Heimir Hallgrímsson gerir tvær breytingar á byrjunarliði Íslands frá 2-0 sigrinum á Úkraínu fyrir leikinn gegn Tyrklandi í undankeppni HM 2018 í kvöld.
Alfreð Finnbogason kemur inn í byrjunarliðið í staðinn fyrir Emil Hallfreðsson sem tekur út leikbann. Kári Árnason kemur einnig inn fyrir Sverri Inga Ingason sem lék allan leikinn gegn Úkraínu.
Ísland fer aftur í leikkerfið 4-4-2. Gylfi Þór Sigurðsson fer niður á miðjuna með Aroni Einari Gunnarssyni sem er leikfær. Alfreð og Jón Daði Böðvarsson leika svo saman í fremstu víglínu.
Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18:45.
Fylgjast má með beinni textalýsingu frá leiknum með því að smella hér.
Byrjunarlið Íslands:
Markvörður: Hannes Þór Halldórsson
Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson
Miðverðir: Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson
Vinstri bakvörður: Hörður Björgvin Magnússon
Hægri kantmaður: Jóhann Berg Guðmundsson
Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði) og Gylfi Þór Sigurðsson
Vinstri kantmaður: Birkir Bjarnason
Framherjar: Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson
Byrjunarlið Íslands: Alfreð og Kári koma inn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið






„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti

Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
