Húsgagnasýning Artek í Pennanum 20. september 2017 11:00 Húsgagnasýningin Artek - Art & Technology opnar í Pennanum í Reykjavík þann 21. september næstkomandi. Fyrirtækið Artek var stofnað árið 1935, af arkitektunum Alvar og Aino Aalto, listunnandanum Marie Gullichsen og listasagnfræðingnum Nils-Gustav Hahl. Tilgangurinn var ,,að selja húsgögn og stuðla að nútímalegu samfélagi með sýningum og annarri fræðslu." Var þetta vettvangur fyrir nútímalist, framleiðslu, innanhússhönnun og áróður. Þetta var eitt óvenjulegasta og metnaðarfyllsta verkefni sem um getur í húsgagnasögunni, enda voru stofnendur þess miklar hugsjónamanneskjur. Fyrirtækið hefur verið í fararbroddi þegar kemur að því að blanda saman hönnun, arkitektúr og list. Artek starfar en í dag í róttækum anda stofnendanna og er frumkvöðull í nútímahönnun og þróun á nýjum vörum. Línan frá Artek samanstendur af húsgögnum, ljósum og smærri munum, hönnuðum af finnsku hæfileikafólki og leiðandi alþjóðlegum hönnuðum. Tærleiki, notagildi og ljóðrænn einfaldleiki einkennir munina. Þetta er sýning sem að enginn hönnunar- og listunnandi ætti að láta framhjá sér fara. Sýningin opnar í Pennanum í Skeifunni 10. þann 21. september og stendur til 8. október. Mest lesið Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour Meðvituð tískudrottning Glamour Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour Christy Turlington Burns á forsíðu Glamour Glamour Carine Roitfeld hannar línu fyrir Uniqlo Glamour Vissi ekki að foreldrar sínir væru frægir Glamour Svava selur fatalínu Helenu Christensen Glamour Raf Simons endurhannar Calvin Klein merkið Glamour Harry Bretaprins sagður vera byrjaður með Suits stjörnu Glamour Okkar uppáhalds, Kate og Leo Glamour
Húsgagnasýningin Artek - Art & Technology opnar í Pennanum í Reykjavík þann 21. september næstkomandi. Fyrirtækið Artek var stofnað árið 1935, af arkitektunum Alvar og Aino Aalto, listunnandanum Marie Gullichsen og listasagnfræðingnum Nils-Gustav Hahl. Tilgangurinn var ,,að selja húsgögn og stuðla að nútímalegu samfélagi með sýningum og annarri fræðslu." Var þetta vettvangur fyrir nútímalist, framleiðslu, innanhússhönnun og áróður. Þetta var eitt óvenjulegasta og metnaðarfyllsta verkefni sem um getur í húsgagnasögunni, enda voru stofnendur þess miklar hugsjónamanneskjur. Fyrirtækið hefur verið í fararbroddi þegar kemur að því að blanda saman hönnun, arkitektúr og list. Artek starfar en í dag í róttækum anda stofnendanna og er frumkvöðull í nútímahönnun og þróun á nýjum vörum. Línan frá Artek samanstendur af húsgögnum, ljósum og smærri munum, hönnuðum af finnsku hæfileikafólki og leiðandi alþjóðlegum hönnuðum. Tærleiki, notagildi og ljóðrænn einfaldleiki einkennir munina. Þetta er sýning sem að enginn hönnunar- og listunnandi ætti að láta framhjá sér fara. Sýningin opnar í Pennanum í Skeifunni 10. þann 21. september og stendur til 8. október.
Mest lesið Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour Meðvituð tískudrottning Glamour Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour Christy Turlington Burns á forsíðu Glamour Glamour Carine Roitfeld hannar línu fyrir Uniqlo Glamour Vissi ekki að foreldrar sínir væru frægir Glamour Svava selur fatalínu Helenu Christensen Glamour Raf Simons endurhannar Calvin Klein merkið Glamour Harry Bretaprins sagður vera byrjaður með Suits stjörnu Glamour Okkar uppáhalds, Kate og Leo Glamour