Hundruð milljóna kosningar teknar úr varasjóði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. september 2017 12:00 Það kostar sitt að kjósa og gera má ráð fyrir að þingkosningarnar 28. október muni kosta mörg hundruð milljónir króna. Fréttablaðið/Eyþór Gera má ráð fyrir því að beinn kostnaður vegna framkvæmd Alþingiskosninganna sem boðað hefur verið til þann 28. október næstkomandi muni nema á fjórða hundrað milljónum króna. Skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála gerir ráð fyrir að þessum óvæntu útgjöldum verði mætt með framlagi úr almennum varasjóði ríkisins. Beinn kostnaður vegna kosninganna í fyrra fór 30 milljónum fram úr áætlun og nam 350 milljónum króna. „Ég geri ráð fyrir að þessum útgjöldum verði mætt með framlagi úr almennum varasjóði samkvæmt 24. gr. laga um opinber fjármál sem ætlað er að mæta útgjöldum sem eru tímabundin, óhjákvæmileg, ófyrirséð og ekki hægt að bregðast við með öðrum hætti innan fjárlagaársins,“ segir Björn Þór Hermannsson, skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála við fyrirspurn Fréttablaðsins, um hvernig ríkissjóður muni bregðast við kostnaðinum sem kosningum fylgir. Varasjóði þessum er lýst þannig á vef fjármálaráðuneytisins að hann sé nokkurs konar „geymslustaður fyrir fjárheimildir sem hægt er að grípa til ef slíkar aðstæður skapast“ og skal hann nema að lágmarki 1% af fjárheimildum fjárlaga hverju sinni. Í fyrra var kosningum sem kunnugt er flýtt en þá gafst ráðrúm til að gera ráðstafanir fyrir útgjöldunum í fjáraukalögum í september 2016. Þá voru 320 milljónir eyrnamerktar beinum kostnaði við að halda sjálfar kosningarnar. Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins nam kostnaðurinn þegar upp var staðið 350 milljónum og fór því 30 milljónum fram úr áætlun. Helstu kostnaðarliðir eru að sögn Jóhannesar ýmis sérfræðiþjónusta, prentun kjörgagna, kostnaður vegna kjörstaða og vinnsla gagna hjá Þjóðskrá. Þá er ekki meðtalinn kostnaður upp á 121 milljón króna sem ráðgert var að þyrfti í biðlaun og annan þingfararkostnað þar sem þá var orðið ljóst að óvenju margir þingmenn gæfu ekki kost á sér til endurkjörs. Svo var gert ráð fyrir 47 milljónum í ýmis útgjöld sem falli til í framhaldi af kosningunum. Eins og kaupa á tækjum og búnaði fyrir nýja alþingismenn, standsetningu á húsnæði, flutningskostnað og útgáfu á kynningarefni fyrri nýja þingmenn. Heildarkostnaður vegna kosninganna í fyrra gat því numið hátt í hálfum milljarði króna. Björn Þór segir að áætlaður kostnaður nú liggi ekki fyrir. „En það má þó ætla að það verði svipað og fyrir ári síðan.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Gera má ráð fyrir því að beinn kostnaður vegna framkvæmd Alþingiskosninganna sem boðað hefur verið til þann 28. október næstkomandi muni nema á fjórða hundrað milljónum króna. Skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála gerir ráð fyrir að þessum óvæntu útgjöldum verði mætt með framlagi úr almennum varasjóði ríkisins. Beinn kostnaður vegna kosninganna í fyrra fór 30 milljónum fram úr áætlun og nam 350 milljónum króna. „Ég geri ráð fyrir að þessum útgjöldum verði mætt með framlagi úr almennum varasjóði samkvæmt 24. gr. laga um opinber fjármál sem ætlað er að mæta útgjöldum sem eru tímabundin, óhjákvæmileg, ófyrirséð og ekki hægt að bregðast við með öðrum hætti innan fjárlagaársins,“ segir Björn Þór Hermannsson, skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála við fyrirspurn Fréttablaðsins, um hvernig ríkissjóður muni bregðast við kostnaðinum sem kosningum fylgir. Varasjóði þessum er lýst þannig á vef fjármálaráðuneytisins að hann sé nokkurs konar „geymslustaður fyrir fjárheimildir sem hægt er að grípa til ef slíkar aðstæður skapast“ og skal hann nema að lágmarki 1% af fjárheimildum fjárlaga hverju sinni. Í fyrra var kosningum sem kunnugt er flýtt en þá gafst ráðrúm til að gera ráðstafanir fyrir útgjöldunum í fjáraukalögum í september 2016. Þá voru 320 milljónir eyrnamerktar beinum kostnaði við að halda sjálfar kosningarnar. Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins nam kostnaðurinn þegar upp var staðið 350 milljónum og fór því 30 milljónum fram úr áætlun. Helstu kostnaðarliðir eru að sögn Jóhannesar ýmis sérfræðiþjónusta, prentun kjörgagna, kostnaður vegna kjörstaða og vinnsla gagna hjá Þjóðskrá. Þá er ekki meðtalinn kostnaður upp á 121 milljón króna sem ráðgert var að þyrfti í biðlaun og annan þingfararkostnað þar sem þá var orðið ljóst að óvenju margir þingmenn gæfu ekki kost á sér til endurkjörs. Svo var gert ráð fyrir 47 milljónum í ýmis útgjöld sem falli til í framhaldi af kosningunum. Eins og kaupa á tækjum og búnaði fyrir nýja alþingismenn, standsetningu á húsnæði, flutningskostnað og útgáfu á kynningarefni fyrri nýja þingmenn. Heildarkostnaður vegna kosninganna í fyrra gat því numið hátt í hálfum milljarði króna. Björn Þór segir að áætlaður kostnaður nú liggi ekki fyrir. „En það má þó ætla að það verði svipað og fyrir ári síðan.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira