Gylfi: Getum ekki beðið eftir að fara til Rússlands Anton Ingi Leifsson skrifar 9. október 2017 21:26 Gylfi Þór Sigurðsson, lagði upp eitt mark og skoraði annað, í 2-0 sigri Íslands á Kósóvó. Sigurinn gerði það að verkum að Ísland tryggði sig inn á HM í Rússlandi 2018. „Ég veit það ekki. Þetta er geggjað. Frábært að við stóðumst pressuna. Það er erfitt að lýsa þessu og þetta er eitthvað sem okkur er búið að dreyma um síðan maður var lítill krakki,“ sagði Gylfi Þór í samtali við Vísi. „Það var mikið af fólki sem hélt að við værum búnir eftir EM, að við myndum hrynja niður og myndum ekki ná sama árangri. Það gerir þetta enn sætara að ná að sýna að við erum meiri karakterarar en bara eitt stórmót. Að vera leiðinni núna á HM er rosalegt." Þegar Gylfi var beðinn um að bera saman EM og HM segir hann að þetta sé vitaskuld ögn stærra. „Þetta er mikið stærra. Nú spilum við bestu lönd í heiminum, mikið stærri keppni og þetta er næstum því eins stórt og þetta gerist. HM er toppurinn og það verður erfitt að toppa þetta.“ Hann segir að leikurinn í kvöld hafi ekkert verið sérstakur, en liðið gerði það sem þurfti. „Það fór mikið púst í leikinn gegn Tyrklandi. Langt ferðalag, spennan og eftirvæntingin fyrir leik tekur á, en ég held aðv ið höfum sýnt þolinmæði. Þetta var ekkert sérstakur leikur, en við skoruðum í fyrri hálfleik og vörðumst síðustu fimm mínúturnar.“ „Síðan gerðum við það eiginlega sama í síðari hálfleik, við vorum ekki að taka neina sénsa þrátt fyrir að við höfum fengið fullt af færum. Ég held að við höfum lært af Kazakstan leiknum síðast.“ „Ég held að síðustu fjögur til fimm ár, síðan Lars og Heimir tóku við, þá hefur mikið gengið upp. Við höfum verið að spila stóra leiki, sérstaklega í þessari keppni.“ „Síðustu tveir leikir hafa verið úrslitaleikir fyrir okkur, en við sýnum það sérstaklega upp á síðkastið að við getum staðist þessa pressu, sérstaklega á klárum varnarleik.“ Framundan eru spurningar um fótboltahallirnar, þjálfarana á Íslandi og fleira. Gylfi er spenntur. „Þetta verður endurtekning á EM. Það fer allt af stað núna, en þetta verður gaman og við getum ekki beðið eftir að fara til Rússlands," sagði Gylfi að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kaleo sendir landsliðinu kveðju Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær stuðning úr öllum áttum í kvöld. 9. október 2017 19:10 Heimir sýndi engin viðbrögð þegar Gylfi skoraði Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson ætlar að halda ró sinni í kvöld þegar strákarnir hans fá tækifæri til að tryggja sér sæti á HM í fyrsta sinn. 9. október 2017 19:31 Twitter í hálfleik: „Burtu með þennan flugvöll og reisum styttu af Gylfa“ Ísland er 1-0 yfir gegn Kósóvó á Laugardalsvelli, en með sigri er Ísland á leiðinni á Heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018. 9. október 2017 19:36 Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Guðni Bergsson: Ekki vekja mig Formaður KSÍ var orðlaus eftir leikinn í kvöld 9. október 2017 20:54 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, lagði upp eitt mark og skoraði annað, í 2-0 sigri Íslands á Kósóvó. Sigurinn gerði það að verkum að Ísland tryggði sig inn á HM í Rússlandi 2018. „Ég veit það ekki. Þetta er geggjað. Frábært að við stóðumst pressuna. Það er erfitt að lýsa þessu og þetta er eitthvað sem okkur er búið að dreyma um síðan maður var lítill krakki,“ sagði Gylfi Þór í samtali við Vísi. „Það var mikið af fólki sem hélt að við værum búnir eftir EM, að við myndum hrynja niður og myndum ekki ná sama árangri. Það gerir þetta enn sætara að ná að sýna að við erum meiri karakterarar en bara eitt stórmót. Að vera leiðinni núna á HM er rosalegt." Þegar Gylfi var beðinn um að bera saman EM og HM segir hann að þetta sé vitaskuld ögn stærra. „Þetta er mikið stærra. Nú spilum við bestu lönd í heiminum, mikið stærri keppni og þetta er næstum því eins stórt og þetta gerist. HM er toppurinn og það verður erfitt að toppa þetta.“ Hann segir að leikurinn í kvöld hafi ekkert verið sérstakur, en liðið gerði það sem þurfti. „Það fór mikið púst í leikinn gegn Tyrklandi. Langt ferðalag, spennan og eftirvæntingin fyrir leik tekur á, en ég held aðv ið höfum sýnt þolinmæði. Þetta var ekkert sérstakur leikur, en við skoruðum í fyrri hálfleik og vörðumst síðustu fimm mínúturnar.“ „Síðan gerðum við það eiginlega sama í síðari hálfleik, við vorum ekki að taka neina sénsa þrátt fyrir að við höfum fengið fullt af færum. Ég held að við höfum lært af Kazakstan leiknum síðast.“ „Ég held að síðustu fjögur til fimm ár, síðan Lars og Heimir tóku við, þá hefur mikið gengið upp. Við höfum verið að spila stóra leiki, sérstaklega í þessari keppni.“ „Síðustu tveir leikir hafa verið úrslitaleikir fyrir okkur, en við sýnum það sérstaklega upp á síðkastið að við getum staðist þessa pressu, sérstaklega á klárum varnarleik.“ Framundan eru spurningar um fótboltahallirnar, þjálfarana á Íslandi og fleira. Gylfi er spenntur. „Þetta verður endurtekning á EM. Það fer allt af stað núna, en þetta verður gaman og við getum ekki beðið eftir að fara til Rússlands," sagði Gylfi að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kaleo sendir landsliðinu kveðju Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær stuðning úr öllum áttum í kvöld. 9. október 2017 19:10 Heimir sýndi engin viðbrögð þegar Gylfi skoraði Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson ætlar að halda ró sinni í kvöld þegar strákarnir hans fá tækifæri til að tryggja sér sæti á HM í fyrsta sinn. 9. október 2017 19:31 Twitter í hálfleik: „Burtu með þennan flugvöll og reisum styttu af Gylfa“ Ísland er 1-0 yfir gegn Kósóvó á Laugardalsvelli, en með sigri er Ísland á leiðinni á Heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018. 9. október 2017 19:36 Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Guðni Bergsson: Ekki vekja mig Formaður KSÍ var orðlaus eftir leikinn í kvöld 9. október 2017 20:54 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Kaleo sendir landsliðinu kveðju Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær stuðning úr öllum áttum í kvöld. 9. október 2017 19:10
Heimir sýndi engin viðbrögð þegar Gylfi skoraði Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson ætlar að halda ró sinni í kvöld þegar strákarnir hans fá tækifæri til að tryggja sér sæti á HM í fyrsta sinn. 9. október 2017 19:31
Twitter í hálfleik: „Burtu með þennan flugvöll og reisum styttu af Gylfa“ Ísland er 1-0 yfir gegn Kósóvó á Laugardalsvelli, en með sigri er Ísland á leiðinni á Heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018. 9. október 2017 19:36
Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08
Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45
Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46