May gæti látið Johnson taka poka sinn Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2017 14:06 Johnson hefur verið talinn grafa undan May. Vísir/AFP Breytingar á bresku ríkisstjórninni gætu verið í vændum og er talið að Theresa May, forsætisráðherra, gæti sparkað Boris Johnson, utanríkisráðherra, úr henni. Johnson hefur verið talinn grafa undan stöðu May innan Íhaldsflokksins og sem forsætisráðherra. Í viðtali við The Sunday Times segir lét May í veðri vaka að hún gæti hrist upp í ríkisstjórninni þegar hún var spurð út í áform sín með Johnson. „Ég er forsætisráðherrann og það er hluti af starfi mínu að gæta þess alltaf að ég sé með besta fólkið í ráðuneyti mínu, að nýta sem best mannauðinn sem mér stendur til boða innan flokksins,“ sagði May meðal annars, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þó að Johnson hafi lýst hollustu við May hafa gjörðir hans verið taldar grafa undan henni. Þannig skrifaði hann grein í Daily Telehraph þar sem lýsti allt annarri sýn á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en May hafði boðað. Johnson var talinn ögra May með greininni og vildu sumir flokksmenn að hann yrði rekinn í kjölfarið. Verulega hefur fjarað undan stöðu May eftir að ákvörðun hennar um að efna skyndilega til þingkosninga í sumar reyndist misheppnuð. Íhaldsflokkur hennar hafði mælst með afgerandi forystu í skoðanakönnunum en þegar til kastanna kom tapaði hann miklu fylgi. May þarf nú að reiða sig á lítinn flokk norður-írskra sambandssinna til að verja minnihlutastjórn hennar. Ræða May á flokksþingi í síðustu viku gekk ennfremur hrapalega. Þar mátti hún glíma við hastarlegt hóstakast, truflun hrekkjalóms og að hluti af sviðsmyndinni fyrir aftan hana byrjaði að detta í sundur á meðan á ræðu hennar stóð. Brexit Tengdar fréttir Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37 Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira
Breytingar á bresku ríkisstjórninni gætu verið í vændum og er talið að Theresa May, forsætisráðherra, gæti sparkað Boris Johnson, utanríkisráðherra, úr henni. Johnson hefur verið talinn grafa undan stöðu May innan Íhaldsflokksins og sem forsætisráðherra. Í viðtali við The Sunday Times segir lét May í veðri vaka að hún gæti hrist upp í ríkisstjórninni þegar hún var spurð út í áform sín með Johnson. „Ég er forsætisráðherrann og það er hluti af starfi mínu að gæta þess alltaf að ég sé með besta fólkið í ráðuneyti mínu, að nýta sem best mannauðinn sem mér stendur til boða innan flokksins,“ sagði May meðal annars, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þó að Johnson hafi lýst hollustu við May hafa gjörðir hans verið taldar grafa undan henni. Þannig skrifaði hann grein í Daily Telehraph þar sem lýsti allt annarri sýn á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en May hafði boðað. Johnson var talinn ögra May með greininni og vildu sumir flokksmenn að hann yrði rekinn í kjölfarið. Verulega hefur fjarað undan stöðu May eftir að ákvörðun hennar um að efna skyndilega til þingkosninga í sumar reyndist misheppnuð. Íhaldsflokkur hennar hafði mælst með afgerandi forystu í skoðanakönnunum en þegar til kastanna kom tapaði hann miklu fylgi. May þarf nú að reiða sig á lítinn flokk norður-írskra sambandssinna til að verja minnihlutastjórn hennar. Ræða May á flokksþingi í síðustu viku gekk ennfremur hrapalega. Þar mátti hún glíma við hastarlegt hóstakast, truflun hrekkjalóms og að hluti af sviðsmyndinni fyrir aftan hana byrjaði að detta í sundur á meðan á ræðu hennar stóð.
Brexit Tengdar fréttir Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37 Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira
Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37
Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17
May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44