Hundruð milljóna kosningar teknar úr varasjóði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. september 2017 12:00 Það kostar sitt að kjósa og gera má ráð fyrir að þingkosningarnar 28. október muni kosta mörg hundruð milljónir króna. Fréttablaðið/Eyþór Gera má ráð fyrir því að beinn kostnaður vegna framkvæmd Alþingiskosninganna sem boðað hefur verið til þann 28. október næstkomandi muni nema á fjórða hundrað milljónum króna. Skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála gerir ráð fyrir að þessum óvæntu útgjöldum verði mætt með framlagi úr almennum varasjóði ríkisins. Beinn kostnaður vegna kosninganna í fyrra fór 30 milljónum fram úr áætlun og nam 350 milljónum króna. „Ég geri ráð fyrir að þessum útgjöldum verði mætt með framlagi úr almennum varasjóði samkvæmt 24. gr. laga um opinber fjármál sem ætlað er að mæta útgjöldum sem eru tímabundin, óhjákvæmileg, ófyrirséð og ekki hægt að bregðast við með öðrum hætti innan fjárlagaársins,“ segir Björn Þór Hermannsson, skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála við fyrirspurn Fréttablaðsins, um hvernig ríkissjóður muni bregðast við kostnaðinum sem kosningum fylgir. Varasjóði þessum er lýst þannig á vef fjármálaráðuneytisins að hann sé nokkurs konar „geymslustaður fyrir fjárheimildir sem hægt er að grípa til ef slíkar aðstæður skapast“ og skal hann nema að lágmarki 1% af fjárheimildum fjárlaga hverju sinni. Í fyrra var kosningum sem kunnugt er flýtt en þá gafst ráðrúm til að gera ráðstafanir fyrir útgjöldunum í fjáraukalögum í september 2016. Þá voru 320 milljónir eyrnamerktar beinum kostnaði við að halda sjálfar kosningarnar. Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins nam kostnaðurinn þegar upp var staðið 350 milljónum og fór því 30 milljónum fram úr áætlun. Helstu kostnaðarliðir eru að sögn Jóhannesar ýmis sérfræðiþjónusta, prentun kjörgagna, kostnaður vegna kjörstaða og vinnsla gagna hjá Þjóðskrá. Þá er ekki meðtalinn kostnaður upp á 121 milljón króna sem ráðgert var að þyrfti í biðlaun og annan þingfararkostnað þar sem þá var orðið ljóst að óvenju margir þingmenn gæfu ekki kost á sér til endurkjörs. Svo var gert ráð fyrir 47 milljónum í ýmis útgjöld sem falli til í framhaldi af kosningunum. Eins og kaupa á tækjum og búnaði fyrir nýja alþingismenn, standsetningu á húsnæði, flutningskostnað og útgáfu á kynningarefni fyrri nýja þingmenn. Heildarkostnaður vegna kosninganna í fyrra gat því numið hátt í hálfum milljarði króna. Björn Þór segir að áætlaður kostnaður nú liggi ekki fyrir. „En það má þó ætla að það verði svipað og fyrir ári síðan.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Gera má ráð fyrir því að beinn kostnaður vegna framkvæmd Alþingiskosninganna sem boðað hefur verið til þann 28. október næstkomandi muni nema á fjórða hundrað milljónum króna. Skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála gerir ráð fyrir að þessum óvæntu útgjöldum verði mætt með framlagi úr almennum varasjóði ríkisins. Beinn kostnaður vegna kosninganna í fyrra fór 30 milljónum fram úr áætlun og nam 350 milljónum króna. „Ég geri ráð fyrir að þessum útgjöldum verði mætt með framlagi úr almennum varasjóði samkvæmt 24. gr. laga um opinber fjármál sem ætlað er að mæta útgjöldum sem eru tímabundin, óhjákvæmileg, ófyrirséð og ekki hægt að bregðast við með öðrum hætti innan fjárlagaársins,“ segir Björn Þór Hermannsson, skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála við fyrirspurn Fréttablaðsins, um hvernig ríkissjóður muni bregðast við kostnaðinum sem kosningum fylgir. Varasjóði þessum er lýst þannig á vef fjármálaráðuneytisins að hann sé nokkurs konar „geymslustaður fyrir fjárheimildir sem hægt er að grípa til ef slíkar aðstæður skapast“ og skal hann nema að lágmarki 1% af fjárheimildum fjárlaga hverju sinni. Í fyrra var kosningum sem kunnugt er flýtt en þá gafst ráðrúm til að gera ráðstafanir fyrir útgjöldunum í fjáraukalögum í september 2016. Þá voru 320 milljónir eyrnamerktar beinum kostnaði við að halda sjálfar kosningarnar. Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins nam kostnaðurinn þegar upp var staðið 350 milljónum og fór því 30 milljónum fram úr áætlun. Helstu kostnaðarliðir eru að sögn Jóhannesar ýmis sérfræðiþjónusta, prentun kjörgagna, kostnaður vegna kjörstaða og vinnsla gagna hjá Þjóðskrá. Þá er ekki meðtalinn kostnaður upp á 121 milljón króna sem ráðgert var að þyrfti í biðlaun og annan þingfararkostnað þar sem þá var orðið ljóst að óvenju margir þingmenn gæfu ekki kost á sér til endurkjörs. Svo var gert ráð fyrir 47 milljónum í ýmis útgjöld sem falli til í framhaldi af kosningunum. Eins og kaupa á tækjum og búnaði fyrir nýja alþingismenn, standsetningu á húsnæði, flutningskostnað og útgáfu á kynningarefni fyrri nýja þingmenn. Heildarkostnaður vegna kosninganna í fyrra gat því numið hátt í hálfum milljarði króna. Björn Þór segir að áætlaður kostnaður nú liggi ekki fyrir. „En það má þó ætla að það verði svipað og fyrir ári síðan.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira