Aron Einar: Orð fá þessu ekki lýst Anton Ingi Leifsson skrifar 9. október 2017 21:07 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að orð fái þessu ekki lýst að liðið sé búið að tryggja sig inn á HM. Hann segir að fögnuðurinn hafi verið meiri nú en þegar liðið tryggði sig á EM. „Meira, já fannst mér. Þetta var erfiðara. Við þurftum að hafa virkilega fyrir þessu og það er mikil vinna að baki," sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok. „Það er mikill tími sem hefur farið í að hugsa um þetta markmið. Markmiðinu er náð og þetta markmið var sett eftir leikinn sem við töpuðum gegn Króatíu úti í umspilinu." „Menn voru mikið niðri þá og við settum það markmið að komast á HM 2018 og við gerðum það. Við komumst yfir Króatana og það var dálítið sætt." „Þetta var tilfinningaþrung stund. Þetta var kærkomið og þetta var erfið fæðing. Við áttum ekki góðan leik og þeir voru sterkari aðilinn í þessum leik. Héldu boltanum betur og við lúkkuðum stressaðir." Aron Einar segir að liðið hafi verið í smá basli í kvöld, en klárað dæmið. „Það er það góða við þetta lið. Það er karakter og við náum fram úrslitum sem við ætlum okkur þó að við séum ekki að spila við. Það sýnir styrkleika og ég er stoltur af liðinu, starfsliðinu, KSÍ, áhorfendur og öllum í landinu. Þetta er gríðarlega stórt." Ísland er komið á HM 2018. Það er risa stórt og Aron er sammála því. „Vá, þetta er aðeins að synca inn að maður sé að fara á HM. Þetta hefur verið draumur ég veit ekki hvað lengi og maður horfi alltaf á HM. Þetta er orðið að veruleika og það er í raun ekki hægt að segja neitt. Orð fá þessu ekki lýst," sagði Aron að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Skoraði ekki í 34 landsleikjum í röð en svo tvisvar á fjórum dögum Jóhann Berg Guðmundsson kom íslenska landsliðinu í 2-0 í leiknum mikilvæga á móti Kósóvó á Laugardalsvellinum í kvöld en íslenska landsliðið tryggir sér sæti á HM með sigri. 9. október 2017 20:21 Twitter í hálfleik: „Burtu með þennan flugvöll og reisum styttu af Gylfa“ Ísland er 1-0 yfir gegn Kósóvó á Laugardalsvelli, en með sigri er Ísland á leiðinni á Heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018. 9. október 2017 19:36 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Guðni Bergsson: Ekki vekja mig Formaður KSÍ var orðlaus eftir leikinn í kvöld 9. október 2017 20:54 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að orð fái þessu ekki lýst að liðið sé búið að tryggja sig inn á HM. Hann segir að fögnuðurinn hafi verið meiri nú en þegar liðið tryggði sig á EM. „Meira, já fannst mér. Þetta var erfiðara. Við þurftum að hafa virkilega fyrir þessu og það er mikil vinna að baki," sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok. „Það er mikill tími sem hefur farið í að hugsa um þetta markmið. Markmiðinu er náð og þetta markmið var sett eftir leikinn sem við töpuðum gegn Króatíu úti í umspilinu." „Menn voru mikið niðri þá og við settum það markmið að komast á HM 2018 og við gerðum það. Við komumst yfir Króatana og það var dálítið sætt." „Þetta var tilfinningaþrung stund. Þetta var kærkomið og þetta var erfið fæðing. Við áttum ekki góðan leik og þeir voru sterkari aðilinn í þessum leik. Héldu boltanum betur og við lúkkuðum stressaðir." Aron Einar segir að liðið hafi verið í smá basli í kvöld, en klárað dæmið. „Það er það góða við þetta lið. Það er karakter og við náum fram úrslitum sem við ætlum okkur þó að við séum ekki að spila við. Það sýnir styrkleika og ég er stoltur af liðinu, starfsliðinu, KSÍ, áhorfendur og öllum í landinu. Þetta er gríðarlega stórt." Ísland er komið á HM 2018. Það er risa stórt og Aron er sammála því. „Vá, þetta er aðeins að synca inn að maður sé að fara á HM. Þetta hefur verið draumur ég veit ekki hvað lengi og maður horfi alltaf á HM. Þetta er orðið að veruleika og það er í raun ekki hægt að segja neitt. Orð fá þessu ekki lýst," sagði Aron að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Skoraði ekki í 34 landsleikjum í röð en svo tvisvar á fjórum dögum Jóhann Berg Guðmundsson kom íslenska landsliðinu í 2-0 í leiknum mikilvæga á móti Kósóvó á Laugardalsvellinum í kvöld en íslenska landsliðið tryggir sér sæti á HM með sigri. 9. október 2017 20:21 Twitter í hálfleik: „Burtu með þennan flugvöll og reisum styttu af Gylfa“ Ísland er 1-0 yfir gegn Kósóvó á Laugardalsvelli, en með sigri er Ísland á leiðinni á Heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018. 9. október 2017 19:36 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Guðni Bergsson: Ekki vekja mig Formaður KSÍ var orðlaus eftir leikinn í kvöld 9. október 2017 20:54 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Skoraði ekki í 34 landsleikjum í röð en svo tvisvar á fjórum dögum Jóhann Berg Guðmundsson kom íslenska landsliðinu í 2-0 í leiknum mikilvæga á móti Kósóvó á Laugardalsvellinum í kvöld en íslenska landsliðið tryggir sér sæti á HM með sigri. 9. október 2017 20:21
Twitter í hálfleik: „Burtu með þennan flugvöll og reisum styttu af Gylfa“ Ísland er 1-0 yfir gegn Kósóvó á Laugardalsvelli, en með sigri er Ísland á leiðinni á Heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018. 9. október 2017 19:36
Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45
Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46