Birkir Már: Fjarlægur draumur að vera með á HM Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2017 22:13 Birkir Már Sævarsson í upphitun í kvöld vísir/ernir „Þetta er töluvert stærra. Maður er búinn að horfa á HM og dreyma fjarlægan draum um að vera með. Maður er enn að jafna sig á þessu,“ sagði Birkir Már Sævarsson sem hefur eignað sér hægri bakvarðarstöðuna í íslenska landsliðinu síðustu ár. Birkir Már var ekkert að æsa sig of mikið og var sallarólegur þegar hann mætti í viðtölin. „Við erum búnir að taka út ansi mikla spennu úti á velli og inni í klefa. Nú er þetta kannski lognið á undan storminum,“ sagði hann brosandi og vísaði þá til fagnaðarlátanna framundan á Ingólfstorgi. „Ég býst við helling af fólki og geggjaðri stemmningu,“ bætti hann við. Líkt og margir aðrir sagði Birkir að liðið hefði búið að mikillli reynslu sem það hefur fengið síðustu árin. „Við vorum með reynsluna frá því í leiknum gegn Kasakstan fyrir tveimur árum. Þá vorum við of hræddir við að tapa en nú þurftum að að passa upp á að gera það sem við erum góðir í og okkur tókst það.“ Fyrri hálfleikur íslenska liðsins var fremur rólegur og mark Gylfa Þórs létti pressunni af liðinu fyrir leikhléið. „Það var mjög gott að fá markið fyrir hlé því fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur.“ Birkir Már hefur verið orðaður við endurkomu í Pepsi-deildina og þá til uppeldisfélagsins, Vals. „Það hefur ekkert komið upp ennþá, ekkert tilboð komið á borðið. Ég mun setjast niður með umboðsmanninum núna og skoða mín mál.“ „Helst myndi ég vilja vera erlendis og spila leiki fram að HM. En ef það kemur ekkert upp þá náttúrulega verður maður að skoða alla möguleika til að spila fótbolta yfirhöfuð,“ sagði Birkir Már en hann verður samningslaus hjá Hammarby um áramótin. „Það er allavega betra að spila einhvers staðar heldur en vera atvinnulaus. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Birkir og bætti við að Valur væri eina liðið sem kæmi til greina í hans huga. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Klökkur Jói Berg: Þetta er fyrir fjölskylduna og þjóðina Jóhann Berg Guðmundsson klökknaði í viðtali eftir leikinn gegn Kósóvó í kvöld þar sem Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni HM 9. október 2017 21:09 Sjáið mörkin sem komu Íslandi á HM í Rússlandi | Myndband Mörk frá Gylfa Þór Sigurðssyni og Jóhann Berg Guðmundssyni tryggðu íslenska karlalandsliðinu í fótbolta 2-0 sigur á Kósóvó í kvöld og þar með sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 21:28 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira
„Þetta er töluvert stærra. Maður er búinn að horfa á HM og dreyma fjarlægan draum um að vera með. Maður er enn að jafna sig á þessu,“ sagði Birkir Már Sævarsson sem hefur eignað sér hægri bakvarðarstöðuna í íslenska landsliðinu síðustu ár. Birkir Már var ekkert að æsa sig of mikið og var sallarólegur þegar hann mætti í viðtölin. „Við erum búnir að taka út ansi mikla spennu úti á velli og inni í klefa. Nú er þetta kannski lognið á undan storminum,“ sagði hann brosandi og vísaði þá til fagnaðarlátanna framundan á Ingólfstorgi. „Ég býst við helling af fólki og geggjaðri stemmningu,“ bætti hann við. Líkt og margir aðrir sagði Birkir að liðið hefði búið að mikillli reynslu sem það hefur fengið síðustu árin. „Við vorum með reynsluna frá því í leiknum gegn Kasakstan fyrir tveimur árum. Þá vorum við of hræddir við að tapa en nú þurftum að að passa upp á að gera það sem við erum góðir í og okkur tókst það.“ Fyrri hálfleikur íslenska liðsins var fremur rólegur og mark Gylfa Þórs létti pressunni af liðinu fyrir leikhléið. „Það var mjög gott að fá markið fyrir hlé því fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur.“ Birkir Már hefur verið orðaður við endurkomu í Pepsi-deildina og þá til uppeldisfélagsins, Vals. „Það hefur ekkert komið upp ennþá, ekkert tilboð komið á borðið. Ég mun setjast niður með umboðsmanninum núna og skoða mín mál.“ „Helst myndi ég vilja vera erlendis og spila leiki fram að HM. En ef það kemur ekkert upp þá náttúrulega verður maður að skoða alla möguleika til að spila fótbolta yfirhöfuð,“ sagði Birkir Már en hann verður samningslaus hjá Hammarby um áramótin. „Það er allavega betra að spila einhvers staðar heldur en vera atvinnulaus. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Birkir og bætti við að Valur væri eina liðið sem kæmi til greina í hans huga.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Klökkur Jói Berg: Þetta er fyrir fjölskylduna og þjóðina Jóhann Berg Guðmundsson klökknaði í viðtali eftir leikinn gegn Kósóvó í kvöld þar sem Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni HM 9. október 2017 21:09 Sjáið mörkin sem komu Íslandi á HM í Rússlandi | Myndband Mörk frá Gylfa Þór Sigurðssyni og Jóhann Berg Guðmundssyni tryggðu íslenska karlalandsliðinu í fótbolta 2-0 sigur á Kósóvó í kvöld og þar með sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 21:28 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira
Klökkur Jói Berg: Þetta er fyrir fjölskylduna og þjóðina Jóhann Berg Guðmundsson klökknaði í viðtali eftir leikinn gegn Kósóvó í kvöld þar sem Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni HM 9. október 2017 21:09
Sjáið mörkin sem komu Íslandi á HM í Rússlandi | Myndband Mörk frá Gylfa Þór Sigurðssyni og Jóhann Berg Guðmundssyni tryggðu íslenska karlalandsliðinu í fótbolta 2-0 sigur á Kósóvó í kvöld og þar með sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 21:28
Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45
Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38
Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46