1. Robert Lewandowski skoraði þrennu fyrir Pólverja og er því kominn með 15 mörk í undankeppninni. Pólland er í 1. sæti E-riðils og dugir jafntefli gegn Svartfjallalandi í lokaumferðinni til að komast á HM.England er komið á HM eftir 1-0 heimasigur á Slóveníu í F-riðli. Harry Kane skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. Skotar eru í 2. sæti riðilsins með 17 stig eftir 1-0 sigur á Slóvökum á Hampden Park. Þá gerðu Malta og Litháen 1-1 jafntefli.C-riðill:N-Írland 1-3 Þýskaland 0-1 Sebastian Rudy (2.), 0-2 Sandro Wagner (21.), 0-3 Joshua Kimmich (86.), 1-3 Josh Magennis (90+3.).San Marinó 0-8 Noregur 0-1 Davide Simoncini, sjálfsmark (8.), 0-2 Joshua King, víti (14.), 0-3 King (17.), 0-4 Mohamed Elyounoussi (40.), 0-5 Elyounoussi (48.), 0-6 Ole Selnaes (59.), 0-7 Elyounoussi (69.), 0-8 Martin Linnes (87.).Aserbaídsjan 1-2 Tékkland 0-1 Jan Kopic (35.), 1-1 Afran Izmailov, víti (55.), 1-2 Antonin Barak (66.).E-riðill:Svartfjallaland 0-1 Danmörk 0-1 Christian Eriksen (16.).Armenía 1-6 Pólland 0-1 Kamil Grosicki (2.), 0-2 Robert Lewandowski (18.), 0-3 Lewandowski (25.), 1-3 Hovhannes Hambardzumyan (39.), 1-4 Jakub Blaszczykowski (58.), 1-5 Lewandowski (64.), 1-6 Rafal Wolski (89.).Rúmenía 3-1 Kasakstan 1-0 Constantin Budescu (33.), 2-0 Budescu, víti (38.), 3-0 Claudiu Keseru (73.), 3-1 Baurzhan Turysbek (82.).F-riðill:England 1-0 Slóvenía 1-0 Harry Kane (90+4.).Skotland 1-0 Slóvakía 1-0 Chris Martin (89.).Rautt spjald: Robert Mak, Slóvakía (23.).Malta 1-1 Litháen 1-0 Andrei Agius (23.), 1-1 Vykintas Slivka (53.). HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Sjá meira
Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Heimsmeistarar Þýskalands tryggðu sér farseðilinn til Rússlands með 0-3 sigri á N-Írlandi í Belfast í C-riðli. Sebastian Rudy, Sandro Wagner og Joshua Kimmich skoruðu mörk Þjóðverja sem hafa unnið alla níu leiki sína í undankeppninni með markatölunni 38-3. Strákarnir hans Lars Lagerbäck í norska landsliðinu rústuðu San Marinó, 0-8, á útivelli. Mohamed Elyounoussi skoraði þrennu fyrir Norðmenn sem eru í 4. sæti C-riðils. Í þriðja og síðasta leik C-riðils bar Tékkland sigurorð af Aserbaídsjan, 1-2.Christian Eriksen tryggði Dönum gríðarlega mikilvægan sigur á Svartfellingum í E-riðli. Tottenham-maðurinn skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu. Eriksen hefur nú skorað í fimm landsleikjum í röð. Danir eru núna með þriggja stiga forystu á Svartfellinga í 2. sæti riðilsins. Danmörk er auk þess með betri markatölu en Svartfjallaland. Í sama riðli rúllaði Pólland yfir Armeníu, 1-6, og Rúmenía vann Kasakstan, 3-1. Robert Lewandowski skoraði þrennu fyrir Pólverja og er því kominn með 15 mörk í undankeppninni. Pólland er í 1. sæti E-riðils og dugir jafntefli gegn Svartfjallalandi í lokaumferðinni til að komast á HM.England er komið á HM eftir 1-0 heimasigur á Slóveníu í F-riðli. Harry Kane skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. Skotar eru í 2. sæti riðilsins með 17 stig eftir 1-0 sigur á Slóvökum á Hampden Park. Þá gerðu Malta og Litháen 1-1 jafntefli.C-riðill:N-Írland 1-3 Þýskaland 0-1 Sebastian Rudy (2.), 0-2 Sandro Wagner (21.), 0-3 Joshua Kimmich (86.), 1-3 Josh Magennis (90+3.).San Marinó 0-8 Noregur 0-1 Davide Simoncini, sjálfsmark (8.), 0-2 Joshua King, víti (14.), 0-3 King (17.), 0-4 Mohamed Elyounoussi (40.), 0-5 Elyounoussi (48.), 0-6 Ole Selnaes (59.), 0-7 Elyounoussi (69.), 0-8 Martin Linnes (87.).Aserbaídsjan 1-2 Tékkland 0-1 Jan Kopic (35.), 1-1 Afran Izmailov, víti (55.), 1-2 Antonin Barak (66.).E-riðill:Svartfjallaland 0-1 Danmörk 0-1 Christian Eriksen (16.).Armenía 1-6 Pólland 0-1 Kamil Grosicki (2.), 0-2 Robert Lewandowski (18.), 0-3 Lewandowski (25.), 1-3 Hovhannes Hambardzumyan (39.), 1-4 Jakub Blaszczykowski (58.), 1-5 Lewandowski (64.), 1-6 Rafal Wolski (89.).Rúmenía 3-1 Kasakstan 1-0 Constantin Budescu (33.), 2-0 Budescu, víti (38.), 3-0 Claudiu Keseru (73.), 3-1 Baurzhan Turysbek (82.).F-riðill:England 1-0 Slóvenía 1-0 Harry Kane (90+4.).Skotland 1-0 Slóvakía 1-0 Chris Martin (89.).Rautt spjald: Robert Mak, Slóvakía (23.).Malta 1-1 Litháen 1-0 Andrei Agius (23.), 1-1 Vykintas Slivka (53.).
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Sjá meira