,,Gianni, þetta er fyrir þig" Ritstjórn skrifar 23. september 2017 10:00 Glamour/Getty Á þessu ári eru tuttugu ár síðan að Gianni Versace var myrtur á Miami. Nú er Donatella Versace, systir hans, listrænn stjórnandi tískuhússins. Á sýningu Versace í gær fór Donatella yfir feril bróður síns í fatnaði. Fatnaðinn er erfitt að dæma, þar sem þetta eru flíkur sem hafa slegið í gegn áður fyrr, og eru orðnar þekktar í tískuheiminum. Andy Warhol kjólar, axlapúðar, pastel-litir og hárklútar, allt voru þetta vísun í glæsta en of stuttan feril Gianni. Sýningin endaði á ofurfyrirsætunum Cindy Crawford, Naomi Campbell, Claudia Schiffer, Helena Christensen og Carla Bruni, allar klæddar í silfur-litaðan síðkjól. Þvílíkt augnablik! Sýningin var falleg og mikilvæg vísun í söguna, en þangað virðast margir hönnuðir vera að sækja undanfarið. Framtíð Versace hefur verið óskýr undanfarið og spurning um hver mun taka við keflinu ef Donatella skyldi hætta, en sýningin í gær sannaði það að Donatella er alveg með þetta. Mest lesið Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour Þrjátíu ár á milli auglýsinga og mæðgurnar eru alveg eins Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Fyrirsætur fá búningsklefa í fyrsta skipti Glamour Ólétt Natalie Portman kafar fyrir James Blake Glamour "Grandinn er að vaxa sem spennandi verslunarsvæði“ Glamour Ljóti skórinn sem slær öllum öðrum við Glamour Topp snyrtivörulistinn fyrir sumarið Glamour
Á þessu ári eru tuttugu ár síðan að Gianni Versace var myrtur á Miami. Nú er Donatella Versace, systir hans, listrænn stjórnandi tískuhússins. Á sýningu Versace í gær fór Donatella yfir feril bróður síns í fatnaði. Fatnaðinn er erfitt að dæma, þar sem þetta eru flíkur sem hafa slegið í gegn áður fyrr, og eru orðnar þekktar í tískuheiminum. Andy Warhol kjólar, axlapúðar, pastel-litir og hárklútar, allt voru þetta vísun í glæsta en of stuttan feril Gianni. Sýningin endaði á ofurfyrirsætunum Cindy Crawford, Naomi Campbell, Claudia Schiffer, Helena Christensen og Carla Bruni, allar klæddar í silfur-litaðan síðkjól. Þvílíkt augnablik! Sýningin var falleg og mikilvæg vísun í söguna, en þangað virðast margir hönnuðir vera að sækja undanfarið. Framtíð Versace hefur verið óskýr undanfarið og spurning um hver mun taka við keflinu ef Donatella skyldi hætta, en sýningin í gær sannaði það að Donatella er alveg með þetta.
Mest lesið Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour Þrjátíu ár á milli auglýsinga og mæðgurnar eru alveg eins Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Fyrirsætur fá búningsklefa í fyrsta skipti Glamour Ólétt Natalie Portman kafar fyrir James Blake Glamour "Grandinn er að vaxa sem spennandi verslunarsvæði“ Glamour Ljóti skórinn sem slær öllum öðrum við Glamour Topp snyrtivörulistinn fyrir sumarið Glamour