Nýjasta þjóðhetjan Pyry í viðtali: „Takk, herra forseti!“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2017 14:06 Leikmenn finnska landsliðsins fagna hér Pyry í gær eftir að hann skoraði jöfnunarmarkið. vísir/epa Pyry Soiri, leikmaður finnska landsliðsins í knattspyrnu er nýjasta þjóðhetja Íslendinga eftir að hann skoraði jöfnunarmark Finna gegn Króötum undir lok leiks þeirra í gær, segist glaður hafa hjálpað bæði liði sínu við að ná góðum úrslitum og svo íslenska liðinu. Rætt var við hann í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í hádeginu í dag. Ísland sigraði Tyrki 3-0 á útivelli í gær eins og flestir vita en landsmenn biðu svo með öndina í hálsinum eftir úrslitunum í leik Finna og Króata þar sem jafntefli þýddi að Ísland myndi tylla sér í toppsæti I-riðils í undankeppni HM. Pyry skoraði jöfnunarmark Finna og eftir að úrslitin voru ljós varð hann á svipstundu hetja í augum okkar Íslendinga. Þannig tóku einhverjir sig til og stofnuðu aðdáendasíðu fyrir Pyry á Facebook þar sem meðlimir eru nú þegar orðnir meira en þrjú þúsund talsins. Pyry hefur aldrei komið til Íslands en segir að nú verði hann að koma til landsins. Hann segist hafa fengið mikið af skemmtilegum og indælum skilaboðum frá Íslendingum seinasta hálfa sólarhringinn en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi honum meðal annars skilaboð á Facebook-síðu forsetaembættisins í gær. Þar þakkaði Guðni hinum frábæra Pyry fyrir en Pyry hafði reyndar ekki séð skilaboðin. Hann þakkaði Guðna fyrir í þættinum: „Thank you Mr. President!“ sagði Pyry á ensku sem væri einfaldlega á íslensku „Takk, herra forseti!“ Hlusta má á viðtalið við Pyry í spilaranum hér fyrir neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hetjur sem óttast ekkert Brjáluðu lætin og óvinveitta andrúmsloftið hafði engin áhrif á strákana okkar sem pökkuðu Tyrkjum saman enn og aftur. Ísland er einum sigri frá HM. 7. október 2017 06:00 Erlendir fjölmiðlar um sigur Íslands: Björk, Sigur Rós og stóri gaurinn úr Ófærð, slakið á og dáist að þessum úrslitum BBC gerir grín að Roy Hodgson vegna sigur Íslands. 6. október 2017 21:22 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Sjá meira
Pyry Soiri, leikmaður finnska landsliðsins í knattspyrnu er nýjasta þjóðhetja Íslendinga eftir að hann skoraði jöfnunarmark Finna gegn Króötum undir lok leiks þeirra í gær, segist glaður hafa hjálpað bæði liði sínu við að ná góðum úrslitum og svo íslenska liðinu. Rætt var við hann í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í hádeginu í dag. Ísland sigraði Tyrki 3-0 á útivelli í gær eins og flestir vita en landsmenn biðu svo með öndina í hálsinum eftir úrslitunum í leik Finna og Króata þar sem jafntefli þýddi að Ísland myndi tylla sér í toppsæti I-riðils í undankeppni HM. Pyry skoraði jöfnunarmark Finna og eftir að úrslitin voru ljós varð hann á svipstundu hetja í augum okkar Íslendinga. Þannig tóku einhverjir sig til og stofnuðu aðdáendasíðu fyrir Pyry á Facebook þar sem meðlimir eru nú þegar orðnir meira en þrjú þúsund talsins. Pyry hefur aldrei komið til Íslands en segir að nú verði hann að koma til landsins. Hann segist hafa fengið mikið af skemmtilegum og indælum skilaboðum frá Íslendingum seinasta hálfa sólarhringinn en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi honum meðal annars skilaboð á Facebook-síðu forsetaembættisins í gær. Þar þakkaði Guðni hinum frábæra Pyry fyrir en Pyry hafði reyndar ekki séð skilaboðin. Hann þakkaði Guðna fyrir í þættinum: „Thank you Mr. President!“ sagði Pyry á ensku sem væri einfaldlega á íslensku „Takk, herra forseti!“ Hlusta má á viðtalið við Pyry í spilaranum hér fyrir neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hetjur sem óttast ekkert Brjáluðu lætin og óvinveitta andrúmsloftið hafði engin áhrif á strákana okkar sem pökkuðu Tyrkjum saman enn og aftur. Ísland er einum sigri frá HM. 7. október 2017 06:00 Erlendir fjölmiðlar um sigur Íslands: Björk, Sigur Rós og stóri gaurinn úr Ófærð, slakið á og dáist að þessum úrslitum BBC gerir grín að Roy Hodgson vegna sigur Íslands. 6. október 2017 21:22 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Sjá meira
Hetjur sem óttast ekkert Brjáluðu lætin og óvinveitta andrúmsloftið hafði engin áhrif á strákana okkar sem pökkuðu Tyrkjum saman enn og aftur. Ísland er einum sigri frá HM. 7. október 2017 06:00
Erlendir fjölmiðlar um sigur Íslands: Björk, Sigur Rós og stóri gaurinn úr Ófærð, slakið á og dáist að þessum úrslitum BBC gerir grín að Roy Hodgson vegna sigur Íslands. 6. október 2017 21:22