Katrín Björg skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2017 12:53 Katrín Björg Ríkarðsdóttir. auðunn níelsson Þorsteinn Viglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til næstu fimm ára. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ákvörðun um skipun hennar sé í samræmi við mat ráðgefandi nefndar sem mat hæfni umsækjenda. Katrín Björg tekur við embættinu af Kristínu Ástgeirsdóttur. „Embættið var auglýst laust til umsóknar í júní sl. og rann umsóknarfrestur út 17. júlí. Umsækjendur voru tíu en einn þeirra dró umsókn sína til baka. Ráðgefandi nefnd sem mat hæfni umsækjenda skilaði niðurstöðum sínum til ráðherra 8. september síðastliðinn og mat Katrínu Björgu vel hæfa til starfsins. Ákvörðun ráðherra um skipun Katrínar Bjargar var tekin að undangengnum viðtölum við þá umsækendur sem nefndin mat hæfasta. Katrín Björg lauk M.Ed gráðu í menntunarfræðum með áherslu á kynjajafnrétti frá Háskólanum á Akureyri árið 2011. Áður hafði hún lokið menntun í uppeldis- og kennslufræðum frá sama skóla árið 1996 og BA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1992. Katrín hefur frá árinu 2014 verið aðstoðarmaður bæjarstjóra á Akureyri. Árin 2006 – 2014 var hún framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrar, 2003 – 2006 var hún jafnréttisráðgjafi Jafnréttis- og fjölskyldunefndar Akureyrar og árin 2000 – 2003 starfaði hún sem sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu. Áður starfaði hún við Minjasafnið á Akureyri og við Héraðsskjalasafn bæjarins. Í umsögn hæfnisnefndar um Katrínu Björgu segir að hún sé reyndur stjórnandi með ótvíræða leiðtogahæfileika, jákvæð, skipulögð og þægileg í samskiptum. Hún Hafi verið mikið viðloðandi jafnréttismál á starfsferli sínum og meðal annars tekið þátt í mótun starfsemi Jafnréttisstofu frá stofnun hennar, “ segir í tilkynningunni. Ráðningar Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Þorsteinn Viglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til næstu fimm ára. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ákvörðun um skipun hennar sé í samræmi við mat ráðgefandi nefndar sem mat hæfni umsækjenda. Katrín Björg tekur við embættinu af Kristínu Ástgeirsdóttur. „Embættið var auglýst laust til umsóknar í júní sl. og rann umsóknarfrestur út 17. júlí. Umsækjendur voru tíu en einn þeirra dró umsókn sína til baka. Ráðgefandi nefnd sem mat hæfni umsækjenda skilaði niðurstöðum sínum til ráðherra 8. september síðastliðinn og mat Katrínu Björgu vel hæfa til starfsins. Ákvörðun ráðherra um skipun Katrínar Bjargar var tekin að undangengnum viðtölum við þá umsækendur sem nefndin mat hæfasta. Katrín Björg lauk M.Ed gráðu í menntunarfræðum með áherslu á kynjajafnrétti frá Háskólanum á Akureyri árið 2011. Áður hafði hún lokið menntun í uppeldis- og kennslufræðum frá sama skóla árið 1996 og BA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1992. Katrín hefur frá árinu 2014 verið aðstoðarmaður bæjarstjóra á Akureyri. Árin 2006 – 2014 var hún framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrar, 2003 – 2006 var hún jafnréttisráðgjafi Jafnréttis- og fjölskyldunefndar Akureyrar og árin 2000 – 2003 starfaði hún sem sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu. Áður starfaði hún við Minjasafnið á Akureyri og við Héraðsskjalasafn bæjarins. Í umsögn hæfnisnefndar um Katrínu Björgu segir að hún sé reyndur stjórnandi með ótvíræða leiðtogahæfileika, jákvæð, skipulögð og þægileg í samskiptum. Hún Hafi verið mikið viðloðandi jafnréttismál á starfsferli sínum og meðal annars tekið þátt í mótun starfsemi Jafnréttisstofu frá stofnun hennar, “ segir í tilkynningunni.
Ráðningar Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira