Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2017 10:47 Fjármál Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, eru undir kastljósi fjölmiðla nú í aðdraganda þingkosninga. Vísir/Ernir Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. Umfjöllun blaðsins er unnin í samvinnu við Stundina og Reykjavík Media en Stundin greindi frá því í morgun að Bjarni hefði selt alls um 50 milljónir króna úr Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett. Jon Henley, blaðamaður Guardian, hefur séð skjölin sem sýna hvernig viðskiptin gengu fyrir sig. Í grein hans segir að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin og í samtali við blaðið neitar Bjarni því að hafa gert nokkuð rangt.Veki upp spurningar um hugsanlega hagsmunaárekstra Hins vegar geti þessi afhjúpun verið vandræðaleg fyrir Bjarna þar sem þingkosningar eru framundan en ríkisstjórnin féll í kjölfar þess að greint var frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Henley segir að skjölin gefi til kynna að Bjarni hafi notið ákveðinna forréttinda sem viðskiptavinur Glitnis. Það veki upp spurningar um hugsanlega hagsmunaárekstra þar sem Bjarni var á þessum tíma þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins. Þá var hann jafnframt stór viðskiptavinur hjá Glitni. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, spurði Bjarna að því í Víglínunni í fyrra hvort að hann hefði sjálfur selt eignir úr Sjóði 9 skömmu fyrir hrun. Bjarni svaraði því til að hann hefði ekki selt neitt sem skipti einhverju máli. „Markaðir og traust á mörkuðum var í frjálsu falli“ Í samtali við Guardian sagði Bjarni að hann hefði selt flestar eignir sínar í Sjóði 9 en nefndi engar tölur. Hann sagði að allt í tengslum við hrunið hefði verið rannsakað og skoðað endurtekið og aldrei hefði neitt fundist varðandi það að hann hefði brotið einhver lög. „Markaðir og traust á mörkuðum var í frjálsu falli. Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma,“ segir Bjarni í samtali við Guardian. Einar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Glitni og vinur Bjarna, sendi tölvupóst þann 6. október 2008 á aðstoðarmann Lárusar Welding, bankastjóra Glitnis. Í honum stóð: „Bjarni ben segir að … fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna … einhver að tala við Jónas?“ Umræddur Jónas er Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, FME. Aðspurður um þetta sagði Bjarni við Guardian að hann hefði getað hafa hringt í Einar þennan dag en að hann myndi ekki eftir því. „Hvað sem öðru líður þá hafði ég ekki hugmynd um hvað var í gangi hjá FME og ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum á þessum tíma,“ segir Bjarni.Umfjöllun Guardian má sjá í heild sinni hér.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem dagsetningar voru rangar í upphaflegri útgáfu hennar. Tengdar fréttir Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. Umfjöllun blaðsins er unnin í samvinnu við Stundina og Reykjavík Media en Stundin greindi frá því í morgun að Bjarni hefði selt alls um 50 milljónir króna úr Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett. Jon Henley, blaðamaður Guardian, hefur séð skjölin sem sýna hvernig viðskiptin gengu fyrir sig. Í grein hans segir að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin og í samtali við blaðið neitar Bjarni því að hafa gert nokkuð rangt.Veki upp spurningar um hugsanlega hagsmunaárekstra Hins vegar geti þessi afhjúpun verið vandræðaleg fyrir Bjarna þar sem þingkosningar eru framundan en ríkisstjórnin féll í kjölfar þess að greint var frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Henley segir að skjölin gefi til kynna að Bjarni hafi notið ákveðinna forréttinda sem viðskiptavinur Glitnis. Það veki upp spurningar um hugsanlega hagsmunaárekstra þar sem Bjarni var á þessum tíma þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins. Þá var hann jafnframt stór viðskiptavinur hjá Glitni. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, spurði Bjarna að því í Víglínunni í fyrra hvort að hann hefði sjálfur selt eignir úr Sjóði 9 skömmu fyrir hrun. Bjarni svaraði því til að hann hefði ekki selt neitt sem skipti einhverju máli. „Markaðir og traust á mörkuðum var í frjálsu falli“ Í samtali við Guardian sagði Bjarni að hann hefði selt flestar eignir sínar í Sjóði 9 en nefndi engar tölur. Hann sagði að allt í tengslum við hrunið hefði verið rannsakað og skoðað endurtekið og aldrei hefði neitt fundist varðandi það að hann hefði brotið einhver lög. „Markaðir og traust á mörkuðum var í frjálsu falli. Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma,“ segir Bjarni í samtali við Guardian. Einar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Glitni og vinur Bjarna, sendi tölvupóst þann 6. október 2008 á aðstoðarmann Lárusar Welding, bankastjóra Glitnis. Í honum stóð: „Bjarni ben segir að … fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna … einhver að tala við Jónas?“ Umræddur Jónas er Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, FME. Aðspurður um þetta sagði Bjarni við Guardian að hann hefði getað hafa hringt í Einar þennan dag en að hann myndi ekki eftir því. „Hvað sem öðru líður þá hafði ég ekki hugmynd um hvað var í gangi hjá FME og ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum á þessum tíma,“ segir Bjarni.Umfjöllun Guardian má sjá í heild sinni hér.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem dagsetningar voru rangar í upphaflegri útgáfu hennar.
Tengdar fréttir Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00
Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02