Gunnar Bragi búinn að fá upp í kok af vinnubrögðum Framsóknarflokksins Ingvar Þór Björnsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 30. september 2017 14:55 Gunnar Bragi hyggst ræða við Sigmund Davíð en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann gangi til liðs við Miðflokkinn. Vísir/Stefán Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, segist hafa verið búinn að fá upp í kok af vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og því hafi hann hætt. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Gunnar Bragi greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði ákveðið að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Hann er annar þingmaðurinn sem hefur yfirgefið flokkinn á skömmum tíma en áður hafði Sigmundur Davíð gengið úr flokknum og stofnað Miðflokkinn. Gunnar Bragði hafði sóst eftir oddvitasætinu í Norðvesturkjördæmi en fékk óvænt mótframboð frá Ásmundi Einari Daðasyni, fyrrverandi þingmanni flokksins.Gerir ráð fyrir að hitta Sigmund Davíð og ræða við hannGunnar Bragi segir ákvörðunina um að hætta í flokknum ekki hafa verið auðvelda. „Ég hefði gjarnan viljað komast hjá þessu en ég hugsa að léttirinn komi aðeins seinna. Þetta er ekki auðvelt þegar maður er búinn að starfa gríðarlega mikið og lengi í svona flokki. Þá er þetta erfitt.“ Spurður hvort ákvörðun Sigmundar Davíðs hafi gert útslagið segir Gunnar Bragi svo ekki vera. „Ég var búinn að segja Sigmundi að ég myndi bjóða mig fram fyrir flokkinn alveg sama hvað gerðist. Það skipti engu máli í þessu. Þegar ég fór að ræða við mitt fólk og skoða hlutina þá var það bara þannig að maður var kominn með upp í kok af þeim vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og hafa verið stunduð allt frá síðla sumars 2016.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að kaupfélagsstjórinn á Sauðakróki, Þórólfur Gíslason, og fólk nátengt honum og kaupfélaginu hafa unnið skipulega gegn Gunnari Braga. „Ég held að þeir sem vilja vita viti það alveg að ég hef ekki verið þóknanlegur öllum þessum aðilum sem eru um og í kringum flokkinn og því miður hafa tekið þátt í þessu fulltrúar sem eru í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Skagafirði.“ Gunnar Bragi segist ekki hafa hugsað mikið út í það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs. „Ég geri hins vegar alveg ráð fyrir því að ég sé velkominn þangað og ég geri ráð fyrir að hitta vin mig Sigmund og ræða málin við hann en það hefur ekkert slíkt átt sér stað og ég ætla að hugsa málin aðeins. Ég er ekkert endilega hættur í pólitiík. Það getur vel verið að maður komi aftur inn í þetta.“ Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, segist hafa verið búinn að fá upp í kok af vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og því hafi hann hætt. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Gunnar Bragi greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði ákveðið að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Hann er annar þingmaðurinn sem hefur yfirgefið flokkinn á skömmum tíma en áður hafði Sigmundur Davíð gengið úr flokknum og stofnað Miðflokkinn. Gunnar Bragði hafði sóst eftir oddvitasætinu í Norðvesturkjördæmi en fékk óvænt mótframboð frá Ásmundi Einari Daðasyni, fyrrverandi þingmanni flokksins.Gerir ráð fyrir að hitta Sigmund Davíð og ræða við hannGunnar Bragi segir ákvörðunina um að hætta í flokknum ekki hafa verið auðvelda. „Ég hefði gjarnan viljað komast hjá þessu en ég hugsa að léttirinn komi aðeins seinna. Þetta er ekki auðvelt þegar maður er búinn að starfa gríðarlega mikið og lengi í svona flokki. Þá er þetta erfitt.“ Spurður hvort ákvörðun Sigmundar Davíðs hafi gert útslagið segir Gunnar Bragi svo ekki vera. „Ég var búinn að segja Sigmundi að ég myndi bjóða mig fram fyrir flokkinn alveg sama hvað gerðist. Það skipti engu máli í þessu. Þegar ég fór að ræða við mitt fólk og skoða hlutina þá var það bara þannig að maður var kominn með upp í kok af þeim vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og hafa verið stunduð allt frá síðla sumars 2016.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að kaupfélagsstjórinn á Sauðakróki, Þórólfur Gíslason, og fólk nátengt honum og kaupfélaginu hafa unnið skipulega gegn Gunnari Braga. „Ég held að þeir sem vilja vita viti það alveg að ég hef ekki verið þóknanlegur öllum þessum aðilum sem eru um og í kringum flokkinn og því miður hafa tekið þátt í þessu fulltrúar sem eru í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Skagafirði.“ Gunnar Bragi segist ekki hafa hugsað mikið út í það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs. „Ég geri hins vegar alveg ráð fyrir því að ég sé velkominn þangað og ég geri ráð fyrir að hitta vin mig Sigmund og ræða málin við hann en það hefur ekkert slíkt átt sér stað og ég ætla að hugsa málin aðeins. Ég er ekkert endilega hættur í pólitiík. Það getur vel verið að maður komi aftur inn í þetta.“
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira