Blindskák Magnús Guðmundsson skrifar 9. október 2017 07:00 Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Fyrir níu árum runnu íslensku bankarnir á rassinn og lentu á íslenska þjóðarbúinu og almenningi af fullum þunga. Þetta voru erfiðir tímar en frá því þessi holskefla gekk yfir hefur margt breyst til hins betra í íslensku samfélagi. Stærsta breytingin er eflaust fólgin í því að Íslendingar sætta sig ekki lengur við vafasamt siðferði og leyndarhyggju í þágu sérhagsmunaafla. Stjórnmálamönnum hefur ekki gengið alveg jafn vel að átta sig á þessu. Fjölmiðlar hafa líka breyst á þessum tíma og þeir gegna mikilvægu hlutverki í þessu ferli með upplýsingagjöf, meðal annars um mögulega hagsmunaárekstra, og veita almenningi þekkingu til þess að vega og meta bæði menn og málefni. Það er því afleitt að fylgjast með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra kenna fjölmiðlum um ófarir sínar í vikunni. Tilefnið var eins og allir vita umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media í samstarfi við breska blaðið The Guardian um sölu eigna í Sjóði 9 innan Glitnis skömmu fyrir hrun. Tilgangur fréttaskýringarinnar var að miðla upplýsingum til almennings sem Bjarni hafði áður haft næg tækifæri til þess að koma sjálfur á framfæri. Þessar upplýsingar eiga erindi til almennings í ljósi þeirrar ábyrgðarstöðu sem Bjarni Benediktsson gegnir í samfélaginu og hefur gert í mörg ár sem þingmaður en ekki aðeins sem ráðherra. Það er fyrir vikið enn verra að sjá Bjarna Benediktsson gagnrýna fréttaflutning Stundarinnar á Facebook-síðu sinni með því að taka setningu úr frétt blaðsins og klippa aftan af henni vegna þessa að það hefði fellt ásökun hans. Enn er svo bætt í með því að fela andsvar Jóns Trausta Reynissonar, ritstjórar Stundarinnar, fyrir öðrum en Facebook-vinum ritstjórans, þegar hann gagnrýnir þennan málflutning forsætisráðherra. Í þessu samhengi er ágætt að hafa í huga að blaðamaður The Guardian, John Henley, hefur skoðað skjölin, bent á að þau sýni hvernig viðskiptin gengu fyrir sig en hann tekur fram að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin. Það staðfestir í raun að málið snýst fyrst og fremst um aðferðafræði og þöggunartilburði en það er ekki stjórnmálamanna að ákveða um hvað er fjallað og hvað ekki. Og á meðan aðferðafræði leyndarhyggjunnar er enn ríkjandi er ekki nokkur leið að koma málefnunum að því það er eðli leyndarinnar að þjóna sérhagsmunum á kostnað þekkingar almennings. Að ræða málefni lands og þjóðar án réttra upplýsinga er eins og að reyna að tefla blindskák án þess að kunna mannganginn. Líkurnar á að eitthvað vitrænt komi út úr slíkum tilburðum eru hverfandi. Leiðin að málefnalegri umræðu liggur um opna stjórnsýslu og að stjórnmálamenn geri hreint fyrir sínum dyrum. Gleymum því ekki að við erum að ganga að nýju að kjörborðinu á innan við ári vegna leyndarhyggju og sérhagsmuna umfram hagsmuni almennings og einstaklinga sem eiga um sárt að binda af völdum úreltra laga og vondrar stjórnsýslu. Framtíðin er þeirra sem hafa ekkert að fela.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Fyrir níu árum runnu íslensku bankarnir á rassinn og lentu á íslenska þjóðarbúinu og almenningi af fullum þunga. Þetta voru erfiðir tímar en frá því þessi holskefla gekk yfir hefur margt breyst til hins betra í íslensku samfélagi. Stærsta breytingin er eflaust fólgin í því að Íslendingar sætta sig ekki lengur við vafasamt siðferði og leyndarhyggju í þágu sérhagsmunaafla. Stjórnmálamönnum hefur ekki gengið alveg jafn vel að átta sig á þessu. Fjölmiðlar hafa líka breyst á þessum tíma og þeir gegna mikilvægu hlutverki í þessu ferli með upplýsingagjöf, meðal annars um mögulega hagsmunaárekstra, og veita almenningi þekkingu til þess að vega og meta bæði menn og málefni. Það er því afleitt að fylgjast með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra kenna fjölmiðlum um ófarir sínar í vikunni. Tilefnið var eins og allir vita umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media í samstarfi við breska blaðið The Guardian um sölu eigna í Sjóði 9 innan Glitnis skömmu fyrir hrun. Tilgangur fréttaskýringarinnar var að miðla upplýsingum til almennings sem Bjarni hafði áður haft næg tækifæri til þess að koma sjálfur á framfæri. Þessar upplýsingar eiga erindi til almennings í ljósi þeirrar ábyrgðarstöðu sem Bjarni Benediktsson gegnir í samfélaginu og hefur gert í mörg ár sem þingmaður en ekki aðeins sem ráðherra. Það er fyrir vikið enn verra að sjá Bjarna Benediktsson gagnrýna fréttaflutning Stundarinnar á Facebook-síðu sinni með því að taka setningu úr frétt blaðsins og klippa aftan af henni vegna þessa að það hefði fellt ásökun hans. Enn er svo bætt í með því að fela andsvar Jóns Trausta Reynissonar, ritstjórar Stundarinnar, fyrir öðrum en Facebook-vinum ritstjórans, þegar hann gagnrýnir þennan málflutning forsætisráðherra. Í þessu samhengi er ágætt að hafa í huga að blaðamaður The Guardian, John Henley, hefur skoðað skjölin, bent á að þau sýni hvernig viðskiptin gengu fyrir sig en hann tekur fram að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin. Það staðfestir í raun að málið snýst fyrst og fremst um aðferðafræði og þöggunartilburði en það er ekki stjórnmálamanna að ákveða um hvað er fjallað og hvað ekki. Og á meðan aðferðafræði leyndarhyggjunnar er enn ríkjandi er ekki nokkur leið að koma málefnunum að því það er eðli leyndarinnar að þjóna sérhagsmunum á kostnað þekkingar almennings. Að ræða málefni lands og þjóðar án réttra upplýsinga er eins og að reyna að tefla blindskák án þess að kunna mannganginn. Líkurnar á að eitthvað vitrænt komi út úr slíkum tilburðum eru hverfandi. Leiðin að málefnalegri umræðu liggur um opna stjórnsýslu og að stjórnmálamenn geri hreint fyrir sínum dyrum. Gleymum því ekki að við erum að ganga að nýju að kjörborðinu á innan við ári vegna leyndarhyggju og sérhagsmuna umfram hagsmuni almennings og einstaklinga sem eiga um sárt að binda af völdum úreltra laga og vondrar stjórnsýslu. Framtíðin er þeirra sem hafa ekkert að fela.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. október.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun