Það er einhver klassi yfir þessu höfuðfati en klassíska týpan er í ullarefni og gjarna svörtum eða rauðum lit. Franska tískuhúsið Dior kynnti svo fyrir þennan vetur leðurútgáfu af alpahúfunni sem er heldur betur líkleg til vinsælda.
Upp með alpahúfuna í vetur og hér færðu innblástur.







