Versta martröð Shaka Hislop gæti orðið að veruleika komist Ísland á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. október 2017 10:30 Shaka Hislop vill halda metinu "sínu“. Íslenska landsliðið í fótbolta getur komist á HM í fótbolta í kvöld í fyrsta sinn í sögunni en strákarnir okkar mæta Kósóvó í lokaumferð undankeppni HM 2018 á Laugardalsvelli klukkan 18.45. Með sigri fær Ísland farseðilinn til Rússlands en liðið má tapa svo framarlega sem að Króatía og Úkraína gera jafntefli í sínum leik. Það er þó alltaf betra að vinna bara leikinn og hafa þetta öruggt. Takist Íslandi ætlunarverkið í kvöld verðum við minnsta þjóðin í sögunni sem kemst á HM í fótbolta en á Íslandi búa aðeins 340.000 manns. Ísland verður reyndar lang minnsta þjóðin sem hefur komist á HM því sú sem á metið núna er Trínidad og Tóbagó. Trínidad komst á HM 2006 í Þýskaland en þar búa 1,3 milljónir eða milljón fleiri en á Íslandi. Markvörður Tríndad á HM 2006, Shaka Hislop, sem spilaði með Newcastle, West Ham og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma, heldur svo sannarlega ekki með Íslandi í kvöld því hann vill halda metinu. Þegar íslenska liðið nálgaðist HM 2014 eftir frábæra undankeppni þar sem strákarnir okkar komust í umspil á móti Króatíu opinberaði Hislop, sem er fótboltasérfræðingur ESPN í dag, að hann vill ekki sjá Ísland á HM. „Ég vil alls ekki sjá neina þjóð bæta okkar met,“ sagði Hislop og varði svo undankeppnina í mið-Ameríku sem hann sagði vera álíka sterka og undankeppnina í Evrópu. „Það býr aðeins fjórðungur þeirra sem búa í heimalandi mínu á Íslandi. Ég er samt sem áður ekki sammála að undankeppnin í Evrópu sé eins góð og allir vilja meina. Ísland myndi ekki vinna t.d. Mexíkó,“ sagði Shaka Hislop. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tólf sigrar og þrjú jafntefli í síðustu 15 heimaleikjum Íslenska karlalandsliðið hefur ekki tapað leik á Laugardalsvelli síðan 7. júní 2013. 9. október 2017 07:00 Hefðum alltaf tekið þessa stöðu Aron Einar Gunnarsson leikur sinn 75. landsleik þegar Ísland tekur á móti Kósovó í kvöld. Fyrirliðinn er klár í slaginn. Hann segir að íslenska liðið sé komið með mikla reynslu af úrslitaleikjum sem þessum. 9. október 2017 06:00 Núllstilltum okkur og fórum aftur í grunngildin Íslenska karlalandsliðið er aðeins einum sigri á Kósovó frá því að komast á HM í fyrsta sinn. Heimir Hallgrímsson segir að jarðtengingin verði að vera til staðar og það megi alls ekki vanmeta kósovóska liðið. 9. október 2017 06:30 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta getur komist á HM í fótbolta í kvöld í fyrsta sinn í sögunni en strákarnir okkar mæta Kósóvó í lokaumferð undankeppni HM 2018 á Laugardalsvelli klukkan 18.45. Með sigri fær Ísland farseðilinn til Rússlands en liðið má tapa svo framarlega sem að Króatía og Úkraína gera jafntefli í sínum leik. Það er þó alltaf betra að vinna bara leikinn og hafa þetta öruggt. Takist Íslandi ætlunarverkið í kvöld verðum við minnsta þjóðin í sögunni sem kemst á HM í fótbolta en á Íslandi búa aðeins 340.000 manns. Ísland verður reyndar lang minnsta þjóðin sem hefur komist á HM því sú sem á metið núna er Trínidad og Tóbagó. Trínidad komst á HM 2006 í Þýskaland en þar búa 1,3 milljónir eða milljón fleiri en á Íslandi. Markvörður Tríndad á HM 2006, Shaka Hislop, sem spilaði með Newcastle, West Ham og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma, heldur svo sannarlega ekki með Íslandi í kvöld því hann vill halda metinu. Þegar íslenska liðið nálgaðist HM 2014 eftir frábæra undankeppni þar sem strákarnir okkar komust í umspil á móti Króatíu opinberaði Hislop, sem er fótboltasérfræðingur ESPN í dag, að hann vill ekki sjá Ísland á HM. „Ég vil alls ekki sjá neina þjóð bæta okkar met,“ sagði Hislop og varði svo undankeppnina í mið-Ameríku sem hann sagði vera álíka sterka og undankeppnina í Evrópu. „Það býr aðeins fjórðungur þeirra sem búa í heimalandi mínu á Íslandi. Ég er samt sem áður ekki sammála að undankeppnin í Evrópu sé eins góð og allir vilja meina. Ísland myndi ekki vinna t.d. Mexíkó,“ sagði Shaka Hislop.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tólf sigrar og þrjú jafntefli í síðustu 15 heimaleikjum Íslenska karlalandsliðið hefur ekki tapað leik á Laugardalsvelli síðan 7. júní 2013. 9. október 2017 07:00 Hefðum alltaf tekið þessa stöðu Aron Einar Gunnarsson leikur sinn 75. landsleik þegar Ísland tekur á móti Kósovó í kvöld. Fyrirliðinn er klár í slaginn. Hann segir að íslenska liðið sé komið með mikla reynslu af úrslitaleikjum sem þessum. 9. október 2017 06:00 Núllstilltum okkur og fórum aftur í grunngildin Íslenska karlalandsliðið er aðeins einum sigri á Kósovó frá því að komast á HM í fyrsta sinn. Heimir Hallgrímsson segir að jarðtengingin verði að vera til staðar og það megi alls ekki vanmeta kósovóska liðið. 9. október 2017 06:30 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Sjá meira
Tólf sigrar og þrjú jafntefli í síðustu 15 heimaleikjum Íslenska karlalandsliðið hefur ekki tapað leik á Laugardalsvelli síðan 7. júní 2013. 9. október 2017 07:00
Hefðum alltaf tekið þessa stöðu Aron Einar Gunnarsson leikur sinn 75. landsleik þegar Ísland tekur á móti Kósovó í kvöld. Fyrirliðinn er klár í slaginn. Hann segir að íslenska liðið sé komið með mikla reynslu af úrslitaleikjum sem þessum. 9. október 2017 06:00
Núllstilltum okkur og fórum aftur í grunngildin Íslenska karlalandsliðið er aðeins einum sigri á Kósovó frá því að komast á HM í fyrsta sinn. Heimir Hallgrímsson segir að jarðtengingin verði að vera til staðar og það megi alls ekki vanmeta kósovóska liðið. 9. október 2017 06:30